Fimmtudagur, 20. janúar 2011
Atlantshafsþjóðir Norður-Evrópu
Evrópusambandið er stofnað til að friður mætti ríkja á milli Frakka og Þjóðverja sem frá dögum Karlamagnúsar á níundu öld hafa þjarkað um forræði meginlandsins. Ríki utan meginlandsins gengu seint inn í sambandið og eru þar með hálfum huga. Írar hafa hafnað sáttmálum ESB í þjóðaratkvæðagreiðslum, Bretar ekki tekið upp evru og sama gildir um Svía og Dani.
Atlantshafsþjóðir Norður-Evrópu eru pólitískt samstæðari, t.d. náði marxismi á 20. öld hvergi nærri viðlíka fótfestu þar og á meginlandinu, og menningarlega tengdari Bandaríkjunum en meginlandsríkin.
Leiðtogafundur Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Bretlandi er eilítil vísbending um efa sem á síðari árum hefur grafið um sig á framtíð Evrópusambandsins. Meðvitaðir ráðamenn þjóðríkja taka sér blað og blýant í hönd og punkta niður mögulega framtíðarþróun, boða til funda og láta sér detta í hug viðbrögð. Íslenskir ráðamenn láta sér nægja að senda umsókn til Brussel - og láta aðra hugsa fyrir sig.
Norrænn leiðtogafundur í London | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.