Stjórnlagaþingið er spunaverk Samfylkingar

Samfylkingin varð að draga athyglinni frá ábyrgð flokksins á hruninu og stjórnlagaþing var liður í þeim spuna. Með því að efna til stjórnlagaþings þráðbeint eftir hrun var gefið til kynna að misbrestir í stjórnarskrá væru orsakaþáttur. Svo var vitanlega ekki.

Samfylkingin var stjórnmálaarmur Baugs frá Borgarnesræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur veturinn 2003 og fram yfir hrun. Samfylkingin kom í veg fyrir samþykkt fjölmiðlafrumvarps sem takmarkaði dagskrárvald baugsveldisins.

Það þjónar hagsmunum Samfylkingar að afvegaleiða umræðuna um ástæður hrunsins. Stjórnlagaþingið er líður í spunaverkinu. Stjórnarskrá lýðveldisins er ekki í hávegum hjá Samfylkingunni, háborg tækifærissinna í íslenskum stjórnmálum.

 


mbl.is 60% telja fjármunum í stjórnlagaþingið illa varið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Bloggari fer oft hamförum í umfjöllun sinni um málefni samtímans, einkum stjórnmálin, og þó sérstaklega frammistöðu núverandi ríkisstjórnar.

Að þessu sinni er ég 100% sammála um eitt þeirra atriða sem fram kemur í pistlinum: Samfylkingin er á æðisgengnum flótta frá fortíðinni, þ. m. t. glæsilegu framlagi þeirra Jóns Sigurðssonar og ditto Baldvins í að auka frelsi í viðskiptum með þátttöku í EES. Í þeim nýju reglum felst frelsi til fjármagnsflutninga og launþegar eiga að geta leitað eftir vinnu innan svæðisins án teljandi hindrana.

Örlögin höguðu því reyndar þannig að einn öflugasti málssvarinn á þessum væng stjórnmálanna neyddist til að draga sig í hlé. Ég tel að sá hinn sami hafi verið boðberi þess dónalega varíants af jafnaðarmennsku sem kallaður er "blairismi" og núverandi formaður vék að í ræðu sinni fyrir nokkrum mánuðum.

"Blairistinn" talaði reyndar með velþóknun um einkavæðingu bankanna, og taldi það meðal þess eina nýtilega sem hin ónýta ríkisstjórn Davíðs Oddsonar kom til leiðar. Og eins og bloggari víkur að, þá hélt þessi fyrrverandi leiðtogi uppi vörnum fyrir athafnamenn sem hafa mátt verjast ásökunum fyrir skattsvik og fleiri óvönduð meðöl.

Sá myllusteinn sem ég hef vikið að hangir af fullum þunga um háls Samfylkingarinnar, hversu mikið sem bloggarar, skríbentar og álitsgjafar á hennar vegum þyrla upp moldviðri til að dylja þess atvik.

Flosi Kristjánsson, 21.12.2010 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband