Þriðjudagur, 28. desember 2010
Steingrímur J. að einangrast
Steingrímur J., að nafninu til formaður Vg, er kannski með helminginn af þingliði flokksins með sér. Á hinum vængnum eru móralskir þungaviktarmenn eins og Ögmundur, Guðfríður Lilja og Atli Gísla, framtíðarforingjar eins og Ásmundur Einar og faglegir leiðtogar á borð við Lilju Mósesdóttur.
Í kringum Steingrím J. er pólitísk eyðimörk. Handlangari hans og helsti stuðningsmaður, Árni Þór Sigurðsson, sameinar mesta óþverrann úr sögu vinstrihreyfingarinnar; moskvuþjónkun og tækifærismennsku.
Flokksmenn fylkja sér um þremenningana enda vísa þeir veginn til framtíðar.
Tekur til varna fyrir Ásmund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hörmulegt fyrir Vg, að standa uppi með trausti rúinn foringja, SJS ? Vera má, að flokkurinn nái sér aftur á strik með nýju fólki við stjórnvölinn eða "kettirnir" stofni nýjan flokk ?
Kveðja, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 28.12.2010 kl. 12:57
Ekki má gleyma mannvitsbrekkunni skipstjóranum sem er harðasti stuðningsmaður Steingríms. Sagan segir að þegar foringinn fær sér kók sopa, þá ropi Björn Valur þó svo að hann er ekki staddur í sömu byggingu.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 14:45
Atli, Ásmundur og Guðfríður geta alls ekki kallast hugsjónamenn eftir að þau sættust á niðurlægjandi og stórskaðlega ICESAVE nauðungina með öllum stjórnarliðum nema Lilju M. og Ögmundi. Guðfríður snérist eins og blað í vindi þvert á fyrri orð.
Elle_, 28.12.2010 kl. 15:01
Við viljum moskvuagentinn og bankabréfa-braskarann út.
Karl (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 15:57
Rétt hjá Elle, þau greiddu atkvæði MEÐ ICESAVE um síðustu jól, það verður seint fyrirgefið ...
Alfreð K, 28.12.2010 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.