Fimmtudagur, 30. desember 2010
Evru-dauði eða Karlamagnúsar uppvakningur
Bloggarar efast evru-dauða. jonas.is reið á vaðið og nokkrir komið í kjölfarið.
Meginatriðið með evruna er eftirfarandi (og, vel að merkja, nærfellt allir í útlöndum eru innan þessara vikmarka): evran fær ekki staðist í núverandi fyrirkomulagi. Annað tveggja gerist að evru-samstarfið liðast í sundur eða að einhvers konar ígildi ríkisfjármálaráðuneyti evru-ríkja taki til starfa.
Nærfellt allir í útlöndum útiloka óbreytta evru. Samfylkingin er einum að halda að evru-samstarf verði með áþekku sniði í framtíðinni.
Fyrirsögnin hér að ofan vísar til þess að síðast var Evrópa með sameiginlegt ríkisfjármálaráðuneyti á dögum Karlamagnúsar sem krýndur var um mannsaldri áður en Ísland byggðist.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.