Miðvikudagur, 12. janúar 2011
Aðlögun að ESB kostar stjórnarslit
Aðeins ein leið er inn í Evrópusambandið og það er með aðlögun. Íslenskir embættismenn hafa reynt að fá undanþágu frá aðlögun en það hefur ekki tekist. Fréttir frá Brussel herma að framkvæmdastjórnin auki kröfur um aðlögun frekar en hitt. Í bloggi hér í morgun var sagt frá kröfu framkvæmdastjórnarinnar um að Ísland breyti fyrirkomulagi sínu við að greiða landbúnaðarrstyrki og búi til milliliði sem hingað til hafa þótt óþarfir.
Framkvæmdastjórnin mun auka kröfur sínar um aðlögun Íslands á næstunni. Fyrir liggur að samþykkt alþingis frá 16. júlí 2009 gaf ekki heimild til aðlögunar íslensks stjórnkerfi að kröfum ESB. Samþykktin kvað á um umsókn með tilteknum skilyrðum um rétt Íslands gagnvart Evrópusambandinu en ekki öfugt.
Annar ríkisstjórnarflokkurinn, Vinstri grænir, er með flokkssamþykktir í bak og fyrir um að Ísland eigi ekki heima í Evrópusambandinu og hvorki eigi að stunda aðlögun né að þiggja aðlögunarstyrki frá sambandinu.
Valið stendur á milli þess að ríkisstjórnin sitji áfram og fórni umsókninni, dragi hana tilbaka, eða að ríkisstjórnin haldi umsókninni til streitu og fórni sjálfri sér.
Athugasemdir
Pólitískt sjálfsmorð Samfylkingarinnar og Vinstrigrænna.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 18:42
Heyr, heyr!
Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 20:14
Samfylkingin hefur þegar í ESB bjargið og kemur þaðan út stórlöskuð.
VG eiga smá séns á að bjarga sér, þó svo að tíminn sé skammur til þess og það er með því að berja nú í borðið og segja hingað og ekki lengra í þessu endemis ESB aðlögunar ferli.
Þó svo að það kosti stjórnarslit og kosningar.
En tíminn er naumur !
Stuðningsmenn og grasrót flokksins er alveg að missa alla trú á foristu flokksins.
Fer svo lítið eftir þvví hvernig þeir koma til með að meðhöndla 3menningana.
Á að hlusta á þeirra röksemdir og standa við stefni VG, eða á að henda þeim á dyr af því að þeir eru ekki tilbúnir að selja sálu sína fyrir ESB og Samfylkinguna ?
Geri flokksforystan það þá er VG búið að vera sem alvöru stjórnmálaafl um langa framtíð.
Gunnlaugur Imgvarsson (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 20:32
Ég er hrædd um að það verði ekki um stjórnarslit að ræða. Þessu liði (Samfó og VG) þykir svo ofurvænt um stólana sína, og vita fyrir víst að ef um kosningar verði að ræða, þá verða öngvir stólar meir. Þess vegna hanga þeir saman eins og hundar á roði. Því miður fyrir landslýð.
Sigríður Jósefsdóttir, 12.1.2011 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.