Sunnudagur, 2. janúar 2011
Lánaþrældómur í Aþenu og Dublin
Lánin sem Írland og Grikkland bera verða aldrei greidd að fullu. Spurningin er hvort hægt sé að komast að niðurstöðu sem felur í sér að allir lánadrottnar, þ.e. alþjóðlegir bankar og sjóðir auk Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og ESB, fallist á afskriftir.
Vefritið A fistful of Euros ræðir kostina sem Írar og Grikkir standa frammi fyrir. Svokölluð Abu Dubai-leið felur í sér lækkun vaxta og framlenging lána án þess að skerða höfuðstólinn. Engir útreikningar fylgja en það eru áratugir en ekki ár sem eru undir.
Samhliða framlengingu lána verður að framkvæma innri gengisfellingu með raunlækkun launa og sparnað í opinberum útgjöldum sem þýðir tekjusamdrátt ríkissjóðs en hann á að standa undir lánunum.
Útlitið er ekki bjart hjá Grikkjum og Írum.
Athugasemdir
Það hlýtur að vera mikið lán að fá kúlu-lán. Spurningin er bara hvort Grikkir og Írar settu skuldabréfin sjálf til tryggingar lánunum ? Ekki eiga þessar þjóðir neinar auðlindir, sem ekki er nú þegar búið að ná af þeim. Ætli einhverjum hafi dottið í hug, að arabana vantar alltaf forkbera (furciferi) ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 3.1.2011 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.