Fimmtudagur, 16. desember 2010
Ríkisstjórnin starfar á undanþágu
Hugsjónaþingmenn Vinstri grænna gefa ríkisstjórn Jóhönnu Sig. gult spjald. Á bakvið áminninguna eru fleiri en þeir þrír þingmenn sem munu sitja hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið. Í reynd starfar ríkisstjórnin á undanþágu frá þingflokki Vg.
Á alþingi ríkir þrátefli þar sem veik stjórn og veikari stjórnarandstaða geta sig hvergi hrært. Lamandi ótti stjórnmálaflokka við almenning er það eina sem kemur í veg fyrir kosningar.
Á nýju ári er það spurning hvaða stjórnmálaflokkur það verður sem þorir að krefjast kosninga.
Lilja, Atli og Ásmundur á móti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Neyðarstjórn eða kosningar - yfirlýsing frá þingmönnum Hreyfingarinnar
Sú mesta efnahagsvá sem samfélaginu stafar hætta af í dag er skuldavandi íslenskra heimila. Undanfarna viku hafa þingmenn Hreyfingarinnar tekið þátt í fjölda samráðsfunda með ráðherrum ríkisstjórnarinnar, öðrum þingmönnum og hagsmunaaðilum til að kanna hvort raunverulegur vilji sé til að leysa málin. Þrátt fyrir að fyrir liggi leiðir til lausnar sem gagnist mjög skuldugum heimilum án kostnaðar fyrir ríkissjóð og skattgreiðendur, er ríkisstjórnin ekki fær um að leysa úr málinu með sanngjörnum og réttlátum hætti. Ríkisstjórnin hefur nú endanlega sýnt að hún getur ekki stjórnað landinu með almannahag að leiðarljósi og hlýtur því að vera komin að leiðarlokum.
Vegna þeirrar alvarlegu stjórnarkreppu sem nú ríkir og útilokað er að Alþingi geti leyst, leggja þingmenn Hreyfingarinnar fram eftirfarandi tillögur sem lúta að tímabundinni neyðarstjórn landsins (þingmanna og/eða utanþingsmanna) í stað núverandi ríkisstjórnar samkvæmt eftirfarandi forskrift.
1) Forsætisráðherra skilar inn umboði sínu til forseta Íslands.
2) Forseti Íslands kannar hvort þingmeirihluti sé fyrir því að verja slíka neyðarstjórn vantrausti verði henni komið á.
3) Sé slíkur meirihluti ekki fyrir hendi verði boðað til Alþingiskosninga.
4) Sé slíkur meirihluti fyrir hendi gerir forseti Íslands tillögu að neyðarstjórn. Tillaga forseta Íslands getur annað hvort falist í uppástungu að forsætisráðherra sem velji sér samráðherra eða tillögu að öllum ráðherrum slíkrar ríkisstjórnar.
5) Þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um tillögu forseta Íslands að neyðarstjórn. Kosið verði um neyðarstjórnina í heild sinni. Verði henni hafnað verið boðað til Alþingiskosninga.
6) Verði tillagan samþykkt starfar neyðarstjórnin þangað til stjórnlagaþing hefur lokið störfum og Alþingi afgreitt frumvarp um nýja stjórnarskrá. Að því loknu verði boðað til Alþingiskosninga.
7) Neyðarstjórnin skal fá til liðs við sig færustu sérfræðinga. Í störfum sínum notist neyðarstjórnin við þjóðaratkvæðagreiðslur til að skera úr um brýn ágreiningsmál.
Verkefni neyðarstjórnar yrðu m.a.:
a) Setning neyðarlaga til að leysa bráðavanda skuldsettra heimila sem taki m.a. mið af tillögum Hagsmunasamtaka heimilanna.
b) Opinber lágmarks framfærsluviðmið.
c) Fjárlög.
d) Lýðræðisumbætur.
e) Endurskoðun á samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Reykjavík, 14. október 2010,
Baldvin Jónsson
Birgitta Jónsdóttir
Margrét Tryggvadóttir
Þór Saari
http://hreyfingin.is/frettir/123-neyearstjorn-eea-kosningar.html
Þórður Björn Sigurðsson, 16.12.2010 kl. 12:40
Almenningur styður þessa einstaklinga. Í flúgandi hálku stendur enginn heilvita bílstjóri fastur á bremsunum, eins og Jógríma gerir. Þá verður slysi ekki afstýrt. Niðurstaða Icesave gefur enn meiri ástæðu til að láta af hálfvitaskapnum. Hagur heimilanna heldur áfram að versna. Verðtakan tryggir það. Þetta finna allir þrátt fyrir sirkusbrögð sem sýnd hafa verið að undanförnu.
Hrúturinn (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.