Föstudagur, 24. desember 2010
Stefán Haukur á heimavígstöðvarnar
Aðalsamningamaður Íslands vegna umsóknarinnar um aðild að Evrópusambandinu hefur verið kallaður heim að berjast til síðasta blóðdropa fyrir framgangi gæluverkefnis Samfylkingarinnar. Baráttan er töpuð en yfirmaður Stefáns Hauks er búinn að veðsetja pólitíska framtíð sína fyrir aðild og getur þess vegna ekki viðurkennt ósigur.
Samfylkingararmur ríkisstjórnarinnar og Evrópusambandið breyttu um taktík í ár þegar það rann upp fyrir þeim að Íslendingar myndu kolfella aðild. í stað 12-16 mánaða aðlögunarviðræðna verður reynt að teygja lopann í tvö til fjögur ár í von um að Eyjólfur hressist.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hyggst beita Stefáni Hauki fyrir samfylkingartrúboðið hér heima. Innan tíðar verður Stefán Haukur að gera upp við sig hvort hann sé embættismaður eða pólitísk strengjabrúða.
Í niðurskurði á fjárveitingum til sjúkrahúsa, elliheimila og atvinnuleysingja tryggði Samfylkingin Össuri fjármuni til að halda áfram Brusselbrallinu. Einn af þeim sem unnið hefur að aðlögunarviðræðum Íslands er Högni Kristjánsson skrifstofustjóri sem fær núna framgang til sendiherra. Högni viðurkenndi á fundi í Háskóla Íslands í haust að Íslandi reyndi að fá undanþágu frá aðlögunarferlinu inn í Evrópusambandið.
Stefán Haukur og Högni eru vænir piltar með vondan yfirmann.
Sendiherraskipti í Brussel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En í öllu þessu gegsæja og opna ferli sem ESB umsóknin á víst að vera í, eða hitt þó heldur.
Þá ætti nú að vera auðvelt að fá upp hvað íslenska þjóðin er að greiða þessum ESB agentum Össurar í laun á mánuði og þar með taldar allar sporslur.
Kæmi mér ekki á óvart að þetta væru himin há laun og ótrúlegar sporslur og alla vegana margföld ráðherra laun.
Getur einhver upplýst okkur um þetta?
Eða getur ekki einhver þingmaðurinn óskað eftir því að fá þetta upplýst á hinu háa Alþingi ?
Gunnlaugur I., 24.12.2010 kl. 16:27
Mér datt einmitt það sama í hug. Hvað ætli þetta sé að kosta okkur?
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.12.2010 kl. 01:02
Ekki einu sinni á jólunum er gert tilraun til jákvæðni í garð náungans !!!
Kostnaður við ESB tilraun er minni en gæluverkefnið í 101 fyrir ofuemenntaaðalinn, sem er verið að reysa við gömlu höfnina í formi tónlistarhús!
Það eru mörg gæluverkefnin sem þið mættuð nefna , sem gætu leist fjárþörf í heilbrigðismálum !
Hvað haldið þið að kosti þjóðina að halda uppi fólki við fimm háskóla ???
Þjóðin komin á hausinn vegna ráða eða ráðleysis frá öllu þessu ofurmenntaða fólki ??????
JR (IP-tala skráð) 25.12.2010 kl. 01:21
Ekki einu sinni á jólunum eða nóttinni eða nokkurn tíma geturðu sleppt fáráðsvörninni fyrir hrollvekju Jóhönnu og co. (01:21). Hlífðu okkur. HVAÐ ERU ÞAU AÐ EYÐA MIKLU Í ÓÞARFANN MEÐA ELLIHEIMILUM OG SJÚKRAHÚSUM ER LOKAÐ OG ÞEGNARNIR MEGA ÉTA ÞAÐ SEM ÚTI FRÝS?
Elle_, 25.12.2010 kl. 03:01
Nú langar okkur að vita hver kostnaðurinn er, hvað er til ráða? Varla förum við almenningur í pontu Alþingis og förum fram á að þeir upplýsi okkur um hann? Hver er skylda stjórnar í þessum efnum? Ég spyr, fávís konan,því vitund mín vaknaði fyrir rúmum 2árum,um að réttilega á ég jafnmikinn hlut í þjóðríkinu Íslandi,eins og áttaviltur utanríkisráðherra. Þar með talið fullveldið. Svo er um mikinn meiri hluta þjóðarinnar,sem hann skynjar að vill ekki fyrir nokkurn mun afsala sér því. Þvílíkt eðli! Ég má ekki vil ekki vera dónaleg,það eru jól.
Helga Kristjánsdóttir, 25.12.2010 kl. 03:22
Gleðileg jól!
Helga Kristjánsdóttir, 25.12.2010 kl. 03:53
Það er víða hægt að afla upplýsinga um laun sendiherra. Hér er frétt frá því fyrr á árinu. "
Helga Arnardóttir skrifar:
Níu starfsmenn hjá utanríkisráðuneytinu starfa þar með sendiherratitil og þiggja laun samkvæmt því. Tveir þeirra hafa aldrei starfað á erlendum vettvangi. Laun þeirra kosta íslenska ríkið tæpar sjötíu og fjórar milljónir króna á ári.
Enginn sendiherra hefur verið skipaður frá því um mitt ár 2008 en utanríkisráðuneytið situr nú uppi með níu sendiherra sem allir voru skipaðir í góðærinu. Allir starfa þeir í ráðuneytinu á Rauðarárstíg og tveir af þeim hafa aldrei starfað á erlendum vettvangi.
Grunnmánaðarlaun sendiherra eru tæplega fimm hundruð og áttatíu þúsund krónur. 577.461 Ofan á grunnlaunin fá þeir svo launataxta eftir tegund verkefna, á lægsta einingataxtanum eru launin þeirra rúmlega 650 þúsund 653.331 og þeim hæsta rúmlega sjö hundruð þúsund. 714.027.
Meðalmánaðartekjur sendiherra hér á landi eru rúmlega 680 þúsund krónur. 683.679
Það kostar því íslenska ríkið um það bil 74 milljónir króna á ári að hafa níu manns á sendiherralaunum starfandi í ráðuneytinu á Rauðarárstíg. 73.837.332
En hendur ráðuneytisins eru bundnar því ekki er hægt að svipta menn sendiherratitlinum, eitt sinn sendiherra ávallt sendiherra. Þeir eru skipaðir, sumir ævilangt og aðrir til fimm ára í senn. Þótt þeir snúi aftur heim og hefji störf hjá ráðuneytinu halda þeir alltaf titilinum ásamt launum og réttindum."
Bestu kveðjur!
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 25.12.2010 kl. 11:26
Takk fyrir ágætis amennar upplýsingar Hrafn.
En þetta nægir samt ekki og svarar ekki spurningunni hver eru nákvæmlega laun og launasporlur allar, þ.e. Stefáns Hauuks og annarra samningamanna við ESB apparatið.
Því að þó að þetta séu einhver grunnlaun sem að þú vitnar í þá er meira en líklegt að Össur hafi fundið einhverja viðbótar smurningu og einhverjar sérleiðir til þess að verðlauna þá sérstaklega við að koma þessu eina hjartans máli Samfylkingarinnar í höfn þ.e. ESB málinu.
Þessu þarf því að svara á annan hátt og mun skýrar en svona dæmigerðri almennri og loðinni commízara Bruxelsku eins og þú gerir hér.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.12.2010 kl. 12:11
Sæll Ingvar, þetta eru ekki allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru. Mér var það ljóst og það tók mig örstuttan tíma að finna þetta með leit á netinu. Með ítarlegri leit má finna fyllri upplýsingar. Þetta sem ég kom með frétt á visir.is snemma á þessu ári. Annars er eðlilegast að einhver þingmaður,t.d formaður Heimssýnar beri fram fyrirspurn á Aþingi og krefjist sundurliðaðra upplýsinga um kostnaðarliði frá ráðherra utanríkismála. Ég er viss um að hann mun bregðast mjög vinsamlega við því.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 25.12.2010 kl. 15:14
Það er vel þess virði að vita hvenig reyndur lögfræðingur, blaðamaður, borgarfulltrúi, þingmaður og ráðherra lítur á málin. "
Hraðar hendur við sendiherraskipti
Það er rétt ákvörðun hjá Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, að taka af skarið og kalla Stefán Hauk Jóhannesson, sendiherra, heim frá Brussel og fela öðrum sendiherra, Þóri Ibsen að taka við fyrirsvari Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Það fór ekki saman að Stefán Haukur ætti í senn að gæta hagsmuna Íslands gagnvart ESB og leiða viðræðunefnd um aðild Íslands að ESB.
Að tilkynnt sé 23. desember 2010 að nýr sendiherra Íslands taki til starfa í Brussel 15. janúar 2011 sýnir að utanríkisráðherra hefur talið miklu skipta að hafa hraðar hendur við sendiherraskiptin.
Allt frá því að Stefáni Hauki var falin formennska í viðræðunefndinni við ESB í nóvember hefur legið fyrir að hann hlyti að hverfa frá sendiherrastörfum í Brussel. Frásagnir af nýlegum viðræðum Stefáns Hauks við Mariu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, um hótanir ESB um refsiaðgerðir gegn Íslendingum vegna ákvarðana íslenskra stjórnvalda um makrílkvóta sýna hve erfitt getur verið að sameina í einum manni formennsku í umsóknarnefnd Íslands og gæslu einhliða hagsmuna Íslands gagnvart ESB."
Kveðjur.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 25.12.2010 kl. 15:29
Það er meira sem týnist til í kostnaði við þetta ESB- brölt en launakostnaður sendiherra. Mun meira og það væri gaman að vita hver sá kostnaður er.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.12.2010 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.