2007-rök; græðum á löstum

Framkvæmdastjóri hótelkeðju á Íslandi vill reka spilavíti og teflir fram þeim rökum að ríkið fái 700 milljónir í skatttekjur. Framkvæmdastjórinn blæs á afstöðu ríkisvaldsins að fjárhættuspil spilli lýðheilsu og segir spilavíti rekin erlendis og því hljóti það að vera í lagi hér.

Útlönd eru stór og þar má margt misjafnt finna s.s. löglegt vændi, frjálsa skotvopnaeign, lögleg eiturlyf og svo framvegis. Hvert samfélag reisir skorður við athöfunum þegnanna í samræmi við venjur og hefðir. Á Íslandi höfum við kosið að vera án spilavíta. 

Tilboð um að leggja af bann við spilavítum af því við græðum peninga á afnáminu er siðleysi í takt við hugarfar sem kennt er við 2007. Framkvæmdastjóri hótelkeðjunnar gæti næst komið með tilboð til okkar að lögleiða vændi af því það gæfi svo vel í aðra hönd.  


mbl.is Icelandair hótel vilja reka spilavíti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna er sá Páll sem maður hélt alltaf að væri þarna einhvers staðar Komminn sem vill ekki leyfa fólkinu að ráða lífi sínu sjálft.

Yeboah (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 13:18

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvað um mini spilivítin með spilakössunum? Og hvað með lottóin? Að banna eina tegund spilavíta en leyfa aðrar er bara hræsni. Ef við viljum efla ferðamannaiðnaðinn og laða að ríka ferðamenn þá verðum við að bjóða uppá þjónustu sem þeir vilja eyða peningum í. Þar er vændi og nektardans ekki undanskilið. Nú þegar ríkið kemur að öllu þá vantar hér ríkisspilavíti og ríkishóruhús   Það myndi aldeilis styrkja eftirlitsiðnaðinn og fjölga ríkisstarfsmönnum.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.12.2010 kl. 13:20

3 identicon

2010 røk: Almenningur skal borga fyrir lesti annarra.

T.d. Icesave.

Fegrædgi utlendindinga, asokn i haa vexti og tengt tap skal ad fullu borgad af islenskum almenningi. An laga eda doma.

Ætli teim tætti ekki i lagi ad opna spilaviti med rikisabyrgd a tapi spilameistaranna. Mætti spyrja Steingrim ad tvi..

jonasgeir (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 13:25

4 identicon

Höfum "við" ákveðið það?

Hver erum "við" og hvenær var sú ákvörðun tekin?

Er þetta ekki sama hugsunin um sérstöðu þjóðarinnar sem kallaði svo hrikalegar hörmungar yfir hana?

Karl (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 13:29

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Tepruskapur, hér hefur verið stundað spilavíti heils hagkerfis í bakherbergjum. 

Rekstur spilavítis ofanjarðar er ekkert verri leið en önnur fyrir Ríkið að afla fjár.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 14.12.2010 kl. 18:10

6 Smámynd: Alfreð K

Hjartanlega sammála Páli. Engin skaðleg og mannskemmandi spilavíti á Íslandi! Þeir sem eru ólmir í að spila, og hafa þá væntanlega til þess ógrynni fjár (eða hvað?), kaupi bara flugmiða og fari út til Las Vegas. Hér á Íslandi höfum við við nóg önnur vandamál að glíma þótt þessu sé ekki á bætandi!

Alfreð K, 14.12.2010 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband