Þriðjudagur, 28. desember 2010
Framsókn myndi starfsstjórn fram að kosningum
Þjóðin þarf að ná í skottið á þeim sem sluppu inn á þing við síðustu kosningar og eiga ekkert erindi á þann vettvang. Þjóðin þarf líka að gjalda þeim rauðan belg fyrir gráan sem sá á svikráðum við kjósendur og buðu fram undir merkjum fullveldis en höfðu áður gert hrossakaup um að styðja umsókn um aðild að Evrópusambandinu.
Vinstriflokkarnir báðir fengu sitt tækifæri og klúðruðu því eftirminnilega. Nú er komið að öðrum að reyna sig.
Réttast er að Framsóknarflokkurinn myndi starfsstjórn fram að kosningum með stuðningi Ögmundararms Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins.
Kosningar verði í apríl eða maí.
Engar stjórnarmyndunarviðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr, heyr!
karl (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 15:55
25. apríl.
Björn Birgisson, 28.12.2010 kl. 16:19
Kannski eru framsóknarmenn til einhvers gagns í pólitisku samhengi með öðrum- en eftir að hafa horft á Framsóknarráðherra fara ránshendi um þjóðareign og sjóði í þeirra návígi eru þeir fyrverandi búnir að klúðra framtíð flokksins sem er nú aðalega munað eftir vegna græðgi fyrverandi ráðherra þar- sem sett hafa blett sinn á þennan flokk.
EA
Erla Magna Alexandersdóttir, 28.12.2010 kl. 16:31
Gaman væri að fá frá þér lista yfir alla þá sem "sluppu inn á þing" án þess að eiga þangað erindi, í síðustu kosningum!
Svavar Bjarnason, 28.12.2010 kl. 17:36
Svavar! Listinn þinn er hér http://www.althingi.is/dba-bin/thmn.pl?lthing=.&tegund=Þ&nuvam=1
Björn (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.