Össur verslar með ráðherrastóla

Samfylkingarbloggarinn Gísli Baldvinsson segist hafa heimildir fyrir tilboði til Framsóknarflokksins um að fá nýtt atvinnuvegaráðuneyti í ríkisstjórn Jóhönnu Sig.

Gísli er beintengdur forystu Samfylkingarinnar og af því má álykta að Össur bjóði Framsóknarflokknum ráðherrastólinn til að framlengja líf stjórnarinnar sem tapað hefur trausti og tiltrú almennings.

Viðskipti af þessu tagi koma óorði á stjórnmálin og fara langt með að skýra hvers vegna aðeins einn af hverjum tíu aðspurðum ber traust til alþingis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Jæja útsölurnar byrjaðar á Alþingi. Mig langaði að vita,við hvað þingmenn sverja þegar þeir hefja þingmennsku. Sverja þeir við biblíuna,eða Jón forseta,eða sitjandi forseta? Auðvitað gæti ég fundið þetta,en er klaufi að googla.  Allavega hljóta þeir að finna til sín í fyrstu og vænta einhverjar helgi við þessa athöfn. Ekkert er slegið af helgi athöfnum og  hefðum við upphaf þings hvert ár.    Ganga í kirkju,hlýða á messu,með biskupi og fosetahjónunum,fyrir okkar tilstilli,vegna okkar atkvæða,búið? Neeii,nú skuliði borga útlendingum,til að við fáum að tilheyra yfirþjóðríki þeirra,þið fáið lanfbúnaðarvörurna miklu ódýrari,þeir eru svo sniðugir í Evrópu nota skólp til að þvo grænmetið úr,þeir kunna sko að spara,nota það aftur og aftur. Við ætlum að nota ykkur aftur og aftur.   Ekkert framhald,þetta er búið.

Helga Kristjánsdóttir, 29.12.2010 kl. 01:38

2 identicon

Tegar svona er komid er verulega stutt i nyjar kosningar.

Tessi Samfylking er versta oged islenskrar stjornmalasøgu.

Nær sama hvada mal koma til søgu.

Svona hrossakaup....

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband