Jón Bjarnason stendur fullveldisvaktina

Alþingi samþykkti 16. júlí 2009 að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Yfirlýstur tilgangur umsóknarinnar var að sjá hvað væri í boði, ,,kíkja í pakkann." Alþingi veitti engar heimildir til aðlögunar að Evrópusambandinu á meðan viðræður stæðu yfir. Af því leiðir að íslensk stjórnvöld geta ekki breytt stafkrók í íslenskum lögum og reglum til að mæta kröfum Evrópusambandsins - nema að fá aukið umboð frá alþingi.

Samfylkingin með Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í broddi fylkingar er með aðra næmni fyrir veruleikanum en fólk flest og vill hefja aðlögun að Evrópusambandinu án þess að hafa til þess umboð.

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra starfar samkvæmt umboði alþingis þegar hann neitar að gera breytingar á íslenskum lögum og reglugerðum til að þóknast kröfum Evrópusambandsins, sem fyrir einhvern misskilning heldur að Ísland sé á leiðinni inn í sambandið.


mbl.is Engu breytt vegna ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Lýsandi skýr pistill af Össurar-vitleysunni.  Manninum er víst ekki sjálfrátt.

Elle_, 21.1.2011 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband