Samfylking reynir við Sjálfstæðisflokk

Milli jóla og nýárs gerði Össur Skarphéðinsson tilraun til að fá Framsóknarflokkinn til liðs við ríkisstjórnina. Framsóknarmenn hryggbrutu Össur. Jóhanna Sig. gaf það út um áramót að Steingrímur J. hefði tvær vikur til að sýna fram á að þingflokkur Vinstri grænna styddi ríkisstjórnina. Steingrímur J. er tæplega með hálfan þingflokkinn með sér og engar líkur á því að það breytist.

Samfylkingin er þess vegna að þreifa á sjálfstæðismönnum með stjórnarmyndun. Össur og félagar telja þingflokk Sjálfstæðisflokksins ekkert sérlega viljugan að hitta kjósendur og tækju fegins hendi tilboði um að setjast í stjórn. Á hinn bóginn eru aðrir í flokknum sem búa enn að heilbrigðri dómgreind.

Milli jóla og nýárs var bloggarinn Gísli Baldvinsson notaður til að koma tilboði Össurar til Framsóknarmanna um nýtt atvinnuvegaráðuneyti. Í dag ber Gísli þau skilaboð Össurar til sjálfstæðismanna að þeir verði að samþykkja breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu til að Samfylkingin fallist á að bjóða þeim stjórnarsetu.

Stjórnarmyndunarviðræðurnar núna eru sama marki brenndar og um áramótin. Þær eru samsæri gegn almenningi sem á ekki að fá að kjósa sér nýja forystu í landsmálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Forystumenn sjálfstæðisflokkinn vita allavega minn hug í þessu máli, ég hef sagt það við þá, að það  heimskulegasta sem hugsast getur, það er að hafa samstarf við Samfylkinguna.

Og ég er ekki einn um þessa skoðun í hópi almennra flokksmanna, þeir forystumenn sem ég hef rætt við hafa sagt að þeir færu ekki með Samfylkingunni í ríkisstjórn aftur.

Mér er vel til margra úr hópi VG, ég er náttúrulega með sumum þeirra í stjórn Heimssýnar eins og þú veist, einnig er mér vel við framsóknarmenn og frjálslynda. Manni þarf ekki endilega að vera illa við fólk þó það sé ekki sammála mér um alla hluti.

En Samfylkingin virðist vera rotin í gegn og gjörspillt, það er engum flokki til sóma að binda sitt trúss við hana.

En til að forðast misskilning, þá er mér ekki illa við samfylkingarfólk yfir höfuð, það eru aðallega vinnubrögð þeirra í flokkasamstarfi sem mér finnast til háborinnar skammar.

Jón Ríkharðsson, 19.1.2011 kl. 13:36

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Fyrirgefðu Páll minn, helvítis prentvillupúkinn er að stríða mér, Sjálfstæðislokkurinn á að vera með stórum staf og það átti að standa Sjálfstæðsflokksins.

Jón Ríkharðsson, 19.1.2011 kl. 13:37

3 identicon

Sæll og blessaður Páll. Ég get fullvissað þig um að ekkert slíkt er til umræðu í Samfylkingunni almennt, þó einstaka flokksmenn kunni að vera þeirrar skoðunar að skoða beri aðra samstarfskosti en VG. Við göngum út frá því að stjórnin sitji amk. út kjörtímabilið og hugsanlega lengur ef vel gengur. Mér þætti síðan vænt um að viðmælandi þinn Jón Ríkharðsson rökstyddi þá staðhæfingu að: "...Samfylkingin virðist vera rotin í gegn og gjörspillt".

Mínar bestu kveðjur
Margrét S. Björnsdóttir formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar

Margrét S. Björnsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 14:30

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Félagi minn Jón Ríkharðsson þarf ekki að rökstyðja það að Samfylkingin sé rotin og spillt frekar en nokkur þurfi að rökstyðja það að vatn sé blautt. Sumar staðreyndir liggja einfaldlega í augum uppi og eru óumdeilanlegar.

Samfylkingin er í eðli sínu ólýðræðislegur flokkur. Hún var stofnuð, rétt eins og undanfari hennar r-listinn, til höfuðs Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingin er, að því er ég bezt veit, eini stjórnmálaflokkurinn í flokkaflóru íslenzkrar pólitíkur sem hefur það að markmiði sínu að fækka valkostum kjósenda... rétt eins og Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna.

Emil Örn Kristjánsson, 19.1.2011 kl. 14:47

5 identicon

Auðvitað þarf ekki að rökstyðja bull og vitleysu Emil.  Rökþrota fólk sem gasprar tóma steypu, getur svo sem haldið því áfram. En því er bara vorkunn. En það er bara eliðinlegt að til skuli vera svona vitgrannt fólk, sem tjáir sig um mál sem það veit ekkert um.

Sigurður (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 15:05

6 identicon

Auðvitað þarf ekki að rökstyðja bull og vitleysu Emil.  Rökþrota fólk sem gasprar tóma steypu, getur svo sem haldið því áfram. En því er bara vorkunn. En það er bara leiðinlegt að til skuli vera svona vitgrannt fólk, sem tjáir sig um mál sem það veit ekkert um.

Sigurður (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 15:06

7 Smámynd: Birnuson

„Ég tel, að næst sé tveimur stærstu stjórnmálaflokkum landsins, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, skylt að ræða saman og athuga, hvort þeir geti ekki fundið málefnalegan grundvöll um lausn hinna aðkallandi vandamála, sem nú þarf að leysa“, sagði forsætisráðherra. Um ástæðuna fyrir því, að slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fjögurra, sagði hann, að ágreiningur hefði verið um ýmis málefni, eins og varnarmál og þær efnahagsráðstafanir, sem gera þyrfti nú þegar. Einnig hafi verið deilt um framtíðarstefnumál, sem reyndar væri ekki óeðlilegt, þar sem ólík sjónarmið ættu hlut að máli.

Birnuson, 19.1.2011 kl. 15:18

8 identicon

Jón R eins og talað frá mínu hjarta, það þarf engu að bætta við.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 15:22

9 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Sigurður, ég hef fært rök fyrir máli mínu og því kemur það úr hörðustu átt að þú skulir kalla mig rökþrota. Það ert þú sjálfur, sem veður áfram með fúkyrðum og uppnefnum í skjóli nafnleysis og sýnir ekki nokkra getu né tilheigingu til þess að taka þá í rökræðum. Taktu nú út svolítinn þroska og sýndu svo þá kurteisi að koma fram undir fullu nafni næst þegar þú tjáir þig.

Emil Örn Kristjánsson, 19.1.2011 kl. 15:26

10 identicon

Það var reyndar ekki Össur sem leitaði til Framsóknarflokksins milli jóla og nýjárs. Það var ekki einu sinni Samfylkingin - að öðru leiti en því að Árni Páll skrifaði góða grein - „Framfarastoð eða skálkaskjól“.  http://www.visir.is/framfarastod-eda-skalkaskjol-/article/2010943598688 

sem líta má á sem ákall bæði til Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.

Þreifingarnar um innkomu Framsóknar komu ananrs staðar frá.

Svo er alls ekki rétt að Framsókn hafi hryggbrotið ríkisstjórnina. Skilaboð Framsóknar voru - nýr stjórnarsáttmáli forsenda inngöngu í ríkisstjórn.

Hallur Magnússon (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 15:34

11 identicon

Guð forði þjóðinni frá því að Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin eigi nokkru sinnum að fara saman í stjórn.  Eða réttar sagt að hann forði okkur frá að Samfylkingin fari nokkrum sinnum aftur í stjórn.  Varðandi gamla Samfylkingarfretkarlinn og varðhund heilagrar Jóhönnu er sennileg minna að marka en aðra í sömu stöðu hjá fylkingunni.  Snillingurinn lætur ekki sannleikann þvælast um og of fyrir sér eins og þetta dæmi sýnir skýrt.

Í bloggfærslu 13. desember tekur hann til varna fyrir Jóhönnu og Steingrím, eftir að Björn Bjarnason hafði gagnrýnt þau skötuhjú og talið ótrúlegt að þeim sé sætt eftir Icesave-óskundann.

Gísli segir orðrétt.:

"Honum [Birni Bjarnasyni] var sætt í sinni ráðherratíð og aldrei kom til álita að hann stæði upp úr stólnum. Jafnvel Falum gong málið hreyfði ekki við honum. Þess vegna fékk hann viðurnefnið Sitting Bear."


Björn Bjarnason svaraði fyrir sig.:

"Þetta sýnishorn af málsvörn fyrir Jóhönnu og Steingrím J. í Icesave-málinu er hrópandi dæmi um málefnaskortinn. Líklega á þetta að vera fyndið. Hið grátbroslega er að ég sat ekki í ríkisstjórn í sumarbyrjun árið 2002 þegar kínverski forsetinn kom hingað til lands og gripið var til þess ráðs að takmarka ferðir falun gong iðkenda til landsins í öryggisskyni, enda minnist ég þess ekki að hafa fengið neitt viðurnefni sem ráðherra í tilefni af falun gong. Er bulli stjórnarliða engin takmörk sett?"
..................

Fretkarlinn virðist ekki hafa skilið málið og stendur enn í þeirri meiningu að Björn hafi verið ráðherra.  Varla er hann svo óskaplega Samfylkingarlega takmarkaður að geta ekki beðið afsökunar á rangfærslum og leiðrétt það sem hann sagði ósatt?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 15:55

12 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég skal með ánægju verða við þeirri beiðni Margrétar S. Björnsdóttur að rökstyðja mitt mál.

Þú hefur væntanlega verið á landfundinum árið 2007, Margrét, og heyrt formanninn þakka jafnaðarmönnum það regluverk sem gerði  fjármálakerfinu kleyft að vaxa. Við sjálfstæðimenn vorum líka á því að þetta væri bara fjári gott.

Síðan var líka í ályktun sama landsfundar að það bæri að aðlaga regluverkið enn betur að þörfum fjármálalífsins. Við sjálfstæðismenn vorum á því líka.

Svo kom að því að allt hrundi eins og þú veist.

Þá kannaðist Samfylkingin ekki við neitt, heldur kenndi Sjálfstæðisflokknum um allt sem miður fór.

Mér finnst það spillt bæði og rotið að kenna öðrum um eigin mistök, en það er reyndar minn skilningur á þessum tveimur hugtökum, þú skilur þau kannski á annan veg.

Svo er það kvótakerfið og framsalið.

Samfylkingarmenn hafa kennt sjálfstæðisflokknum um það mál og fylgismaður ykkar Þorvaldur Gylfason hefur meira að segja rakið það til upphafs hrunsins.

Kvótinn og framsalið var sett í lög á ykkar vakt en ekki sjálfstæðismanna, en við könnumst við að hafa viðhaldið því, vegna þess að það er ekki alslæmt. Þið megið þó eiga það.

Það var sett á fót umbótanefnd hjá ykkur.

Það helsta sem kom út úr henni var að mistök ykkar hafi verið fylgisspekt við sjálfstæðismenn, jafnvel þótt þið hafið haft sömu stefnu og við í málum er vörðuðu fjármálakerfið.

Það er lítilmannlegt að kannast ekki við eigin mistök en rotið og spillt að klína þeim á aðra.

Ég veit að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að endurskoða margt og það er í fullum gangi. 

Við kennum ekki öðrum um okkar klúður.

Svo að lokum má benda á það, að flokkar þeir sem stóðu að Samfylkingunni hafa nú ansi oft tekið þátt í ríkisstjórn með sjálfstæðismönnum, þannig að ef ykkur finnst landinu hafa verið illa stjórnað í gegn um árin, þá verðið þið nú líka að deila sök með sjálfstæðismönnum.

Og í guðs almáttugs bænum ekki reyna enn á ný að telja fólki trú um að þið séuð svo miklar rolur, að þið hafið samþykkt þegjandi og hljóðalaust allt hjá sjálfstæðismönnum.

Ef svo er, þá er ykkur alls ekki treystandi fyrir stjórn landsins.

Jón Ríkharðsson, 19.1.2011 kl. 15:56

13 identicon

Heill og sæll Páll; sem aðrir gestir þínir !

Jón Ríkharðsson og Emil Örn Kristjánsson !

Miðju moðs flokks drusla ykkar; er öngvu betri, að upplagi, en hitt kraðakið, sem töglin hefir haft - sem hagldirnar hér; allt, of lengi, ágætu drengir.

Margrét S. Björnsdóttir !

Reyndu ekki; að réttlæta tilvist þessa illráða flokks þíns, fremur en hinna (B - D og V lista), ágæta kona.

Þú ert; dæmigerður fulltrúi, hinnar makráðu Reykjavíkur miðstjórnar, með öllum nefndunum - starfshópunum - ráðgjafa sýndarmennskunni, auk annarrs afætu háttar, sem landsbyggðin gengur undir, dags daglega.

Þannig að, þú ættir fremur, að stuðla að upprætingu Háskóla Mafíunnar, fremur en að derra þig, í krafti flokks skriflis þíns, Margrét !!!

Og; Guðmundur 2. Gunnarsson !

Í Guðanna bænum; hlífðu okkur ÖLLUM, við tilvitnunum, í Engeyjar fígúruna,, Björn þennan Bjarnason, hafir þú tök á, ágæti drengur !!!

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem oftar - og áður /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 16:33

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"Ég veit að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að endurskoða margt og það er í fullum gangi. "

frábært... ég vona að Davíð Oddson étur ekki þá skýrslu upp til agna líka

Sleggjan og Hvellurinn, 19.1.2011 kl. 16:42

15 identicon

Það er ljúft og skilt að minna á örfá atriði þegar rökstyðja á þá skoðun svo margra að "Samfylkingin virðist vera rotin í gegn og gjörspillt!

.............. 

Eyjan /15.4 2009 / Páll Ásgeir Ásgeirsson

Hin subbulega Samfylking

"Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það. Nú hefur Ingibjörg Sólrún fyrrverandi formaður Samfylkingar staðfest göngu sína með betlistaf milli stórfyrirtækja og efnamanna til þess að skrapa saman fáeinar krónur í galtóman kassann. 30 fyrirtæki sáu aumur á fylkingunni og gáfu samtals 36 milljónir. Bróðurparturinn kom frá Baugi og tengdum fyrirtækjum. Slíkt kemur í sjálfu sér ekkert á óvart þar sem tengsl Samfylkingarinnar og Baugs voru augljós hverjum sem sjá vildi.

Sá sem sefur með hundum vaknar með flær. Samfylkingin hefur fátt gott haft upp úr því að viðra sig upp við siðvillta ræningja á borð við Jón Ólafsson og Jón Ásgeir Jóhannesson. Það verður þó að teljast kostur fyrir kjósendur að með þessu er staðfest að Samfylkingin var í engu frábrugðin öðrum svínum í drafinu heldur falbauð sannfæringu sína og trúnað við kjósendur líkt og aðrir."

.................

Á vígvelli siðmenningar IV. / Matthías Johannessen / Rithöfundur

"Það væri kannski ástæða fyrir formann Samfylkingarinnar að hugsa sinn gang áður en hún og flokkur hennar vega næst að þeim sem bera ábyrgð á lögum og rétti í landinu og verða fyrir skítlegu aðkasti fyrir bragðið.
En erindrekar hins grimma auðvalds láta sér ekki segjast,hver sem ástæðan er.
Þá talar enginn í alvöru um það lengur að málið hafi byrjað vegna pólitísks þrýstings,enda alrangt.

Það segir sína sögu að það er ekki orð um dómana á forsíðu DV,þar ríkir hagsmunaþögnin mikla; þögn eigendanna! Lúðvík Bergvinssyni,samfylgdarmaður Baugs frá upphafi,eða aðrir búktalarar hins grimma auðvalds, sem veltu sér upp úr ærumeiðingum um þá sem höfðu með málið að gera á vegum lögreglu og sinntu skyldum sínum lögum samkvæmt, hafa ekki látið að sér kveða að neinu marki,en ekki vantaði brigzlyrðin á sínum tíma og vígorðin um klúður og vanhæfi.
Þó hefur verið reynt að efna til galdraofsókna gegn embætti ríkislögreglustjóra,að sjálfsögðu í skjóli auðvalds; krafizt rannsóknar á upphafi Baugsmálsins til að drepa niðurstöðu hæstaréttar á dreif,en ríkissaksóknari hafnar því auðvitað,enda vita allir að upphafið er kæra Jóns Geralds Sullenbergers og kemur pólitík ekkert við (sjá gagnasíðu hans á netinu,baugsmalid .is,hún er harla fróðleg).
Við sakfellingu nú þagna gjallarhornin að mestu,bæði á vefnum og annars staðar,því að leigupennarnir hafa ekkert lengur fram að færa samkvæmt nytsemdarlögmálinu,verðmæti þeirra hefur fallið eins og krónan ;svarthöfðarnir geta engan mann skaðað,því að þeir skrifa illmælgi sína með tréhendi og allt sem þeir koma nærri verður að axarskafti .

Það eru hin raunverulegu tíðindi úr grafhvelfingu Mammons."

...................

Össur Skarphéðinsson sagði við fréttamenn fyrir stuttu.:

"Ég tel líka að Samfylkingin hafi frá því snemma á þessum áratug ranglega tekið sér stöðu með ákveðinni blokk í viðskiptalífinu, sem var í átökum við aðrar rammpólitískar viðskiptablokkir."

....................

Mörður Árnason, alþingismaður Samfylkingarinnar sagði ma. í ræðu.:

"Persóna Davíðs Oddssonar og einkennilegir atburðir í samfélaginu urðu svo til þess að milli Samfylkingar og sumra af helztu nýju samsteypunum myndaðist það sem má kalla strategískt bandalag....
....þau urðu þó til að deyfa sýn flokksforystunnar og flokksins á þróunina í viðskiptalífinu, villa um fyrir okkur gagnvart einkavæðingu bankanna....og slaka á árvekni gagnvart útrás, ævintýramennsku og græðgisvæðingu."

..................

Þrír af ráðherrum Samfylkingarinnar hafa persónulega þegið fjárstyrki (mútu?) af þeim sem margir telja einn mesta glæpamann Íslandssögunnar, -  sem jafnframt er og var dæmdur fjárglæframaður þegar tekið var við fjármununum. Fjölda kæra og dómsmála eru í gangi yfir honum vegna hruntengdra mála.  Styrkþegar ríkisstjórnarinnar eru forsætisráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir, iðnaðarráðherrann Katrín Júlíusdóttir og viðskiptaráðherrann Árni Páll Árnason. Geri aðrir betur.

Síðan má minna á ofurstyrki Baugsmanna til Samfylkingarinnar á amk. einni þekktri kennitölu en styrkir á öðrum sem Landsbankastjóri sagði frá í sannleiksskýrslunni að hafi verið farið fram á að styrkjum yrði dreift á, hafa enn ekki fundist. - Ótrúlegar árásir flokksforustunnar á ákæruvaldið og rannsóknaraðila í Baugsmálinu, með einn af hápunktunum sem var þegar Jóhanna Sigurðardóttir lagðist jafn lágt og raun ber vitni þegar hún bókstaflega lítt dulbúið hótaði ákæruvaldinu og dómurum með ótrúlegustu fyrirspurn allra tíma á Alþingi, einu og hálfu ári fyrir dómsniðurstöðu málsins, krafðist hún að dómsmálaráðherra upplýsti um kostnað ríkisins vegna rannsóknar og reksturs Baugsmálsins. - Næturfundur viðskipta og bankamálaráðherra hrunstjórnarinnar Björgvins G. Sigurðssonar með Jóni Ásgeiri sem hellti sér yfir hann í vitna viðurvist vegna Glitnismálsins.

................

Frambjóðandi Vinstrigrænna rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson hafði þetta að segja um brotthlaup Jóns Ásgeirs og hans hyski úr Valhöll í grein, og verður varla orðað betur.:

Einar Már skrifaði.:

"…þegar götustrákunum var úthýst úr Valhöll var þeim boðið í náðarfaðm jafnaðarmanna. Svo tóku ímyndarfræðingarnir við, sömdu ræður útrásarvíkinga með annarri hendinni og kynntu stefnu Samfylkingarinnar og forsetans með hinni. Þróun forsetans er hnignun jafnaðarstefnunnar í hnotskurn og slíkt verður ekki gert upp í einni áramótaræðu."
 .............
 
Styrmir Gunnarsson fjallaði um þetta í pistli og skrifar meðal annars.:
 

Syndir fortíðarinnar sækja nú að Samfylkingunni

"Tveir af áhrifamönnum flokksins, Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra og Mörður Árnason, alþm. hafa upplýst að til staðar hafi verið eins konar strategískt bandalag á milli Samfylkingarinnar og sumra útrásarvíkinga á fyrsta áratug nýrrar aldar. Össur upplýsti þetta í viðtali við Fréttablaðið fyrir nokkrum mánuðum og Mörður staðfesti upplýsingar Össurar í ræðu á naflaskoðunarfundi hjá Samfylkingunni.

Þeir félagar staðfestu það, sem marga grunaði en vissu ekki fyrr en nú. Þetta bandalag skýrir margt, sem erfitt hefur verið að skilja í fari flokks, sem hefur viljað koma fram sem sósíaldemókratískur flokkur á undanförnum árum.

Þessar upplýsingar um bandalagið skýra hina umdeildu Borgarnesræðu Ingibjargar Sólrúnar. Hana er nú hægt að lesa í nýju ljósi.

Bandalagið skýrir málflutning þingmanna Samfylkingar veturinn og vorið 2004 um svonefnt fjölmiðlamál. Áberandi munur var á málflutningi þingmanna Samfylkingar annars vegar og Vinstri grænna hins vegar í þeim umræðum á Alþingi. Þingmenn VG reyndu augljóslega að halda uppi efnislegum umræðum um málið. Það gerðu þingmenn Samfylkingar ekki heldur héldu því fram, að frumvarpið um eignarhald á fjölmiðlum snerist eingöngu um að koma höggi á Baug Group, sem þá var umsvifamikið fyrirtæki í íslenzku viðskiptalífi og m.a. á fjölmiðlamarkaði.

Bandalagið skýrir líka þögn þingmanna Samfylkingar veturinn 2006, þegar þeir voru í stjórnarandstöðu en töldu ekki ástæðu til að ræða að nokkru marki þær athugasemdir og gagnrýni, sem komu frá greiningadeildum erlendra banka og fjármálafyrirtækja á íslenzku bankana, sem þá voru að mestu leyti í eigu útrásarvíkinga. Eftir á kemur Skúli Helgason, alþingismaður Samfylkingar og segir að engar upplýsingar hafi verið fyrir hendi þann vetur um stöðu bankanna. Það er rangt. Morgunblaðið birti ítarlegar fréttir af þessum athugasemdum og birti orðrétta stóra kafla úr þeim um 5-6 mánaða skeið í lok árs 2005 og fram á vor 2006.

Upplýsingar Össurar og Marðar vekja upp spurningar um, hvort bandalagið hafi að einhverju leyti verið til staðar eftir hrun. Ef svo er skýrir það margt, sem gerzt hefur eftir hrun og erfitt hefur verið að skilja.

Þessum tengslum stjórnmálaflokks og útrásarvíkinga eru ekki gerð skil í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Þess vegna er nauðsynlegt að rannsaka þau frekar og þá jafnframt hvort um sambærileg tengsl hafi verið að ræða milli útrásarvíkinga og annarra stjórnmálaflokka á þessum tíma. Það gæti hugsanlega skýrt þá allsherjarþögn, sem var á Alþingi veturinn 2006 um gagnrýni á bankanna, því að fleiri þögðu en þingmenn Samfylkingar.

Það er augljóst, að upplýsingar Össurar og Marðar hafa komið Samfylkingunni í varnarstöðu en nú bætast við til viðbótar persónulegar stórdeilur á milli mann í innsta kjarna flokksins vegna landsdómsmálsins.

Á milli Ingibjargar Sólrúnar og Össurar er augljóslega í gangi stórstríð, sem ekki sér fyrir endann á. Það fer ekki á milli mála, að Össur hefur lagt sig fram um að koma í veg fyrir ákæru á hendur Björgvin G. Sigurðssyni en hann hefur ekki lagt sömu áherzlu á, að fyrrverandi formanni Samfylkingar yrði hlíft.

Nú liggja fyrir fyrstu vísbendingar um, hvernig Ingibjörg Sólrún mun svara fyrir sig verði hún dregin fyrir landsdóm. Þær kom fram í greinargerð hennar til þingmanna nú fyrir helgina. Þar beinir hún spjótum sínum að Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og kemur fram með upplýsingar um undirritun yfirlýsingar til norrænu seðlabankanna í maí 2008, sem setja forsætisráðherrann í mjög erfiða stöðu, svo að ekki verði meira sagt.

Þar beinir hún spjótum sínum að Össuri, Björgvin G. Sigurðssyni, Magnúsi Orra Schram og Oddnýju Harðardóttur með rökum, sem eru þess eðlis, að þetta fólk getur ekki setið þegjandi í svo alvarlegu máli. Þau verða að svara hvössum spurningum Ingibjargar Sólrúnar.

Harkaleg átök innan Samfylkingar og milli manna þar liggja augljóslega að baki þessum opinberu sviptingum.

Sennilega er Evrópusambandsumsóknina það eina, sem heldur Samfylkingunni saman, þegar hér er komið sögu."

.................

Þegar Samfylkingin settist í hrunstjórnina með Sjálfstæðisflokknum fékk hún ótrúlegustu yfirlýsingu allra tíma setta í stjórnarsáttmálann. Þar er rætt um "alþjóðlega þjónustustarfsemi", þar á meðal fjármálaþjónustu og síðan segir.:

"Ríkisstjórnin stefnir að því að tryggja að slík starfsemi geti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði og að útrásarfyrirtæki sjái sér áfram hag í að hafa höfuðstöðvar á Íslandi".


Að kröfu Samfylkingar var sett inn í sjálfan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að henni bæri að greiða götu "útrásarfyrirtækja" svo þau færu ekki með sitt hafurtask annað. 18 mánuðum síðar fór allt á hvolf.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 16:52

16 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Fjórflokkurinn hér fyrir ofan þrumar mikinn hvell, sem segir ekki neitt.

Svona til upplýsingar fjórflokknum til handa, þótt tilgangslaust sé að segja samfylkingarfólki staðreyndir, enda hefur stækkunarstjóri bent á staðreyndarfælni þeirra, þá er nú skýrsla Endurreisnarnefndar í fullu gildi innan flokksins og einmitt er hópur að starfa að uppbyggingu flokksins, sem notar þessa skýrslu talsvert í sínum störfum.

Davíð át hana ekki upp til agna, það er munur á því að vera á móti einhverju og þurfa að éta það.

Jón Ríkharðsson, 19.1.2011 kl. 16:53

17 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Óskar minn Helgi, ég sá að þú beindir orðum þínum aðeins að mér varðandi "miðjumoðsflokkinn" minn.

Eins og ég hef sagt í mínum skrifum og persónulegum samtölum við þig, þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert margt slæmt, en hann hefur líka gert margt mjög gott.

Það er alveg sama hvaða flokkur kemst til valda eða stjórnmála afl, það er ekki möguleiki að stjórna landinu án þess að gera umdeilda hluti.

Það er stefna hans sem heillar mig og auk þess finst mér hann bjóða upp á besta mannskapinn í pólitíkinni nú um stundir, þótt þeir séu fjarri því að vera fullkomnir.

Og það hefur enginn stjórnmálamaður veraldar náð að stjórna lengi án þess að gera mistök.

Íslenska þjóðin býr þrátt fyrir allt við ágæt skilyrði, velferðarkerfið þykir ágætt á alþjóða mælikvarða osfrv.

Í fjölbreyttu litrófi lífsins er æði vafasamt að horfa aðeins á þá svörtu og hvítu Óskar minn.

En góðar kveðjur til þín úr höfuðborginni.

Jón Ríkharðsson, 19.1.2011 kl. 17:01

18 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Jón fornvinur minn Ríkharðsson !

Reyndar; beindi ég orðum mínum, til ykkar Emils Arnar;; beggja.

En; ég vil einfaldlega ítreka, mín fyrri orð - og svo hitt; að ég hefi allt litrófið með, í umfjöllunum mínum, Jón minn.

Flokka kerfi; gerfi lýðræðisins staðfestir einungis, þá skoðun mína, að öflug Byltingarráð HÆGRI manna; raunverulegra - eða þá Konunga eða Fursta stjórnir, með atfylgi sinna herja, eru hinir einu viðunandi valkostir, í þágu landa og lýðs - sem fénaðar alls, stórvinur góður.

Með; sízt lakari kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 17:10

19 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Blessaður, Óskar Helgi

Fyrst þú beindir orðum þínum til mín þá er mér ljúft að svara.

Þú mátt kalla Sjálfstæðisflokkin hverju því nafni sem þér kann að þykja bezt á hverjum tíma. Sízt skyldi ég halda því fram að þar væri tóma öðlinga að finna né heldur að ekki væri að finna gott fólk í örðum flokkum.

Hins vegar þá hef ég kosið að leggja mitt litla lóð á hinni pólitísku vog á skál Sjálfstæðisflokkinn því þar finn ég þó helzt það fólk sem er sama sinnis og ég. Ég vil standa vörð um frelsi einstaklingsins til athafna og ég hafna forsjárhyggju hins opinbera um leið og ég áskil mér rétt til þess að standa vörð um þau gildi í samfélaginu sem ég tel einhvers virði.

Hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé miðjumoðsflokkur ætla ég ekki að úttala mig um, það kann vel að vera. En þar er þó frekar að finna fólk með sömu grundvallaráherzlur og ég en í örðum flokkum.

Emil Örn Kristjánsson, 19.1.2011 kl. 17:23

20 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég held minn kæri vinur Óskar að einfaldast væri að fá góðan framkvæmdastjóra til að stýra landinu, þetta er það smá eining.

Vafalaust myndi það ganga ágætlega, nú eða byltingaráð sem þú nefnir, furstaveldi osfrv.

Lýðræðið er nefnilega meingallað að mörgu leiti.

En svo er það mannlegt eðli, allt of margir hafa þörf fyrir að stjórna og það flækir málin að sumu leiti.

Svo þegar upp er staðið þá held ég að núverandi kerfi virki samt ágætlega, vegna þess að ég efast um að það myndi ríkja sátt um kerfi það sem þú boðar, einmitt vegna þess að svo margir hafa þörf fyrir að stjórna.

Annars eru þetta svo flókin mál, það er erfitt að r'leysa þau á þennan hátt.

 Við finnum lausnina á þessu öllu þegar ég kem til þín í kaffi, þá tökum við bara landið yfir og boðum hér mikla hagsæld öllum til handa.

Góðar kveðjur úr höfuðborginni yfir í Suðurlandskjördæmi.

Jón Ríkharðsson, 19.1.2011 kl. 17:42

21 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þessi skýrsla var samt stungið undir stól vegna þess að Heill Davíð sagði að hún væri ekki góð.

Hvar er annars hægt að nálgast hana?

 Svo er ég að sjálfsögðu ekki í Samfylkingunni. Alltof mikið af vinstri manneskjum, náttúruöfgamönnum og rauðsokkum svo ég get plummað mig í þeim flokki.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.1.2011 kl. 17:55

22 identicon

@ÞSHH

Svo Davíð stjórnar Sjálfstæðisflokknum eins og Samfylkingunni með Jóni Ásgeiri?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 18:12

23 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég hef að sjálfsögðu ekki hugmynd um það enda er ég ekki í XS né held hennar málstað á lofti... einsog ég tek fram í fyrra kommenti.   ;)

En Guðmundur 2.... ég veit hvar þú stendur.    heil davið!!!!

Sleggjan og Hvellurinn, 19.1.2011 kl. 18:30

24 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Nei, henni var ekki stungið undir stól.

Síðast þegar ég vissi var hægt að fara á xd.is og finna hana þar.

Ég veit til þess að það er oft vitnað í hana og nú er í gangi nefnd sem vinnur á hennar grunni.

Staðreyndin er sú, að við sjálfstæðismenn erum vel meðvitaðir mistök fortíðar og verið er að vinna í því að gera betur næst.

Ég vil benda á ummæli Guðlaugs Þórs, Þorgerðar Katrínar, Bjarna Benediktssonar og fleiri kjörinna fulltrúa, en þau sögðu einum rómi að þau hefðu brugðist, gleymt sér í auknum ríkisútgjöldum og ekki verið nógu vakandi yfir því sem var að gerast þegar bankakerfið óx svona hratt.

Engum dettur til hugar að réttlæta þetta fjandans klúður, það var óafsakanlegt og ef flokkurinn á að geta unnið traust kjósenda á ný, þá þarf heilmikið að breytast. 

Ég veit að það mun gerast, því ólíkt Samfylkingunni, þá veltum við ekki fyrir okkur mistökum annarra flokka, heldur tökum á okkar eigin.

Jón Ríkharðsson, 19.1.2011 kl. 19:09

25 identicon

@ÞSHH

Nei... þú hefur ekki hugmynd um hvar ég stend, einfaldlega þar sem ég veit það ekki sjálfur.  Eitt veit ég þó, - að aldrei myndi ég leggja Samfylkingunni lið eða atkvæði og örugglega ekki Vinstrigrænum meðan Júdas er við stjórn.  Og mjög ólíklega nokkrum öðrum starfandi flokki, ef stórar breytingar verða ekki á þeirra málum.

Aftur á móti er ég ekki jafn grunnur og sumir að ímynda mér að Davíð Oddsson er upphaf og endir óhamingju þjóðarinnar og lagt hjálparlaust þjóðfélagið í rúst, banni sjálfstæðimönnum að starfa eins og þeir kjósa að gera og þar með út frá skýrslunni (sem virðist vera mikið áhyggju efni þeirra sem kjósa ekki flokkinn), stjórni öllum stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum,  beri ábyrgð á alheimskreppunni, hruni 200 banka í Bandaríkjunum né vera ábyrgur fyrir eldgosinu í Eyjafjallajökli.

Held satt að segja að málið sé örlítið flóknara en svo.   Á meðan nóg er af framboði af einfeldningum sem kaupa spunalygar Samfylkingarinnar (sem hefur aldrei verið til miðað við söguskýringar hennar), og með Davíðsheilkennið á lokastigi, er lítil von á að hér verði einhverjar framfarir frá hruni eða það gert upp og sekir látnir gjalda verka sinna.  Sem augljóst er að gerist ekki með núverandi stjórnvöldum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 21:07

26 identicon

Jón Ríkharðsson, 19.1.2011 kl. 13:36

Vel mælt. Takk fyrir!

Sigurður (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 02:25

27 Smámynd: Halldór Jónsson

Þú ert eiginlega mun skýrari en sumir hafa haldið fram Guðmundur 2. þegar maður les síðasta innleggið. Ég er ekki viss um Samfylkingin þakki þér fyrir að benda á tengsli alþjóðakreppunnar, eldgossins og Davíðs, svo mjög sem hún þarfnast Davíðs til lífs sér.

Halldór Jónsson, 21.1.2011 kl. 13:15

28 Smámynd: Halldór Jónsson

Já, og Jón Ríkharðsson, það þarf margt að gersat til viðbótar til þess að fólk fáist til að frúa því að Sjálfstæðisflokkurinn vilji breyta til batnaðar, bæði sér og öðrum. Það er hinsvegar líka þitt verkefni sem annarra flokksmanna. Hjáseta leysir engin mál.

Halldór Jónsson, 21.1.2011 kl. 13:18

29 Smámynd: Halldór Jónsson

Já, og Jón,  ég vildi gjarnan koma í kaffið með þér og Óskari Helga þegar hann verður á ferð.

Halldór Jónsson, 21.1.2011 kl. 13:21

30 Smámynd: Halldór Jónsson

Og ekki myndi Emil Örn spilla því selskabi

Halldór Jónsson, 21.1.2011 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband