Krugman lofar krónuna; evran við dauðans dyr

Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði og einn áhrifamesti hagspekingur samtímans Paul Krugman skrifar ítarlega grein um evruna í New York Times. Grein Krugman er skyldulesning þeirra sem vilja hafa skoðun á evrunni. Niðurstaða Krugmans er grimm. Valið stendur á milli þess að Evrópusambandið gefist upp á evru-verkefninu eða að fullveðja sambandsríki verði skapað þar sem Þjóðverjar myndu axla ábyrgð á skuldum óreiðuríkjanna.

Krugman ræðir Ísland í greininni og ber lof á ríkisstjórn Geirs H. Haarde fyrir að setja dæmda banka í gjaldþrot í stað þess að halda þeim gangandi á kostnað almennings líkt og Írar gerðu með óhemjukostnaði.

Íslenska krónan fær meðmæli frá Krugman. 

Hér er greinin - takið ykkur tíma að lesa. Efni greinarinnar mun meitlað í sögubækur framtíðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Paul Krugman veit hvað hann syngur.  Þegar snillingurinn Ólafur Arnason gaf út Baugsbókina sína, lenti undirritaður í smá netrimmu við hann vegna efni hennar.  Spurði meðal annars af hverju hann hefði svona ólíkan hagfræðilegan skilning á Glitnisbankauppgjörinu og uppgjörinu við hina bankana en Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði Paul Krugman, sem hafði skrifað í New York Times, að ríkisstjórn Geirs H. Haarde hefði farið hárrétt að.  Hvað væri það sem hann teldi sig vita betur í fræðunum en Krugman?  Álitsgjafinn Ólafur sagði að Krugman hefði ekki kynnt sér málin áður en hann fór að tjá sig opinberlega. 

Það er gott að vita að snillingurinn er á þönum á milli Baugsmiðlanna og RÚV til að ausa úr viskubrunninum, á milli þess að "hlutlausu" álitsgjafar Háskóla Íslands dásama stjórnvöld, evruna og Evrópusambandið.  Þess ber að geta að auðvitað er Ólafur snillingur hinn mesti Evrópusambandssinni. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 22:14

2 identicon

Auðvitað merkilegt hvað þarna kemur fram.

En það sorglega er auðvitað að Steingrímur ríkissjóðsstjóri er enn að beita sömu fræðunum og Írar og ESB.  Og auðvitað allir sem vilja að almenningur beri ábyrgð á öllum stóru kapítalóvitunum.

Steingrímur er að láta almenning blæða út fyrir sparisjóðina, Saga capital og hvað öll þessu litlu ómerkilegu og minna en einskis virði smábankar og fjármálafyrirtæki heita. ..Tryggingafélög til og með...

Milljarðar hér og milljarðar þar.  Steingrímur ber enga virðingu fyrir vinnuframlagi venjulegs fólks þegar það heita skattgreiðslur.

jonasgeir (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 22:26

3 identicon

Krónan hefur misst um 99% af verðgildi sínu á sl. 80 ár. Frábær árangur, lofum krónuna.

Hvort ætli Krugman myndi nú setja sparnað sinn í EUR eða ÍSK?

Halldór (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 22:45

4 identicon

Sæll Halldór, já krónan hefur misst 99% af verðgildi sínu gagnvart þeirri dönsku frá því að sú fyrrnefnda varð sjálfstæð. Danska krónan hefur misst ríflega 90% af verðgildi sínu gagnvart gulli.

Á þessum tíma hefur báðum þjóðum farnast býsna vel. Þá sérstaklega Íslendingum sem fóru úr því að vera ein fátækasta þjóð Evrópu í kringum 1920 yfir í að komast í álnir og byggja upp umsvifamikið velferðakerfi.

Ég held að það sé enn áleitnara að spyrja um hvort að sveigjanleg sjálfstæð mynt komi í góðar þarfir í alþjóðahagkerfi sem sveiflast jafn mikið frekar en að velta vöngum yfir í hvaða gjaldmiðil Krugman setur sparnað sinn.

Þórir (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 22:54

5 identicon

Hvað er svona merkilegt við eftirávísindi ?

Þetta geta allir, líka Páll Vilhjálmsson  !

Merkilegur hagfræðingur sagði þetta og líka hitt  !

Síðan fær hann nóbelsverðlaun !

Engin raunvísindi !

JR (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 22:56

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Pæling: fær Krugmann greidd laun í óverðtryggðum krónum og greiðir sínar skuldir í verðtryggðum krónum?

Hefur Krugmann upplifað eins og íslenska þjóðin áratugum saman endalausar gengisfellingar þegar launin eru hækkuð í óverðtryggðum krónum sem hækkar skuldir hans í verðtryggðum krónum?

Annars er Krugmann fínn gaur og margt til í því sem hann segir. :-)

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 13.1.2011 kl. 23:00

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hér og þar leynast "frelsarar" sem geta sannfært mann um það að hið ömurlega líf manns hafi einhvern tilgang. Skammgóður vermir.

Finnur Bárðarson, 13.1.2011 kl. 23:19

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Þessi linkur á Krugmann virkaði ekki fyrir mig. Þó ég hafi aðgang að NYT þa´fann ég ekki greinina. Geturðu ekki sett hjana hér?

Halldór Jónsson, 13.1.2011 kl. 23:25

9 identicon

Þetta er ágætis grein hjá Krugmann og hann nefnir nokkur veigamikil rök sem styðja upptöku evru í stað krónu t.d. hafnar hann Brooklyn "krónum". Einnig: "So countries that do a lot of business with one another may have a lot to gain from a currency union". Núna er vægi evru í vöruviðskiptum Íslands um 50%.

Við höfum þegar nýtt okkur rækilega kjararýrnunar "kost" krónunnar. Vonandi fær launafólk ekki meira af slíkum "ávinningi" því langtíma skuldirnar eru verðtryggðar og peningamálastefnan er máttlaus. Hins vegar verður ávinningurinn af krónunni alltaf mestur hjá aðlinum sem stýrir bönkunum, fákeppninni og útflutningsgreinunum.

Stóra vandinn er freistniáhætta hjá íslenskum stjórnmálamanna t.d. Sjóvá+ SpKef+Byr+ Icesave+ Magma+ fjárlagahalli =150 milljarðar. Upptaka evru mun taka þesssa verðbólguprentvél úr sambandi.

Það sorglega er að þrátt fyrir alla veikleika evrunnar þá er krónan margfalt lakari kostur fyrir launafólk.

NN (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 00:15

10 identicon

Það virðist alveg gleymast í umræðunni að það er hægt að tengja krónuna við FLEIRI en eina mynt! Þetta hafa mætir hagspekingar bent á. Menn verða að sjá skóginn fyrir trjám. Það ætti ekki að vera erfitt á ÍSlandi

Hrúturinn (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 01:20

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Takk fyrir að vekja á henni athygli. Krugman hefur áður haft ímislegt gott að segja um okkur. Ég mynni á eldri grein hans t.d. þá sem kölluð er "the Spanish prisoner" sem þið finnið undir Krugman á vef NYTimes.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.1.2011 kl. 02:15

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hrúturinn (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 01:20

Já, þ.e. hægt að tengja hana við körfu af gjaldmiðlum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.1.2011 kl. 02:15

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

NN (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 00:15

Þ.e. eitt sem þú leiðir hjá þér, þ.e. sú staðreynd að fall krónunnar sneri við viðskiptahallanum í hagnað. Reyndu að ímynda þér niðurstöðu síðustu 2. ára með 300 ma. útflutningshalla í stað hagnaðar.

Hvernig væri þá staða Íslands?

Að mínum dómi, er stærsti hagurinn af krónunni, sá að vera þægileg aðferð til að stýra viðskiptajafnvægi landsins. En, Ísland hefur ekki efni á því að flytja inn meir en það flytur út, mjög lengi.

Þegar hagkerfið er með viðskiptajöfnuðinn í járnum, þ.e. hvorki halli né hagnaður, er hagkerfið að skila Íslendingum hámarks lifskjörum sem það getur með sjálfbærum hætti uppi haldið.

Þegar tekjur landsmanna lækka, verða lífskjörin að gera það einnig. Þetta snýst ekkert um mannvonsku, heldur þá einföldu staðreynd að Íslendingar gera sér sjálfum stórann grikk, að lifa um efni fram. Slíkt hefnir sín alltaf - eins og við erum nú að upplifa.

En skuldir landsmanna, munu halda lifskjörum hér niðri í mörg ár, vegna þess að eina leiðin til að forðast greiðsluþrot, er að halda lifskjörum niðri að nægilegu marki svo að til staðar verði nægur afgangur af útflutningstekjum til að standa straum af niðurborgun okkar skulda.

Þetta mun vart taka skemmri tíma en 15 ár. Harður sannleikurinn. 

Vandinn er ekki krónan heldur skuldirnar í erlendum gjaldmiðli.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.1.2011 kl. 02:23

14 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Enn og aftur KRÓNAN er mælikvarði á hagstjórn en er ekki orsök eða afleiðing. Célsíus mælir hitastig en orsakar ekki hitastig, kíló mælir þyngd en hefur enga vikt...

Guðmundur Ingi Kristinsson, 14.1.2011 kl. 03:32

15 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Takk fyrir að benda á þetta

Haraldur Rafn Ingvason, 14.1.2011 kl. 11:47

16 identicon

Einar Björn Bjarnason, 14.1.2011 kl. 02:23

Það skiptir litlu máli núna en viðskiptahallinn hefði verið mun lægri með evru.

Krónan er minnsti tívolímiði í heimi og en evru samanburðarfræðin miðast við að Ísland er stórast. Þá er það ótrúlegt að menn hampi gengisfellingar ávinningi krónunar eftir 40% kjararýrnun. Er von á nýrri bólu næstu 10 árin?

Eins og venjulega þá spilaði útflutningabransi fjórhent á galla örmyntarinnar. Skuldsetti sig út úr kortinu og spilaborgin féll. Pólitíkin og díoxin veikar stofnanir réðu ekki við sín verkefni. Nú fá útvaldir braskarar að kaupa aflandskrónur og velja sér verðmæti af hlaðborði bankanna.

Kostnaður af krónunni hefur reynst launþegum þungbær og lítið hefur verið gert til þess að breyta því. ASÍ+SA vilja ekki einu sinni leyfa vinnuafli útflutningsgreinanna að uppskera í samræmi við arðsemi vinnunar. Þeir vilja frekar minnka þjóðarkökuna um +50 ma. af dýrmætum gjaldeyri í Icesave.

Nýtum okkur einstakt tækifæri til þess að losna við krónuna og bullið sem fylgir henni.

NN (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 18:23

17 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

NN (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 18:23

Segðu það við Grikki, Spánv. og Portúgali; sem enn eru með viðskiptahalla, að ekkert mál sé að vinda ofan af slíku án möguleika á gengisfellingu.

Þetta er ekki kostnaðurinn af krónu, sem þú ert að tala um. Skuldsetning atvinnulífs, framkallar alveg með beinum hætti þörf fyrir lífskjaraskerðingu, vegna þess að allar skuldir þarf að greiða til baka af gjaldeyrisafgangi.Þetta er þ.s. sem dæmi Portúgalir munu þurfa að fara í gegnum, en þeirra hagkerfi er með nánst sömu skuldastöðu og það ísl. þ.e. rúmar 3 landsframleiðslur.

Og eina leiðin, er að lækka lískjör þannig, að afgangur sé þá til staðar - sbr. afgang af útflutningstekjum.

Þetta er ekkert öðruvísi, ef það væri Evra. Evra breitir ekki því grunnlögmáli, að hagkerfið þarf að eiga tekjur fyrir öllu því sem þar innan gerist alveg sama hvað það er. 

Helsti munurinn er sá, að mun auðveldara er að framkalla tekjuafgang fyrir hagkerfið með gengisfellingu en með nokkurri annarri aðferð - eins og Krugman t.d. útskýrir sbr. "correlation problem".

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.1.2011 kl. 22:05

18 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég er að meina tekjuafgang einnig þegar ég segi gjaldeyrisafgang. En, fyrir okkur er hann afgangur af gjaldeyri. Fyrir ríki innan Evru, er það afgangur samt sem áður af innkomu sem þá er öll í Evrum.

En, þ.e. kolrangt eins og sumir hafa haldið fram, að slíkur halli innan Evrusamhengis skipti ekki máli. Þvert á móti, hefur hann nákvæmlega þá sömu galla í för með sér, og að ef Ísland keyrir sig með halla.

Þ.e. uppsöfnun skulda, sem stendur eins lengi og hallinn varir. Síðan, þegar skuldadagar koma, þarf hagkerfi innan Evru alveg eins og Ísland inna krónu, að reka sig einhver X ár með afgangi.

Alveg eins og hjá okkur, er eina leiðin að lækka lífskjör niður þangað til, að neyslustig þvert yfir hagkerfið skilar þeim heildar afgangi.

Lögmálin eru alve þau sömu.

Helsti munurinn eins og ég sagði, er að auveldara og því mun minna kosntaðarsamara, er að ná þessu fram með gengisfellingu.

Löndunum innan Evrunnar, er sannast sagna að ganga herfilega ílla, að ná sambærilegum viðsnúningi og við framkölluðum í einu vetfangi, með gengisfalli.

Kv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.1.2011 kl. 22:21

19 identicon

Það skiptir litlu máli núna hvernig viðskiptahallinn var einu sinni eða á Írlandi. Viðfangsefnið er að finna raunhæfustu leiðina til þess að tryggja langtíma hagvöxt og efnahagsstöðugleika í opnu íslensku hagkerfi. Eitt af fótakeflunum er sveiflukend örmynt sem er dýr í rekstri og hefur hátt vaxtaálag.

Freistnivandi íslenskra stjórnmálamanna er frumorsök alltof mikilla opinberra skulda. Stjórnendur peningamála eru búnir að fjölfalda krónutívolímiðana í áratugi og núna þarf hundrað miða í hringekjuna í staðin fyrir einn. Erlendir fjárfestar koma ekki með ný tæki í þetta tívolí því þeir treysta ekki prentsmiðjustjórum Íslands. Þeir sem eiga tívolítækin á Íslandi eru hæst ánægðir og fákeppnin ríkir í bland við einhæfni.

Krugman og íbúar Íslands vilja fá greitt í alvöru mynt sem auðvelt er að skipta og heldur verðgildi sínu. Þess vegna eru íslenskar langtímaskuldbindingar að mestu tengdar öðrum gjaldmiðlum með verðtryggingu. Við erum nýbúin að fara í gegnum 40-80% rússíbanadýfur og flestir eru með hnút í maganum. Stöðvum rúsíbanagandreiðina og tökum úr sambandi freistnivandann og íslensku tívolímiðaprentvélina.

NN (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 02:22

20 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

NN (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 02:22

Nei vinur - þarna ertu að rugla hænunni og egginu saman. Óstöðugleiki krónunnar er nær alltaf orsakaður af óstöðugleika þeirra framleiðsuþátta sem undirbyggja hagkerfið.

Sá óstöðugleiki hverfur ekkert, hann myndbyrtist einungis í öðrum hlutum - sem mín skoðun er, að séu verri. Þannig, að það framkallast enginn stöðugleiki. Þ.e. ímyndun.

En, þeir aðrir þættir sem þá þurfa að sveiflast í staðinn, eru atvinnuleysi vs. bein launalækkun. Eins og útskýrt er í grein Krugman, eru beinar launalækkanir almennt séð mjög örðugar í framkvæmd.

Eftir 2. ár af samfelldum launalækkunun, hafa laun á Írlandi einungis lækkað um 8%. Sem er galli, vegna þess að skv. greiningu AGS og annarra hagfræðinga er þörf á 20% lækkun. Sambærilegt mat fyrir Grikkland er 30%.

Þ.e. ekki að ástæðulausu, að hagfræðingar meta "internal devaluation" nær ógerlega. 

Þú heldur að við höfum það slæmt. 

Þ.s. í reynd gerist, er að hagkerfið í staðinn tekur til muna dýpri efnahagslega dýfu sbr. Lettland sem tók 25% dýfu, áður en hagvöxtur hófst á ný um mitt síðasta ár. Nú er nettóið samt rúm 20%.

Og, þú færð mun - mun stærri atvinnuleysistölur, eða þ.s. Stiglitz benti á, að framleiðsla hagkerfisins dalar, verðmætasköpun tapast.

Mun meira heildartjón.

Af hverju er svo erfitt að skilja að menn hafa rangt fyrir sér - þegar meira að segja að 2. þekktustu hagfræðingar heimsins, eru sammála að krónan gerir okkur meira gagn en ógagn.

Þeir eru sammála. Í alvöru. Stiglitz var mjög berorður er hann var hér síðast, fyrir rúmu ári.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.1.2011 kl. 23:37

21 identicon

Hagfræðingar hafa sín trúarbrögð eins og stjórnmálamenn. Að gefnum völdum forsendum þá hafið þið Krugman og Stiglitz rétt fyrir ykkur. Tæknilega ræður Homo economicuser stjórnmálamaðurinn för og allt hægt. Á Akureyri er t.d. hægt að taka upp KEA miða í stað krónu og gengisfella þá eftir því hvernig aflast. Kaldur veruleikinn er hins vegar sá að hvorki ég né þið viljum eiga eða lána íslensku tívolímiðana til langstíma nema þeir séu tengdar alvöru myntum með verðtryggingu.

NN (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 01:45

22 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

NN (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 01:45

Ísl. krónan er ekki tívolímiðar meðan grunnur framleiðslu hagkerfisins er traustur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.1.2011 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband