Stjórnlagaþing landsbyggðarinnar

Ríkisstjórnin er ekki enn búin að biðjast afsökunar á stjórnlagaþing sem þjóðin hafnaði með því að mæta ekki á kjörstað. Rúmur þriðjungur þjóðarinnar kaus og fór svo að nágrannar fjölmiðla fengu kosningu. Af 25 fulltrúum má með góðum vilja teygja sig í þrjá fulltrúa landsbyggðarinnar.

Augljóst er að ýmsar vafahugmyndir flestar ættaðar úr Kvosinni eru á sveimi hjá fulltrúum á stjórnlagaþingi. Ef ríkisstjórnin ætlar að beita ómyndinni sem þingið er fyrir vagn sinn til að gera atlögu að hagsmunum landsbyggðarinnar, t.d. með því að gera landið að einu kjördæmi, þarf að bregðast við.

Landsbyggðinni léti krók koma á móti bragði með því að stofna til stjórnlagaþings landsbyggðarinnar. Þingið gæti komið saman á vordögum, þegar stjórnlagaþing ríkisstjórnarinnar væri búið að koma málefnum þjóðarinnar í ófæru.

Stjórnlagaþing landsbyggðarinnar ætti meira tilkall áheyrnar en fylgisfátæktin sem mun sitja stjórnlagaþing ríkisstjórnar Jóhönnu Sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér verður að hafa hlutina á hreinu burtséð hvort við erum að tala um Stjórnlagaþingskosningar eða einhverjar aðrar.

Hvaða skilaboð felast í því að taka ekki þátt í kosningu?

  Sá skilningur er viðurkenndur að sá sem ekki nýtir atkvæðisrétt sinn  sé með því að segja að viðkomandi taki ekki afstöðu, og láti þar með aðra um að ráða niðurstöðunni. Viðkomandi sé semsagt alveg sama hver niðurstaðan verði.

Á hinn bóginn sé sá  sem mætir og skilar auðu að lýsa vanþóknun á öllu sem í boði er og þar með á kosningunni sjálfri sem slíkri.

Á þessu tvennu er grundvallarmunur sem rétt er að halda til haga. Maður gefur ekki skít í kosningu með því að taka ekki þátt, heldur ertu að segja að aðrir megi ráða þessu fyrir þig.

Stórkanónur í bloggarastétt ættu að vita þetta.

Birgir Stefánsson (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband