Stjórnin tapar fyrsta slag um nýtt Icesave

Væntingar á stjórnarheimilinu stóðu til að stjórnarandstaðan fengist til að skrifa upp á frumvarp vegna nýrra Icesave-samninga. Ríkisstjórnin er logandi hrædd um að Ólafur Ragnar sendi Icesave-málið aftur til þjóðarinnar og vildi draga úr þeim líkum með breiðri samstöðu á þingi.

Stjórnarandstaðan gerir rétt í að þvo hendur sínar af samningnum og leyfa umræðunni að þróast í fáeinar vikur á meðan samningurinn er maulaður í skiljanlegt samhengi og fyrirvarar upplýstir og útskýrðir.

Meðferð ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. á þeim samningi sem felldur var í þjóðaratkvæði var slíkur að draga þurfti út með töngum upplýsingar. Sporin hræða.


mbl.is Icesave verður stjórnarfrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Því miður benda ummæli Margrétar til þess að sumir í stjórnarandstöðunni ætli að svíkja almenning. Haft er eftir Margréti:

„Það voru uppi hugmyndir um að formenn allra flokka myndu standa saman að frumvarpinu en ekki náðist samstaða um það“

Hver var með þessar hugmyndir og voru það bara flóknar lögfræðiskýrslur sem hinduðu Margréti, að standa með Icesave-stjórninni ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.12.2010 kl. 17:21

2 identicon

Hvernig færðu það út Loftur að einvherjir ætli að svíkja almenning? Þeir hinir sömu og "sviku almenning" þegar þeir stóðu ekki að baki frumvarpinu um ólöglegan og ömurlegan samning? Nei, það er ekkert ennþá sem segir að við eigum að borga þetta og því á enginn flokkur að standa að baki frumvarpi um slíkt nema að hann sé viti sínu fjær.

Freyr (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 17:31

3 Smámynd: Elle_

Freyr, þú skrifar: Nei, það er ekkert ennþá sem segir að við eigum að borga þetta og því á enginn flokkur að standa að baki frumvarpi um slíkt nema að hann sé viti sínu fjær.  Nei, það er alveg örugglega ekkert sem segir að við eigum eða megum borga fjárkúgunina.  Og vertu viss um að Loftur veit það, hann er einn harðasti andstæðingur ICESAVE nauðungarinnar, þú hefur misskilið meininguna í háði hans.  Og allir þeir sem ætla að pína okkur undir kúgunina hljóta sannarlega að vera viti sínu fjær.  Svívirðingin er óþolandi og Hrollvekjustjórn Jóhönnu og Steingríms verður að fara, núna. 

Elle_, 13.12.2010 kl. 22:15

4 identicon

Hjúkk. Hélt að Loftur væri genginn á vald Samfó. Það þarf að lesa þetta tvisvar... og yfirvegað :)

Freyr (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 23:02

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Fyrirgefðu Freyr minn að bera þér bilt eða byltu. Ég er svo óþolinmóður, að ég hefði viljað að stjórnarandstaðan tæki strax afstöðu gegn Icesave-samningum III. Þurfa þingmenn raunverulega að lesa flóknar lögfræðiskýrslur til að taka afstöðu í þessu máli ?

Snýst málið hugsanlega um hvort nýgjustu Icesave-samningarnir eru númer III, eða IV eins og Steingrímur lagði mikla áherðslu á, þegar rætt var við hann á Útvarpi Sögu í dag ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.12.2010 kl. 23:50

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir eru þeir sem báru ábyrgð á þessum reikningum og stálu fénu úr þeim búnir að svara til saka?

NEI það eru þeir ekki búnir að gera því segi ég til helvítis með þessa Icesave skuld þangað til!

Sigurður Haraldsson, 14.12.2010 kl. 00:22

7 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Skoðanakönnun:

Er rétt að draga Streingrím J. Sigfússon fyrir Landsdóm, sem höfuðábyrgðarmanns “Svavars-samningsins”?

-

Takið þátt og farið inn á hlekkinn:

 -

http://gthg.blog.is/blog/gthg/

-

Með kveðju, Björn bóndi   

   

Sigurbjörn Friðriksson, 14.12.2010 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband