Þökkum Landsbanka læsta HM-dagskrá

Landsbankinn still þjóðinni upp við vegg og segir annað hvort kaupið þið þjónustu frá alræmdum útrásarauðmanni sem sem í ofanálag er dæmdur fjárglæframaður eða þið missið af heimsmeistaramótinu í handbolta.

Landsbankinn leyfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni að halda 365-miðlum sem yfirbauð RÚV í samkeppni um sýningarréttinn. 365-miðlar eru gjaldþrota fyrirtæki og Landsbankinn er ríkisbanki.

Eru stjórnendur Landsbankans fastir á árinu 2007?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Áfram Ísland,vonandi fæ ég góðar fréttir af úrslitunum. Missa af? Ekkert mál ef þið brennið ekki af.

Helga Kristjánsdóttir, 14.1.2011 kl. 13:53

2 identicon

Það verður auðvelt að sleppa við að kaupa áskrift hjá glæpahundunum sem eiga 365, farið á www.myp2p.eu og horfið á þetta þar - bara að muna að hlaða viðeigandi hugbúnaði niður fyrst, t.d. Sopcast. Kostar ekkert.

Helgi (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 14:07

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Já það má þakka Landsbankanum fyrir að læsa HM-dagskránni þannig að aðeins þeir sem áhuga hafa þurfa nú að borga fyrir áhorfið. Við sem engan áhuga höfu sleppum í þetta sinn og fáum í kaupbæti að sjá fréttir (ESB-áróðurinn ómælda), sem við erum neydd til að borga fyrir, á sínum rétta útsendingartíma.

Fyrir þetta þakka ég Landsbankanum, þótt ég hafi lítið annað að þakka honum fyrir.

Ragnhildur Kolka, 14.1.2011 kl. 14:07

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Hef nú samt lúmskt gaman af miklu íhaldsliði sem ég þekki sem má ekki heyra minnst á Jón Ásgeir án þess að byrja að ausa úr skálum reiði sinnar. Þetta fólk er langflest í dag hætt að kaupa Moggann en virðist ekki geta dregið andann án 365 - afar sérstakt

Gísli Foster Hjartarson, 14.1.2011 kl. 14:29

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Nafni minn takk,við stöndum saman í baráttunni.

Helga Kristjánsdóttir, 14.1.2011 kl. 14:38

6 identicon

Er þá handboltinn eins og fiskurinn? Sameign þjóðarinnar en ekki eignfæranleg auðlind fárra?

Gestur Páll (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband