Baldur hótar Vinstri grænum frá Brussel

Baldur Þórhallsson varaþingmaður Samfylkingar, prófessor og heittrúaður aðildarsinni, flutti erindi á vegum þingmannanefndar Evrópuþingsins í Brussel í gær. Í erindinu er lítt dulin hótun til Vinstri grænna um að Samfylkingin hendi Steingrími J. og félögum úr stjórnarráðinu og myndi nýja ríkisstjórn aðildarsinna.

Í handriti sem dreift var á fundinum með erindi varaþingmannsins segir

It has happened before the Social Democrats found themselves as the only party advocating closer engagement with Europe, but nevertheless prevailed. This was the case with the EEA-Agreement, which they steadfastly insisted upon in a left-of-centre coalition government that was badly split on the issue. Later, they switched coalition partners and joined the Independence Party in government after it promised to secure a ratification of the Agreement in parliament. They might well attempt the same trick again, if a switch of coalition seems to hold out a better chance of completing the accession talks and increasing the possibility of a yes vote in the referendum on EU membership.

Fordæmið sem Baldur vísar til er þegar Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins sagði upp stjórnarsamstarfi við Framsóknarflokkinn og Alþýðubandalagið 1991 til að semja við Sjálfstæðisflokkinn. Baldur lætur þess ógetið hverjir eiga að hlaupa í skarðið fyrir Vinstri græna í ríkisstjórn Jóhönnu Sig. til að tryggja framgang umsóknarinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Brussugangur í Brussel,enda maðurinn í varaliðinu.

Helga Kristjánsdóttir, 14.1.2011 kl. 16:17

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Framsókn er nú alltaf liðtæk og hugsanlega einhverjir þingmenn VG. 

Annars á ég von á að Jóhanna slíti þing og boði til kosninga.

Og ekki þætti mér það slæmur kostur ... 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.1.2011 kl. 22:49

3 identicon

Núna er rétti tíminn hjá þér Páll Vilhjálmsson að sýna rétta andlitið , og segja öllum frá hagsmunum þínum með kvótaeigendum og eigendafélagi bænda !

Bændablaðið ,,rekur" ritstjóran fyrir að vera ritstjóri !

Þú titlar þig sem blaðamann , og auðvitað styður þú þína hagsmunaaðila í verki !

Segðu okkur frá öllum milljónunum sem þú þiggur fyrir það að búa til lygi um ákveðna einstaklinga  ???

Eigendafélag bænda fær hundruð milljóna frá okkur , þjóðinni, og af því ert þú að fá milljónir á mánuði í alaun fyrir það eitt að búa senda út lygi um fólk !!!

JR (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 23:00

4 Smámynd: Halldór Jónsson

já menn hvernig mútugreiðslurnar streyma nú frá EU?

Sú þjóð sem á talsmann eins og Baldur Þórhallssson þarf ekki óvini

Halldór Jónsson, 14.1.2011 kl. 23:22

5 Smámynd: Ólafur Als

Ég fæ seint skilið hvers vegna menn koma fram undir "dulnefnum" og ætlast til þess að þeir séu teknir alvarlega, sbr. JR hér að ofan. Er ekki einfaldlega hægt að loka á svona bleyður?

Ólafur Als, 15.1.2011 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband