Mánudagur, 6. desember 2010
Öskjuhlíðar-Pálmi enn utan fangelsis
Pálmi Haraldsson kenndur við Fons skrifaði sig í sögubækur íslensks viðskiptalífs í Öskjuhlíðarsamsærinu til að féfletta almenning með samræmdu útsöluverði ávaxta. Pálmi varð síðar náinn viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs í Baugi og saman tóku nokkra snúninga á Skeljungi, Sterling og FL-group.
RÚV segir í kvöld frá lánaviðskiptum Fons kortéri fyrir gjaldþrot þar sem veitt var þriggja milljarða króna kúlulán til skúffufyrirtækis. Lánið var með gjalddaga eftir þrjú ár en afskrifað rétt eftir að það var veitt.
Viðskiptafléttur Pálma í Fons liggja frá Öskjuhlíð til Panama án viðkomu á Litla-Hrauni. Og það er merkilegt.
Athugasemdir
Hvar lærðu menn öll þessi óheilindi ?
Margret (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 21:15
Mjög merkilegt.
Björn Birgisson, 6.12.2010 kl. 21:48
Og Pálmi flýgur fyrir þjóðina á þöndum vængjum Iceland Express þó Vilhjálmur Bjarnasona hafi einn haft nægilega stærð til að þiggja ekki gefnins flugmiða með þessu félagi Pálma. Það er sorglegt hvernig þessir kónar vaða um keikir eins og ekkert hafi í skorist.
Halldór Jónsson, 6.12.2010 kl. 22:14
Og svo er eins og bara sumir séu kærðir en aðrir ekki. Til dæmis voru bara þrír ákærðir fyrir þjófnaðinn úr BYR í þegar hopur manna manna losaði sig við bréfin sín í BYR með aðstoð MP banka til Exeter Holdings í skipulögðu samsæri. Restin af þjófagenginu virðist ætla að sleppa með fenginn.
Halldór Jónsson, 6.12.2010 kl. 22:19
Sælt veri fólkið,
og hverrar tegundar er sú varnarskel sem þessi meinti raðglæpamaður hefur sveipað um sig?
Hvaða aumingjaskapur er í gangi í einu litlu þjóðfélagi sem horfir upp á svona snúninga, svindl og pretti, óáreitt? Samt virðist vera nóg af hrópandi varnarmönnum, sem sjá í gegnum plottin.
Veit, anda inn anda út, það er verið að sækja að þeim frá þremur stöðum í heiminum as we speak.
Á meðan þessi og þau strjúka sér um frjáls höfuð, missa fleiri og fleiri löngunina í að kalla Ísland heima. Raðglæpamenn, búa enda ekki lengur á Íslandi, hvorki í rúmi, tíma né anda.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.12.2010 kl. 03:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.