Þriðjudagur, 11. janúar 2011
Aðlögun veldur ólgu í Króatíu
Króatía er í aðlögunarferli að Evrópusambandinu og ráðgert er að landið verði ríki númer 28 í ESB á næsta ári. Kannanir benda þó ekki til víðtæks stuðnings meðal þjóðarinnar, ein könnun segir 38 prósent þjóðarinnar fylgjandi en önnur 26 prósent. Krafa Evrópusambandsins um aðlögun að lögum og reglum sambandsins veldur megnri óánægju.
Samkvæmt frétt BBC verða margir bændur að bregða búi þar sem þeir standa ekki undir þeim kröfum sem Evrópusambandið gerir til búskaparhátta. Við inngöngu ganga landbúnaðarmál aðildarríkja undir framkvæmdastjórnina í Brussel.
Nýverið kynnti stækkunarstjóri Evrópusambandsins, Stefan Füle, stífari aðlögunarreglur að Evrópusambandinu. Viðræðum við umsóknarríki er skipt í 35 kafla og áður en köflum er lokað gerir Evrópusambandið kröfur um aðlögun umsóknarríkis að lögum og regluverki sambandsins.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra neitar því að Ísland sé í aðlögunarferli að Evrópusambandinu.
Athugasemdir
Hvenær er eitthvað aö marka hann? Þoli ekki að skrifa nafnið.
Helga Kristjánsdóttir, 11.1.2011 kl. 17:56
Já Össur ?
Halldór Jónsson, 11.1.2011 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.