Dauðaósk ríkisstjórnarinnar

Á gamlársdag var ríkisstjórnarleki í Fréttablaðinu um að aðlögunarstyrkir frá Evrópusambandinu kæmu inn í landið þrátt fyrir andstöðu Vinstri grænna. Líkleg uppspretta lekans er Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en sama dag lét hann óviðurkvæmileg orð falla um þingmenn Vinstri grænna sem ekki fylgja ríkisstjórninni í blindni.

Í anddyri Bessastaða á gamlársdag sagði Jóhanna Sig. að Jón Bjarnason ráðherra kynni ekki stjórnarsáttmálann ef hann héldi að ráðuneyti hans yrði ekki lagt niður í vor. Jón hafði skrifað grein í Morgunblaðið þar sem hann benti á að ekki væri samþykkt fyrir frekari sameiningu ráðuneyta.

Þegar leiðtogar stærri stjórnarflokksins leggja sig í líma við að koma fram af lítilsvirðingu við samstarfsflokkinn er fokið í flest skjól. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Er það ekki háttur hyskis að hegða sér með þessum hætti?

Halldór Jónsson, 2.1.2011 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband