Flokksmenn flýja forystu Vinstri grænna

Steingrímur J. formaður Vinstri græna og liðþjálfi hans Árni Þór Sigurðsson eru á pólitísku einskinsmannslandi. Umsóknaróþokkarnir eru ekki stofuhæfir á landsbyggðinni eftir 16. júlí-svikin. Fundarherferð forystunnar um landið átti að sýnda ærlegu uppreisnardeildinni í þingflokki Vg í tvo heimana.

Uppskriftin átti að vera að flokksmenn flykktust á fundi með Steingrími J. og ESB-liðþjálfanum. Flokksmenn láta ekki fífla sig til að mæta og sýna þeim hollustu sem sviku stefnuskrá og grunngildi róttækra vinstrimanna um þjóðfrelsi og forræði eigin mála.

Steingrímur J. og Árni Þór fara sneypuför og koma með skottið á milli lappanna til þings. Þar skulu þeir spyrja Ásmund Einar hvað heppilegast sé að gera í málefnum tengdum Evrópusambandinu. 

 


mbl.is Níu á félagsfundi VG í Skagafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Lýsandi pistill yfir ógeðslegt foringaræði og rakka foringjans.  Niðurníðslan gegn þeim ærlegu er dæmt til að mistakast. 

Elle_, 15.1.2011 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband