Fimmtudagur, 9. desember 2010
Tangarsókn ESB gegn Íslandi
Evrópusambandið reynir að einangra Ísland í deilunni um markríkiveiðar. Norðmenn hafa fallist á sjónarmið ESB um að skammta Íslendingum kvótaskít úr hnefa og til stóð að kúga Færeyinga til að taka þátt í aðförinni að íslenskum hagsmunum.
Færeyingar létu ekki kaupa sig til fylgis við Evrópusambandið og sleit Brusselvaldið því viðræðum við Færeyinga um fiskveiðisamning.
Atburðarásin í deilum um makrílveiðar sýna mikilvægi þess að strandríkin við norðanvert Atlantshafi taki höndum saman gegn ofríki Evrópusambandsins. Ennfremur undirstrika deilurnar hversu víðáttuvitlaus umsókn Samfylkingarinnar um aðild að Evrópusambandinu er í raun og veru.
Gerði makrílsamning að skilyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við getum sem sagt alltaf treyst á Norðmenn, eða þannig.
Oddur Ólafsson, 9.12.2010 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.