Hægrisinnaðir hugleysingjar eða trúgjarnir vinstrisinnar

Líffræðileg rök fyrir stjórnmálaskoðunum eru fengin úr rannsóknum á heila yfirlýstra hægri- og vinstrimanna. Í hnotskurn eru hægrimenn huglausir en vinstrimenn trúgjarnir. Íslensk reynslurök eru fyrir þessari niðurstöðu.

Forysta Sjálfstæðisflokksins sýndi af sér fádæma hugleysi haustið 2008 þegar hún féllst á kröfu Samfylkingarinnar um að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi halda landsfund um Evrópumál. Aðildarsinnar eru trúgjörnustu sveimhugar landsins enda trúa þeir enn á evru og Evrópusamband sem stendur í björtu báli á meginlandi álfunnar.

Samkvæmt þessu eru framsóknarmenn salt jarðar og hryggstykki samfélagins; hvorki mýs né bjánar.


mbl.is Stærð heilasvæða ræður stjórnmálaskoðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Í þágu vísindanna ættu nokkrir  einstaklingar að leyfa heilaskönnun til þess að sanna eða afsanna þessa kenningu.

Þá ætti skönnun á heila siðspilltra fjárglæframanna að vera eitt af skylduverkum, svona eins og fingrafarataka.  

Þegar allt kemur til alls, gæti verið um líffræðilega fötlun að ræða, sem þarfnist inngrip og meðhöndlun fyrr á ævinni.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 29.12.2010 kl. 15:56

2 identicon

Ma kanski ad gamni benda a ad stærra er ekki endilega meira i tessu samhengi.

Svædid sem er stærra og styrir ottavidbrogdum, gæti verid stærra tar sem betri stjorn se a tessum vidbrogdum vidkomandi hægrisinnadra...

Ekki veit nu eg alveg.. :)

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 17:01

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Litli heilinn er notaður í pólitík.

Helga Kristjánsdóttir, 29.12.2010 kl. 17:21

4 identicon

Ég sá fyrir stuttu frétt um aðra bullrannsókn  af svipuðum toga, þar var flokkað í "íhald" og "liberal/left" hinsvegar, og reynt að kanna hvor hópurinn hefði meiri tilhneygingu til að draga fólk í dilka ("stereotýpur) , niðurstað var að vinstri menn voru þrisvar sinnum líklegri til að vera með hausinn fullan af ranghugmyndum, og/eða sterótypum um fólk sem ekki voru á sama eða svipuðu skoðanróli og þeir sjálfir, ef það er tekið saman með trúgirnisþættininum hér , bendir það þá ekki sá hópurinn  lifi í einhvers konar ímyndaðu umhverfi sem á ekkert skylt við raunveruleikann, m.o.orðum raunveruleikafirrtur.

Ekki það fyrir að ég gefi rétt mikið fyrir fréttir um svona rannsóknir,  og sérstaklega ekki þegar einu upplýsingar um þær koma úr pressubransanum, hef séð of mörg dæmi um að það brenglast  ýmislegt á leiðinni þangað.

Og Helga svo allt sé nú rétt þá sér lili heilinn aðallega um að halda fólki á réttum kili , það er að segja er einhvers konar  jafnvægisskynjati/stjóri. Veit ekki hvort það hefur nokkuð með pólitík að gera, hún er öll á hvolfi eða uppíloft, finnst mér allavega.   

Gleðilegt nýár bæði til hægri vinstri eða þannig,og farið ykkur ekki að voða í "rak-ettinu".  

Bjössi (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 05:58

5 identicon

Það var nú alltaf allt í stakasta lagi meðan Framsóknarflokkurinn var við stjórn =)

Björn Þorsteinsson (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband