Sunnudagur, 16. janúar 2011
Gerum Íslandsbanka gjaldþrota vegna Magma
Íslandsbanki er aðalhönnuður að svikafléttunni til að sölsa HS-Orku undir braskara. Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jóhannesson lögðu grunninn og Árni Magnússon fyrrverandi ráðherra og yfirmaður orkudeildar bankans heldur vinnunni áfram. Eins og venjan er í útrásarfléttum fer saman hátt flækjustig og lágt siðferðisstig. .
Geysir Green var verkfæri Hannesar og Jóns Ásgeirs og Glitnir var bankinn þeirra. Íslandsbanki var reistur á grunni gjaldþrota Glitnis og með kennitöluflakki var helstu verðmætunum komið til skúffufyrirtækisins Magma. Forstjórinn var látinn fylgja með HS-Orsku til Magma og leiksýning sett upp í því samhengi.
Viðskiptablaðið greinir frá stórfeldu tapi Geysis Green og að Íslandsbanki stjórni þrotabúinu og kemur það heim og saman við önnur atriði svikafléttunnar.
Íslandsbanki er miðstöð orkubrasksins og með því að gera áhlaup á Íslandsbanka er hægt að knýja bankann til að láta af einbeittum brotavilja gegn almannahagsmunum í málefnum orkuauðlinda. Næsta skerf í baráttunni fyrir þjóðareigu á orkunni er að búa til fjöldahreyfingu gegn Íslandsbanka.
Athugasemdir
Hmmm áhugavert!
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 16.1.2011 kl. 11:20
"Íslandsbanki er miðstöð orkubrasksins og með því að gera áhlaup á Íslandsbanka er hægt að knýja bankann til að láta af einbeittum brotavilja gegn almannahagsmunum í málefnum orkuauðlinda."
Þetta eru athyglisverðar upplýsingar...
Sævar Helgason, 16.1.2011 kl. 11:54
Ég held að þessi greining sé í aðalatriðum rétt þótt hún skýri ekki hvers vegna Samfylkingin styður á bak við tjöldin sölu HS Orku til Magma. Er það vegna þess að Samfylkingin ber ábyrgð á orkulögunum? Er það vegna þess að Samfylkingin telur að evrópskar reglur krefjist þess að orkufyrirtækjum sé skipt upp í framleiðsu- og dreifingarhluta?
Guðmundur Guðmundsson, 16.1.2011 kl. 12:36
Íslandsbanki er innheimtuaðili á hendur þeim sem voru gabbaðir af Jóni Ásgeiti til að kaupa stofnfé á láni frá Glitni sem tryggt væri aðeins í öllum stofnfjárbréfunum sem viðkomandi átti. Ekkialdeilis nún, nú skul þið borga í topp skuldirnar sem Íslandsbanki keypti á slikk af þrotabúi Glitnis. Börn og gamlmenni. Eina 95 ára veit ég um sem skuldar 80 milljónir og er farin á taugum af því að hún sé fram á gjaldþrot sitt. Bankinn er búinn að fella niður á svakalegustu dæmin þar sem ómálga börn eru skuldararnir.Hinu er haldið áfram.
Halldór Jónsson, 16.1.2011 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.