Laugardagur, 25. desember 2010
Vextir, tilraunir í dollurum og evru og Kína
Vextir hækka í Kína vegna þenslu í efnahagskerfinu. Í Bandaríkjunum munu vextir hækka á næsta ári til að bregðast við verðbólgu sem peningaprentun gegn verðhjöðnun veldur - það er tilraun í efnahagspólitík. Önnur tilraun sem stendur yfir er pólitík íklædd myntsamstarfi og heitir evra.
Kínverjar hafa um árabil geymt sístækkandi gjaldeyrisforða í dollurum og evrum. Peningaprentun Bandaríkjanna var þeim þyrnir í augum enda grunar Kínverja að um sé að ræða dulda gengisfellingu.
Gengisfelling er eitt en annað er ef gjaldmiðill leysist upp í frumeindir sínar. Kínverjar eru um það bil að missa þolinmæðina gagnvart evrunni, eins og fram kemur í greiningu Telegraph.
Hvenær kemur að því að Samfylkingin biðjist afsökunar ESB/evru-stefnu sinni?
Vextir hækka í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samfylkingin biðst aldrei afsökunar á eigin misgjörðum, til þess skotir þeim kjark.
En þetta er góður pistill hjá þér og umhugsunarverður.
Jón Ríkharðsson, 25.12.2010 kl. 14:28
Var ekki sidasta afsøkunarbeidnin tannig ad tad hafi nu eiginlega alls ekki verid teim ad kenna nokkud i addraganda hruns. Og ef svo hefdi hugsanlega verid hafi tad verid vegna istøduleysis gagnvart sjonarmidum annarra!
Gott dæmi nyleg afsøkunarbeidni Gudmundar Andra Thorssonar.
Gangi Samfylkingunni vel ad kenna ødrum um ESB umsoknarkludrid og brudlid.
jonasgeir (IP-tala skráð) 25.12.2010 kl. 15:18
Hvernig væri nú að sjálfstæðisflokkurinn færi nú að biðast afsökunar á efnahagslegum misgjörðum sínum gagnvart íslenskum almenningi síðustu áratugina.
Ég get sagt þér tvennt. Evran er ekki að fara neitt. ESB er heldur ekki að fara neitt.
Málflutningur ykkar andstæðinga ESB er gjörsamlega það snarvitlausasta sem hægt er að finna á Íslandi. Enda stendur ekki steinn yfir steini í ykkar málflutningi, og þið ljúgið stanslaust og án þess að hika.
Þú ert ennfremur ekki blaðamaður Páll. Enda hagar þú þér ekki sem slíkur.
Jón Frímann Jónsson, 25.12.2010 kl. 15:55
Mikið ertu heppinn Páll að ESB sinnar skuli koma inn á þína síðu með skemmtileg komment, þeir eru nefnilega þrælfyndnir þegar þeir taka sig til.
Það virðist vera sama hvað ég skrifa á mína síðu, aldrei dettur þeim til hugar að skemmta mér með svona furðulegheitum.
Ætli þeim sé eitthvað illa við mig?
Jón Ríkharðsson, 25.12.2010 kl. 17:25
Gjaldeyrisvarasjóður Kínverja er risastór. Norski olíusjóðurinn er ekki nema lítið brot af honum. Kínverjar hafa undanfarin mörg ár keypt ríkisskuldabréf í BNA. (Skuldir bandaríska ríkisins eru stjarnfræðilegar. margar stórborgir eru á barmi gjaldþrots.) Margir halda því fram að gengi kínversku myntarinnar,júansins,sé of lágt skráð. Lágt gengi gerir kínverskar vörur ódýrar og mjög samkeppnishæfar. Kínverjar hafa lýst yfir áhuga sínum að kaupa ríkisskuldabréf af Grikkjum. Nú síðast herma fregnir að Kínverjar hafi áhuga á að kaupa ríkisskuldabréf af Portúgölum fyrir fjóra til fimm milljarða evra. Árið 2011 verður portúgölum þungt í skauti. Stór lán eru á gjalddaga og halli á fjárlögum ríkisins. Kínverskir bankamenn hafa lýst þeirri skoðun sinni að dollarinn sé ekki lengur fær um að vera heimsmynt. Ríki heimsins þurfi að koma sér saman um nýja mynt.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 25.12.2010 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.