Fimmtudagur, 6. janúar 2011
Valkvæð heimska Össurar um aðlögun
Evrópusambandið hefur hert kröfur um aðlögun umsóknarríkja að lögum og reglum sambandsins á meðan viðræður standa yfir. Stækkunarstjóri sambandsins, Stefan Fuele, segir að umsóknarríki verði að uppfylla tiltekin skilyrði til að ljúka hverjum kafla en viðræðum er skipt upp í 35 kafla. Þá verði umsóknarríki að sýna fram á innleiðingu laga og reglna ESB áður en kafla er lokað. Hér útskýrir Fuele nýju áherslurnar
The rules were intended to enhance "credibility" said Mr Fuele, who specifically mentioned the introduction of opening benchmarks (candidate countries have to meet certain criteria even before they can open a chapter) and the requirement of a positive "track record" as a condition for a chapter to be closed.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra þykist ekkert vita um kröfur Evrópusambandsins um aðlögun umsóknarríkja, hvað þá að þær reglur hafi verið hertar. Það undirstrikar aðeins þá vitneskju sem allir hafa er fylgjast með stjórnmálum að Össur er óhæfur að gæta hagsmuna Íslands.
Fundur VG hreinsaði loftið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll.
Hvernig er þessi "aðlögun" að koma niður á þjóðini? Hvaða breytingar eru það sem þér og fleirum svíður svona mikið undan? Hvað er öðruvísi við innleiðingu þessara laga en laganna sem við innleiðum í gegnum EES?
Jón Ottesen (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 08:29
Þessar breytingar miða samkvæmt Evrópusambandinu að því að undirbúa Ísland undir inngöngu í sambandið og íslenzka stjórnsýslu undir það að vera búin að taka upp allt regluverk þess þegar og ef af inngöngu verður en það telur hátt í 100.000 gerðir. Þetta verður gert samhliða viðræðunum um inngöngu í Evrópusambandið og áður en fyrir liggur hvort Ísland gengur þar inn og áður en íslenzkir kjósendur segja álit sitt á herlegheitunum.
Ef inngöngu verður hafnað verður þannig meðal annars búið að "efla" íslenzka stjórnsýslu þannig að hún sé miðuð við regluverk upp á um 100.000 gerðir í stað um 5.000 eins og staðan er í dag (í dag gilda um 1.000 lög á Íslandi og um 4.000 reglugerðir að meðtöldum öllum gerðum sem teknar hafa verið upp í gegnum EES-samninginn) Við erum jú aðilar að EES en íslenzka þjóðin hefur ekki samþykkt inngöngu í Evrópusambandið.
Í fyrsta lagi er þetta þannig alls ekki það sem rætt var um að farið yrði út í með umsókninni um inngöngu í Evrópusambandið (einfaldar viðræður til þess að "kíkja í pakkann") og í annan stað hljóta allir að vera sammála um að breytingar sem þessar eru engan veginn tímabærar fyrr en eftir að fyrir liggur að innganga í sambandið hafi verið samþykkt af íslenzkum kjósendum í þjóðaratkvæði.
Hjörtur J. Guðmundsson, 6.1.2011 kl. 10:35
Eruði ekki með betri heimildir um "aðlögunina" en þessa stuttu grein um umsóknarferli Króatíu, og tilvitnunina sem útskýrir nákv. ekki neitt?
Hjörtur: Er það ekki nokkuð augljóst að Ísland þarf að vera undir það búið að taka upp allt regluverk EU, til að umsókn um aðild verði samþykkt? Eða hvenær ætti að búa landið undir það? Eftir aðildarviðræður, þeg ar búið er að samþykkja umsókn okkar??
Stendur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að fara ætti út í "einfaldar viðræður til þess að "kíkja í pakkann" " ?? Stendur ekki einmitt að sækja skuli um aðild?
Skeggi Skaftason, 6.1.2011 kl. 11:14
Skeggi. Svo segir Steingrímur J. ekki, og ég freistast til að halda að hann er þá næstur Jóhönnu um að vita nákvæmlega um hvað málið snýst eftir að hafa samið með henni stjórnarsáttmálann. Nema að þú hafir þetta eftir þeirri gömlu beint..??? En hún skilur ekki ensku og það flækir málið vissulega.
Að loknum ríkisstjórnarfundi þriðjudaginn 24. ágúst sagði Steingrímur J.:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.