Miðvikudagur, 5. janúar 2011
Vg styðji þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-umsókn
Lýðræðið gæti bjargað ríkisstjórninni frá strandi. Með því að leggja aðlögunarferlið sem Ísland er í gagnvart Evrópusambandinu í þjóðaratkvæði er hægt að sætta þær fylkingar sem standa gráar fyrir járnum í Vinstri grænum.
Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að þjóðaratkvæði fari fram um aðlögunarferlið ekki síðar en í maí næstkomandi.
Þingflokkur Vinstri grænna getur samþykkt að styðja tillögu Vigdísar sem á jafnframt vísan stuðning Sjálfstæðisflokksins og framsóknarhluta Framsóknarflokksins.
Það stendur ekkert um það í stjórnarsáttmála Vinstri grænna og Samfylkingarinnar að ekki skuli aðlögunarferlið fara í þjóðaratkvæði. Þvert á móti eru lýðræðissjónarmið eru gegnumgangandi í orðaframleiðslu vinstristjórnarinnar.
Með því að fara með umsóknina og aðlögunina í þjóðaratkvæði áður en frekari skaði hlýst af er hægt að leggja grunn að sátt í þjóðfélaginu.
Pirringurinn eykst innan VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.