Laugardagur, 15. janúar 2011
Björgunarsjóði ESB þarf að bjarga
Björgunarsjóður ESB var stofnaður til að styðja við bakið á skuldsettum jaðarríkjum sem með evru sem gjaldmiðil gátu ekki lækkað kostnað og aukið samkeppnishæfi sína með gengislækkun. Björgunarsjóðurinn átti að sýna fram á samstöðu evru-ríkjanna og bægja frá efasemdum markaðarins um stöðu evrunnar.
Einn af þeim sem skrifar um markaðinn er Jack H. Barnes. Hann minnir á að björgunarsjóðinn átti helst ekki að nota enda talið óþarfi. Tilvist sjóðsins átti að senda markaðnum skilaboð um að allt væri í sóma á evru-svæðinu. Um áramót var aftur á móti farið að tala um að styrkja björgunarsjóðinn. Hmm, segir Jack
You know things are not going well, when a rescue fund that was never supposed to be needed, is already in need of an increase in capital before it has issued its first bonds. The fund has not actually rescued anyone yet, and it is already in need of its own rescue.
Rétt eftir að Evrópski Seðlabankinn bað um að aukið fjármagn yrði útvegað til að eiga í handraðanum þegar Portúgal fylgdi Grikklandi og Írlandi inn í þurrkví ESB og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins upplýstu Kínverjar að þeir myndu kaupa evrópsk skuldabréf. Japanir komu í kjölfarið. Jack er ekki sannfærður enda Japan ofurskuldsett ríki
The system has reached the stage that a bankrupt sovereign state is issuing debt to buy bonds in a vehicle that is tasked with buying debt from a bankrupt Sovereign state that is no longer able to go to market. Folks this is reaching the level of a Monty Python skit.
Monty Python skrýtla eða ekki þá eiga hlutirnir eftir að versna töluvert í Evrópusambandinu áður en þeir batna.
Athugasemdir
Páll Vilhjálmsson, veit það ekki, en ef ekki er hægt að segja neitt jákvætt, þá er best að segja lygi um ESB !
Hvenær á að hlægja eða klappa ?
Meira að segja þurfa snillingarnir í Monty Python að þola misnotkun frá Páli Vilhjálmssyni !
JR (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 01:53
JR, mundu:
1 Áfall, Doði og afneitun
2 Reiði
3 Þunglyndi
4 Sátt
hér eru svo góð ráð fyrir syrgjendur:
Að nærast vel og reglulega, þrátt fyrir lystaleysi. Mundu eftir að taka lýsi og önnur vítamín.
Dragðu úr kaffidrykkju, drekka frekar róandi te eða vatn.
Mikilvægt er að hvílast vel og ná að slaka á, reyndu þó að þú eigir við svefntruflanir að stríða.
Reyndu að halda þig við ákveðið skipulag á hverjum degi, leggstu til svefns og vaknaðu á sama tíma.
Notaðu ekki vímugjafa ( áfengi og lyf ) slíkt frestar því að þú takir á tilfinningar þínar.
Leyfðu þér að gráta, gráturinn losar spennu og losar óttann. Leyfðu þér að gráta innan um aðra.
Ef þú ert spurður um líðan þína, skaltu svara hreinskilningslega.
Leitaðu samskipta við aðra sérstaklega þegar þér finnst sorgin hellast yfir þig. Félagsleg einangrun eykur á vanlíðan þína.
Leyfðu þér að gleðjast, það er ekki vanvirðing við þann látna (ESB RIP).
Regluleg hreyfing er mikilvæg, sund ganga úti eða sú hreyfing sem þér hentar best. Hreyfingin örvar myndun efna ( endorfin) í líkamanum, sem minnka sársauka og streitu og auka vellíðan.
Reyndu að setja þér markmið að gera daginn í dag að betri degi en daginn í gær.
Hrósaðu sjálfum þér fyrir vel unnin störf, það er fullt starf að takast á við sorgina.
Njáll (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 04:54
Þessi orð eru stór, en lýsir sannleikanum best!
Gunnar Heiðarsson, 16.1.2011 kl. 09:40
Þetta er náttúrulega bilun.
spritti (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 10:27
Það sem ætti að styrkja efasemdarmenn um "ágæti" Evrópusambandsins, er að lesa skrif mannvitsbrekkna eins og JR hér að ofan.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.