Miđvikudagur, 5. janúar 2011
Hvar fékk Jón Ásgeir 2,5 milljarđa?
Samkvćmt svari Landsbankans kom Jón Ásgeir Jóhannesson kenndur viđ Baug međ 2,5 milljarđa króna í nýtt hlutafé í ofurskuldsett fjölmiđlafyrirtćki sitt, 365-miđla. Ađeins tveir möguleikar koma til greina. Annađ hvort hefur Jón Ásgeir fengiđ peningana lánađa innanlands eđa ţeir hafa komiđ ađ utan.
Ólíklegt er ađ Jón Ásgeir hafi millifćrt 2,5 milljarđa frá útlendum reikningi. Vegna gjaldeyrishafta er fylgst međ hreyfingum á erlendum peningum í landiđ og Jón Ásgeir vćri varla svo vitlaus ađ gefa yfirvöldum hugbođ um ađ hann ćtti milljarđa liggjandi á Tortólu eđa annars stađar.
Ţá er eftir hinn möguleikinn, ađ Jón Ásgeir hafi fengiđ 2,5 milljarđa ađ láni hér heima. Ţađ er bara of ótrúlegt til ađ geta veriđ satt ađ nokkrum lifandi manni dytti í hug ađ lána Jóni Ásgeiri í fjölmiđlarekstur.
Hér er einhver ađ ljúga stórt.
![]() |
Lá fyrir ađ 365 fengi endurfjármögnun |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Af hverju spyrđu ekki Aríjónbanka? Eđa Landsbankann međ nýju auglýsingastofuna?
Er ekki öll stjórnsýsla norrćnu velferđarstjórnarinnar sem ţú kaust til valda borin upp af gagnsći?
Halldór Jónsson, 5.1.2011 kl. 08:37
Í frétt í Vísi kom eftirfarandi fram ;
Fjárhagsstađa félagsins hefur styrkst verulega á árinu 2010. Í lok mars 2010 var hlutafé félagsins aukiđ um 1.000 milljónir kr. og var aukningunni ađ miklu leyti ráđstafađ til niđurgreiđslu skulda í byrjun apríl.
Samkvćmt rekstrarreikningi fyrir fyrstu 9 mánuđi ársins 2010 ţá nam heildarvelta félagsins um 6.000 milljónum kr. og EBITDA hagnađur 594 milljónir kr. á sama tíma, sem er alveg í takt viđ áćtlanir félagsins. Afskriftir og fjármagnsliđir námu 508 milljónum kr. og hagnađur tímabilsins ţví 86 milljónir kr.
Samkvćmt efnahagsreikningi nemur eigiđ fé félagsins nú 1.846 milljónir kr. og er eiginfjárhlutfall 20,3%. Veltufjárhlutfall er 1,02 og handbćrt fé félagsins nemur 735 milljónir kr. í lok september 2010.
Ţess má geta ađ 365 miđlar ehf reka 5 sjónvarpsstöđvar, 5 útvarpsstöđvar, útbreitt fréttablađ og fréttavef sem vitnađ var í hér ađ ofan. Páll -ekki Baugsmiđill á ţví viđ ramman reip ađ draga. Viđ óskum honum góđs gengis í baráttunni.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráđ) 5.1.2011 kl. 09:26
Merkilegt hvađ ţessi siđblindi glćpamađur fćr mikla fyrirgreiđslu hjá spillingarbönkunum. En já, hvađan komu ţessir fjármunir til hlutafjáraukningar?? Ćtli siđblindi glćpamđurinn sé međ faliđ ţýfi einhversstađar? Ţađ skyldi ţó aldrei vera :)
Guđmundur Pétursson, 5.1.2011 kl. 11:27
Eitt er á hreinu. Glćpamađurinn hefur annađ hvort fengiđ lán hér á landi eđa í öđrum löndum. Ef hann hefur ţá fengiđ lán,,,
Hrafn Arnarson (IP-tala skráđ) 5.1.2011 kl. 12:14
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.