Þriðjudagur, 28. desember 2010
Ríkisstjórnarvaldið góss Samfylkingar?
Kjósendur snúa baki við ríkisstjórnarflokkunum í tugþúsundavís, stjórnarþingmenn lýsa vantrausti á stjórnarstefnuna og þá boðar samfylkingarþingmaður að réttast sé að ,,stækka" ríkisstjórnina með því að taka Framsóknarflokkinn inn í ríkisstjórnina. Samfylkingin lítur svo á að ríkisstjórnarvaldið sé góss í flokkseign.
Samfylkingin stundar ekki stjórnmál í þágu almennings heldur viðskipti með völd. Dæmigert er að maður eins og Sigmundur Ernir Rúnarsson skuli falbjóða ríkisstjórnaraðild á opinberum vettvangi og ekkert skammast sín fyrir braskið.
Ríkisstjórnin er rúin fylgi, trausti og situr án starfhæfs meirihluta. Stjórnin á að biðjast lausnar strax í dag.
Framsókn eðlilegur kostur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sjaldan er ríkisstjórn traustari en þegar virkilega blæs á móti. Valkosturinn að fá Framsókn í samflot getur haft mjög afdrifaríkar afleiðingar í för með sér því hver verða skilyrðin?
Þau ganga sjálfsagt úr á að gróðapungar Framsóknarflokksins verði látnir í friði fyrir „ofsóknum“ „sérstaks“ en þar er víða spillingin allsráðandi.
Það ærir sjálfsagt flesta að telja öll þau ósköp upp.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 28.12.2010 kl. 23:09
Nokkrir heiðarlegir, nýjir stjórnmálamenn eru innan Framsóknar. Hvílík mistök ef þau ætluðu að dauðadæma sig með ríkisstjórn með Jóhönnu og co.
Elle_, 29.12.2010 kl. 00:21
Ég skora á Framsóknarflokkinn að hegða sér sem MENN og ekki sem mellur. Lilja er elskuð og dáð af íslensku þjóðinni. Þeir sem vanvirða hugsjónafólk sem þorir að fylgja eigin sannfæringu munu ekki vera í náðinni hjá þessari þjóð. Það er aftur á móti mjög heimskulegt að fara að leggja lag sitt við Jóhönnu, Össur og Steingrím, óvinsælustu persónur þjóðarinnar.
VARÚÐ! (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 07:45
Það væri eitthvað það al vitlausasta sem Framsóknarmenn gætu gert, ef þeir legðu lag sitt við þessa ríkisstjórn sem nú situr. Það er einfaldlega dauðadómur fyrir flokkinn, kannski þeir séu ekki margir sem sjá eftir honum lengur.
Ef eitthvað er á milli eyrnanna á Sigumundi Erni þá væri sá ágæti maður búinn að segja af sér. Fólk mætir ekki drukkið í vinnuna, sérstaklega ef vinnan er að stjórna ásamt 62 öðrum heilu þjóðríki. Þar í ofanálag að reyna koma vitlausasta máli síðari tíma í gegn undir áhrifum. Ég veit nú ekki hvað yrði gert við mig í mínu starfi ef ég fengi mér bjór með golfinu og hoppaði svo uppí rútu að keyra, sem er mitt starf, fullan bíl af fólki. Að mínum dómi var Sigmundur ekkert að fremja minni glæp en sá sem yrði uppvís af því sem ég sagði hérað framan. Burtu með svona lögbrjóta af þingi, að hafa svona menn í vinnu er ekki liður í að byggja upp traustverðuga stjórnsýslu.
Gs (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.