Miðvikudagur, 22. desember 2010
Kona strýkur karli um kinn
Dómstólafréttin um fimmtuga konu sem fékk skilorðsbundið fangelsi fyrir að löðrunga lögreglumann en segist aðeins hafa strokið honum um kinn minnir á hversu auðveldlega má misskilja athafnir mannanna. Blíðuhót konunnar voru sýndust lögreglunni vera tilburðir til líkamsmeiðinga. Líkast til hefur lögregluþjóninn náð að segja nei við konuna áður en höndin snerti vangann. Allir vita jú að í samskiptum kynjanna þýðir nei aðeins nei.
Skilorðsbundið fangelsi fyrir kinnhest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætti Steingrímur Joð ekki að fá sambærilegan dóm fyrir kinnhestinn á Geir Haarde? Það náðist á filmu en líklega ekki þetta atvik.
Björn (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 17:20
Axlahestur var það Björn!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 22.12.2010 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.