Föstudagur, 10. desember 2010
Steingrímur J. dýrari en útrásarauðmaður
Spuni fjármálaráðherra segir að Icesave-samkomulagið í desember 2010 sé 150 - 200 milljörðum króna hagstæðara en sami fjármálaráðherra vildi að þjóðin samþykkti fyrir ári. Tryggvi Þór Herbertsson segir muninn á milli samninganna rúmir 400 milljarðar króna.
Í Icesave-málinu er Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna okkur dýrari en flestir útrásarauðmenn.
Hvers virði er sitjandi formaður Vinstri grænna?
Athugasemdir
Steingrímur er fúskari eins og þú hlýtur að vita frá þeim árum er þið störfuðuð saman á pappírs Þjóðviljanum eða hét hann kannski Vikublaðið þá ? Svavar og Árni Þór reyndar líka.
Einar Guðjónsson, 10.12.2010 kl. 20:30
Ertu að tala um mun sem beinlínis stafar af hagstæðara samkomulagi, eða mun á áætluðum kostnaði vegna samningsins nú og samningsins þá, sem tekur líka til áætlaðra betra heimta úr þrotabúi LÍ?
Samninganefndin sjálf talar um mun sem nemur 115 milljörðum.
Skeggi Skaftason, 10.12.2010 kl. 21:15
Akkúrat einskis virði, svo ég svari spurningunni. Hann verður að gjöra svo vel og segja af sér um helgina !!
Sigurður Sigurðsson, 10.12.2010 kl. 21:30
Svo til að fullkomna fávitagang þeirra sem um málin fjalla, væri ekki tilvalið að senda Sigurð Kára til "móðurfélags" (sic) PwC, og krefjast skaðabóta vegna meintrar vanrækslu aðildafélags upp á Íslandi.
Er Sigurður Kári lögfræðingur annars?
Það þarf bara að flýta sér í ábyrgðatrygginga-biðröðina sem Glitnir virðist standa fremst í, hjá þessu tryggingafélagi þarna í London!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 10.12.2010 kl. 21:43
Kannski er Steingrímur þyngdar sinnar virði í gulli.
Glópagulli?
En duglegur er hann. Það má hann eiga. Sagan mun dæma um störf hans. Nútímafólk er ekki til þess bært. Til þess þarf meiri fjarlægð á þessi stóru mál.
Björn Birgisson, 10.12.2010 kl. 21:55
Ert þú nú sem manna mest hefur bloggað um hrunið farinn að vitna í Tryggva Þór og hefja hann til virðingar.
Really?
Lærirðu ekkert af hruninu og aðdraganda þess?
muhahahaahhahhahahahahaha....
Oddur Ólafsson, 10.12.2010 kl. 22:44
Voru útrásarmennirnir ekki duglegir að moka fé úr bönkunum? Og fegra ársreikninga? Og afvegaleiða stjórnvöld og almenning? Hörkudugnaður og framtakssemi þar, mundi maður áætla.
Það er bara ekki nóg að vera duglegur.
Alfreð K, 11.12.2010 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.