Varanleg kreppa í Evrópu

Björgunarsjóður Evrópusambandsins fyrir jaðarríki í neyð var settur upp sem skyndihjálp fyrir Grikki og Íra. Í vikunni var ákveðið að sjóðurinn yrði varanlegur sem þýðir að Brussel metur stöðuna þannig að evrusvæðið verði í varanlegu kreppuástandi næstu árin.

Tom Stevenson frjárfestingarstjóri hjá Fidelity býst við að lítill hagvöxtur og háar skuldir munu einkenna efnahag jaðarríkja evrusvæðisins. Óhjákvæmilegar afskriftir eru ekki framkvæmdar strax þar sem kerfisáhætta sé of mikil. Jaðarríkin Grikkland, Írland, Portúgal, Spánn og jafnvel Ítalía sitja í efnahagslegu svartholi vegna þess að lögeyrir þeirra, evran, er alltof hátt skráð.

Þjóðverjar njóta evrunnar enda lækkuðu þeir framleiðslukostnað sinn jafnt og þétt allan áratuginn. Ef að líkum lætur mun það taka jaðarríkin áratug eða meira að jafna metin við Þjóðverja. Og nærri má geta hvort þeir þýsku sitji með hendur í skauti ef samkeppnishæfni þeirra sé ógnað.

Efnahagskreppan í Evrópu mun fyrr heldur en seinna leiða til pólitískrar kreppu þar sem jaðarríkin gera uppreisn gegn því að vera dæmd í efnahagslegt svarthol.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona er nu snilld Samfylkingar.

Hrun a Islandi læknad med inngøngu i efnahagslegt svartnætti skrifstofuveldisins i Brussel.

Svona eins og ad lækna kuldatilfinningu med tvi ad pissa a sig... Finst eg hafa heyrt um hve skynsamt tad se!

jonasgeir (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband