Austur-Evrópsk spilling

Alþjóðaútgáfan af Spiegel veitir innsýn gerspillta stjórnarhætti í Úkraínu þar sem lög og reglur eru í þágu auðkýfinga sem eru með stjórnmálamenn sem strengjabrúður. Úkraína liggur í þjóðbraut gasflutninga frá Rússlandi til Vestur-Evrópu og útgangspunktur umfjöllunar Spiegel er deilur landanna tveggja um hvað eigi að koma í hlut Úkraínu fyrir að leggja til land undir flutningana.

Veturinn 2009 urðu deilur milli Rússa og Úkraínumanna til þess að gasflutningar stöðvuðust til Vestur-Evrópu. Spiegel rekur deilurnar og hvernig samkomulag milli stjórnvalda hafði áhrif á viðskiptahagsmuni auðmanna.

Þegar stjórnarskipti urðu í Úkraínu komust þeir til valda sem töpuðu á samkomulaginu 2009 og endaskipti voru höfð á málum til að ,,réttir" auðmenn fengju sinn hlut af milljörðunum sem Vestur-Evrópa borgar fyrir gas frá spillta austrinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki bara eins og hjá okkur?

Peningafólkið kaupir Magma í gegn um útrásarklíku.

Bankarnir meira og minna vafasamir.

Engin snertir Jón Ásgeir sem var þó höfuðpaur hrunsins o.s.frv.

..Hér mega venjulegu hjúin punga út á meðan þeir stórríku vaða upp í spillingu vinstri pólitíkusa, ...eða þá flytji úr landi eins og sumir.

jonasgeir (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband