Þriðjudagur, 18. janúar 2011
Steingrímur J. boðar hreinsanir í Vg
Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna sagði í kvöldfréttum Sjónvarpsins að félagsleg virkni væri mælikvarði á það hvort fólk ætti heima í Vinstrihreyfingunni grænu framboði. Tilefni orða Steingríms J. var afsögn formanns Vinstri grænna í Kópavogi.
Félagsdeildin í Skagafirði hlýtur að vera rekin úr flokknum á einu bretti þar aðeins níu mættu á fund með með Steingrími og liðþjálfa hans, Árna Þór, fyrir nokkrum dögum.
Kannski að Steingímur J. ætti að líta sér nær og spyrja sig hvers vegna þeir sem hafa starfað með honum kalla formanninn ómerking.
Athugasemdir
Steingrímur J vélaði af mér atkvæði,þannig að hann var mjög mótfallin inngöngu inní Evrópusambandið líkt og ég er. En hvað kom í ljós eftir kosningar! VG unnu stórkostlegan sigur og þar með taldi maður að fullveldi þjóðarinnar væri borgi,en nei það var nú aldeilis ekki.Til sögunnar kemur maddam ein er heitir Jóhanna sem Lengi,Lengi var búinn að bíða eftir því að hennar tími kæmi,því hún var búin að lofa sér því að hennar tími mundi koma,,,og hann kom því miður.Jóhönnu þessari tókst með undraverðum hætti að dáleiða fullveldishetjuna hann Steingrím J,flokksbróður minn.Nú gerðist þessi Steingrímur,og hans hræðslusveinar svikarar og fremstur í þeim svikabrögðum með Steingrími er Árni Þór nokkur sem ég er nokkuð viss um að er Úlfur í Sauðargæru,og einnig handbendi/njósnari áðurnefndar Jóhönnu.Ég spyr hvar er þessi Steingrímur er ég kaus.?
Númi (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 21:44
Ætli það séu mörg verri dæmin í nútímasögu Íslands þar sem pólitíkusar selja atkvæði sín eftir kosningar fyrir "eigin" hagsmuni?
Jón Ásgeir (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 21:52
Því miður verða ég að taka undir með "Núma" ég ásamt mörgu af mínu fólki studdum VG í s.l. kosningum ekki síst útaf endreginni andstöðu þeirra við ESB aðild.
Svo svíkur hann allt og skemmir og eyðileggur sinn eigin flokk og klýfur í herðar niður og án nokkurra fyrirvara að því er virðist leyfir Samfylkingunni að sækja um ESB aðild í algjörri andstöðu við stuðningsmenn VG og þar að auki í algjörri andstöðu við mikinn meirihluta þjóðarinnar. Nú ætlar hann að gegna Samfylkingunni ennnnn með því að láta reka Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til þess eins að þóknast Samfylkingunni !
Er ekki mál að linni !
Er nema furða að fólk sé öskureitt og sárindin mikil og gróa ekki !
Hvar ert þú eiginlega Steingrímur J. ertu endanlega gengin af vitinu og í rammfölsk og gjörspillt Samfylkingarbjörgin, orðin þar innsti koppur á því spillingar greni ?
Megi nöturleg svik þín við kjósendur þína verða uppvís svo lengi sem land okkar byggist !
Gunnlaugur I., 19.1.2011 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.