Tvær frekjufréttir af Jóhönnu

Jóhanna Sig. forsætisráðherra sat í ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks haustið 1993. Erfiðlega gekk að setja saman fjárlög vegna þess að Jóhanna þáverandi félagsmálaráðherra vildi meiri peninga í til sín og hafði auk þess sterk sjónarmið um atriði er heyrðu undir heilbrigðis- og menntamál.

Það vita allir mína afstöðu til húsaleigubótanna og ýmissa þátta varðandi heilbrigðis- og menntamálin og ef þau atriði verða eins og þau líta út núna mun ég ekki telja mig bundna af fjárlögum og þá hlýtur málið að vera í höndum forsætisráðherra og hugsanlega formanns Alþýðuflokksins," sagði hún [Jóhanna].

Allt á reiðiskjálfi í ríkisstjórninni og Alþýðuflokknum vegna þess að Jóhanna var með fyrirvara við fjárlög og seta hennar í ríkisstjórn í uppnámi, samkvæmt frétt nokkrum dögum síðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég man að Einar Olgeirsson var með eitthvað vesen þarna 1946.  Um að gera að glugga dálítið í söguna..það er svo gagnlegt.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.12.2010 kl. 14:34

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Er Einar Olgeirsson enn á alþingi?

Páll Vilhjálmsson, 19.12.2010 kl. 14:40

3 identicon

Góður Páll.

En nú er það fólk í augum Jóhönnu sem vogar sér að setja sína fyrirvara við fjárlögin bara frekjulið og ætti að reka úr Ríkisstjórninni og þó eru þetta bara óbreyttir þingmenn en ekki ráðherra eins og hún sjálf var þá í þeirri Ríkisstjórn.

Svo sakar hún nú aðra um frekju og óheilindi en hefur beitt alveg sömu meðulunum sjálf á sínum skrautlega ferli.

Ég held að Jóhanna gerði best í því fyrir þjóðina að koma sér inná elliheimili en hætta að frekjast til um stjórn landsins.

Hún gæti kannski frekar frekjast eitthvað í hjúkkunum og starfsfólkinu þar.  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 14:52

4 identicon

Það er undarlegt hversu blindir og fullkomlega undirgefnir tákyssarar skósveinar samfylkingarinnar eru.

Sagan er valkvæð og ekki skal minnast á hluti sem snúa að frekju og ómerkilegheitum Jóhönnu Sigurðardóttur í gegnum tíðina.

Við sem höfum aldur til og munum stjórnmálaferil JS vitum að hún hefur alltaf reynt að kúa og beygja samstarfsfólk og mótherja að sínum vilja og skoðunum. Um það eru til mýmörg dæmi.Sannleikurinn er eitthvað sem hún ákveður hverju sinni.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband