Miðvikudagur, 8. desember 2010
Milljarðar afskrifaðir, lágir vextir; næsta afsökun takk
Eyðslumestu Íslendingarnir hafa fengið 50 milljarða króna afskrifaðar. Vextir eru fimm prósent. Mánuð eftir mánuð er afgangur af viðskiptum við útlönd, gengið styrkist og verðbólga helst lág. Allar forsendur eru fyrir kröftugri efnahagsstarfsemi.
Ástæðan fyrir því að efnahagskerfið höktir enn og skröltir er að ónýt fyrirtæki starfa enn á markaði í skjóli banka sem er enn útrásarsmitaðir. Ormahreinsun atvinnulífsins er ekki yfirstaðin vegna þess að ríkisvaldið hefur tregðast við að gefa almennar meginlínur um endurreisnina.
Hvorki samtök afneitara, SA, með Vilhjálm baugssmurða í broddi fylkingar né ríkisstjórnin munu kannast við sína ábyrgð á seinkun efnahagsbatans. Vanheilagt bandalag útrásarafganga og ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. er komið með næstu afsökun.
Icesave.
27 milljarðar afskrifaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.