Evran þarf eldvegg - pólitíkin leyfir ekki

Evru-svæðið er við það að furða upp og þarf á eldvegg að halda, skrifar John Give í Telegraph þar sem hann ber saman aðdraganda falls Lehmans bankans og yfirvofandi stóráhlaups á evruna. Give þekkir vel til gangverks fjármálamarkaðarins og hann telur að ekkert minna en sameiginleg skuldbinding allra evruríkjanna um að standa sameiginlega vörn um myntina geti hrundið áhlaupinu.

Nær engar líkur eru á því að Þjóðverjar samþykki sameiginlega ábyrgð á skuldum evruríkjanna þar sem jafnvel þýski ríkissjóðurinn er ekki ótæmandi.

Hönnuðir evrunnar gerðu ráð fyrir góðkynja kreppu sem myndi leiða evruríkin nær sameiginlegu markmiði embættismanna í Brussel um Stór-Evrópu. Kreppan sem nú er skollin á er líklegri til að tæta í sundur Evrópusamstarfið.

 


mbl.is Óeining um efnahagsaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisverð grein. ESB hefur val um annaðhvort að stækka neyðarsjóðinn með framlögum frá einstökum ríkjum eða fara í peningaprentun og kaupa upp ríkisskuldabréf verst settu ríkjanna sem myndi lækka gengi Evrunnar. Það kemur ekki á óvart að stjórnmálamenn hallast að peninga prentun/gengisfellingarleið, meðan hagfræðingar og hugmyndasmiðir Evrunnar vilja sjá aðhald í fjármálum einstakra ríkja (sem þýðir meira atvinnuleysi).

Gunnar Sigfusson (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband