Össur veit betur en ESB um stefnu ESB

Evrópusambandið segir að Ísland sé í aðlögunarferli að sambandinu en Össur Skarphéðinsson segir það rangt, enginn aðlögun verði á Íslandi á meðan viðræður standa yfir. Evrópusambandið segist búið að setja löndunarbann á íslensk skip sem veiða makríl í andstöðu við ákvörðun ESB að þeirra makríll megi koma á beit í íslenskri lögsögu og njóta friðhelgi. Össur segir að Evrópusambandið hafi ekki sett löndunarbann, það sé misskilningur hjá þeim sjálfum.

Auðvitað trúum við Össuri.


mbl.is Ósammála um löndunarbann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegur þessi kúltur að gera ráð fyrir að hægt sé að breyta raunveruleikanum með því að segja bara eitthvað allt annað.

Er þetta ekki svolítill 2007 kúltúr?

Samfylkingin lifir ennþá í 2007.  Því miður.  Það er bara engin raunveruleikatenging.

jonasgeir (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 18:51

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Slæmt að það skuli ekki koma fram klukkan hvað að deginum/kvöldinu Össur sagði þetta. Reynslan sýndi að það skipti máli.

Reyndar er það orðið aukaatriði - hann er ómarktækur 24/7.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.1.2011 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband