Þriðjudagur, 11. janúar 2011
Samfylkingin með hlutlausa ESB-kynningu
Varaþingmaður Samfylkingarinnar, Baldur Þórhallsson, er í gegnum undirstofnun Háskóla Íslands og í félagi með öðrum trúnaðarmanni Samfylkingarinnar, Andrési Jónssyni, með tilboð í kynningu á Evrópusambandinu hér á landi. Andrés segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að kynningin á Evrópusambandinu verði hlutlaus, aðeins verði veittar ,,réttar" upplýsingar.
Samfylkingarmaðurinn í stól utanríkisráðherra hefur þegar gefið tóninn um hlutlausu kynninguna. Við erum ekki í aðlögunarferli, segir hann, þótt Evrópusambandið sjálft segi að eina leiðin inn í sambandið sé leið aðlögunar.
Rökrétt næsta skref sé að Samfylkingin sjái um stjórnmál á Íslandi, verði ríkisflokkurinn sem kenni okkur að hvítt sé svart.
Athugasemdir
Það er ljóst að þetta svokallaða útboð ESB á "kynningu" snýst ekki um fjárhæðir heldur fylgispekt.
Þeir aðilar sem ESB telur verða þeim þóknanlegast mun fá verkið, þar kemur HÍ sterkur inn!!
Gunnar Heiðarsson, 11.1.2011 kl. 08:38
Ha ha ha.. þetta fólk þekkir ekki merkingu orðsins "hlutleysi". Ef hægt er að hafa áhrif á eitthvað er það gert. Hvort sem það er í starfsráðningum, verkefnaútdeilingum, útboðum, upplýsingagjöf, áróðursfréttum í fjölmiðlum o.s.frv.
Blekking ofan á blekkingu. Þetta er sama lúðrasveitin þó hún sé klædd í ný föt.
Njáll (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 12:18
Þetta má lesa í Morgunblaðinu í dag.:
................................
Gunnar Rögnvaldsson birti aflátsbæn ungs sænsks stjórnmálamanns.:
Skyldi þetta vera það sem Íslendinga bíður? Ekki ósennilegt. En því má ekki gleyma að allur hræðsluáróðurinn, og peningaausturinn dugði ekki til í Svíþjóð. Þar var sagt Nei. Og þar voru hagfræðingarnir betur að sér í fræðunum en þeir sem helst láta heyra í sér hér."
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 15:10
Ég segi nú bara eins og unglingarnir... kanntu annan?
Sigríður Jósefsdóttir, 11.1.2011 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.