Þriðjudagur, 4. janúar 2011
Árni Þór étur orð sín
Talsmaður aðildarsinna í Vinstri grænum og starfandi þingflokksformaður, Árni Þór Sigurðsson, hafði í frammi köpuryrði í garð þremenningana sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga og sakaði þau um ódrengskap. Fyrir utan ósvífnina hjá Árna Þór, sem lét kjósa sig sem aðildarandstæðing en sat á svikráðum við kjósendur sína, virðist Árni Þór ekki vera meiri bógur en svo að hann ætlar að lyppast niður og ekki fylgja eftir gífuryrðunum.
Þingflokksformaðurinn ræður dagskrá fundar þingflokksins og ef hjásetan verður ekki á dagskrá fundarins á morgun er ekki hægt að túlka það á annan veg en þann að Árni Þór éti orð sín.
Kannski að Árni Þór hafi flett upp í orðabók og lesið merkingu orðsins drengskapur. Taki hann merkinguna til sín ætti hann að segja af sér þingmennsku og biðja kjósendur fyrirgefningar.
Athugasemdir
Hann er á síðustu metrunum eins og fleiri þingmenn.
Á ekki séns í næsta forvali VG.
Braskið með bankabréfin og milljónirnar verður honum að falli.
Karl (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 19:53
Það er með ólíkindum hvernig kjósendur Vinstrigrænna hafa samþykkt atkvæðaránið sem fór fram í kosningunum eða reyndar vel fyrir þær, með þögninni. Augsýnilega er atkvæði þeirra ekki mikils virði að mati þeirra sjálfra og flokksforustunnar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 21:27
Hef ætíð haldið því fram,að Árni Þór er úlfur í sauðargæru.
Númi (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.