Merkel yfirtaki Brussel; þýsk Evrópa

Spiegel er helsta fréttarit Þýskalands. Blaðamaðurinn Dirk Kurbjuweit birtir þar opnuritgerð sem hefst á þeim orðum að Angela Merkel kanslari Þýskalands eigi a segja af þér, þó ekki strax, heldur eftir hálft annað ár til að taka við að van Rompuy sem forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins.

Meginstef ritgerðarinnar er að Þýskaland eigi ekki annan kost en að binda trúss sitt við Evrópusambandið til að þýsk rödd megi heyrast um heimsbyggðina. Þýskaland geti ekki upp á eigin spýtur gert sig gildandi á alþjóðavísu. Evrunni verður að bjarga með sameiginlegum fjárlögum og hernaðarmáttur að eflast enda efnahagslegur máttur einn og sér ekki nægur fyrir stórveldi.

Spurning hvað nágrönnum Þjóðverja finnst framtíðarsýnina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Ein Reich, eine fuhrer, eine fatherland" 

"Deutchland, Deutchaland uber alles"

Vona samt að þessar raunverulegu tilvitnanir úr fortíðinni móðgi engan.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 12:17

2 identicon

Hvernig á núverandi ESB að lifa af án þess að Þýskaland verði þar ekki allsráðandi?

Hefur ekkert með skoðanir fólks að gera.  Er bara raunverleikinn.  Þeir eru öflugasta ríki sambandsins á allann hátt.

itg (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 13:00

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Og Besti flokkurinn rétt búinn að banna flug herflugvéla yfir borginni nú þegar útlit er fyrir að við göngum í hernaðarbandalagið.

Léleg tímasetning eins og þeir segja í "stand-up" bransanum.

Ragnhildur Kolka, 18.12.2010 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband