Mánudagur, 6. desember 2010
Ísland, Írland og hugleysi Jóhönnustjórnar
Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn Geirs H. Haarde björguðu því sem bjargað varð í október 2008 þegar íslensku bankarnir fóru í þrot. Neyðarlögin sem voru studd af Framsóknarflokknum, eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, bendir á í Morgunblaðsgrein í dag, komu í veg fyrir að almenningur á Íslandi yrði lagður í skuldafjötra að írskum hætti.
Í október 2008 stóð valið milli þess að þóknast erlendum kröfuhöfum eða verja íslenska hagsmuni. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra, Geir H. Haarde og Árni Mathiesen, tóku þjóðarhagsmuni fram yfir kröfur útlendra fjármagnseigenda.
Icesave-kröfur Breta og Hollendinga komu upp í eftirmála hrunins. Hugleysi ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. var komið í stað kjarks í stjórnarráðinu. Aðeins með liðsinni forsetans tókst að bjarga íslenskum almenningi frá skuldaklafa með því að þjóðin hafnaði Icesave-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Jóhanna Sig. tilkynnti að hún sæti heima í Icesave-atkvæðagreiðslunni sem og fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon.
Athugasemdir
Hagsmunir 20% íslenskra fjölskyldna geta vart talist þjóðarhagsmunir.
http://tbs.blog.is/blog/tbs/entry/1025303/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 08:11
Elín, punkturinn er ekki innistæðutryggingin, heldur ákvörðunin að setja bankana í þrot í stað þess að fara írsku leiðina og setja þá undir ríkisábyrgð.
Páll Vilhjálmsson, 6.12.2010 kl. 08:28
Grein Sigmundar Davíðs í Mogganum í dag er frábær,það virðist töluvert í þennan dreng spunnið
Guðmundur Kristinn Þórðarson, 6.12.2010 kl. 09:08
Íslensk stjórnvöld höfðu ekkert val. Það varð að setja bankana í þrot. Íslenska ríkið gat ekki bjargað bönkunum frekar en öllum heiminum.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 11:00
Írska ríkið getur heldur ekki bjargað sínum bönkum, en var samt látið gera það. Grein Sigmundar Davíðs í Mogganum í dag er afbragð.
Tarfur (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 11:32
EU is treating Ireland as the allies treated Germany in the Treaty of Versailles. Germany was forced to pay reparations for its "war guilt" then: Ireland must pay reparations for its economic guilt now.
Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 14:08
Ekki er nú alveg ljóst um hvað Hólmsteinn Jónasson er að tala um. Hér er tilvísun í Irishtimes.com . :
Ireland 'likely' to leave Euro.
The euro zone region's inability to fund future bailouts will probably force some of the 16 euro nations, including Ireland, to abandon the currency within five years, the head of the world's largest bond management firm has warned.
Mohamed A El-Erian, chief executive of investment management firm Pacific Investment Management Company (Pimco), told CNBC that Spain and Portugal are likely follow Ireland in drawing on the European Union's bailout fund.
Það virðist vera hinn stórmerki fræðimaður og hagfræðingur Mohamed A El-Erian aðalframkvæmdastjóri Pimco sem telur "líklegt" að Írland yfirgefi Evrusvæðið.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 14:30
Mér þykir rétt að benda aðdáendum Sigmundar Davíðs(Gunnlaugssonar , þingmanns með meiru) skipulagshagfræðings borga á að fylgi Framsóknarflokksin er við það að hverfa á landsvísu. það hvarf alveg í síðustu borgarstjórnarkosningum eins og menn muna en þá datt frambjóðanda flokksins það helst í hug að kjóða hugsanlegum kjósendum hafragraut. Umræða er mikil innan flokksins um að nauðsynlegt sé að skipta um formann og mun það verða raunin.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 14:36
Pólitískar vofur Framsóknar; Halldór Ásgríms, Finnur Ingólfs, Valgerður Sverris og fleiri sveima um salarkynni Framsóknar. Sigmundur ætti að íhuga að losa sig við Framsókn og stofna eigin flokk með Lilju Mósesdóttur og fleirum.
Anna Björg Hjartardóttir, 6.12.2010 kl. 17:41
Bull. það eina sem sjallar gerðu var að segja: Guð blessi Ísland - og síðan fóru þeir heim að sofa. þegar þeir vöknuðu svo um kvöldmatarleiti næsta dag þá sömdu þeir um icesaveskuld sína sem þeir höfðu stofnað til með því að seilast ofan í vasa heiðvirðra EU borgara. Allt og sumt.
Sjallar ,,ákváðu" ekki nokkurn skapaðann hlut að setja bankana í þrot. Það var JP Morgan og álíka kónar sem ákváðu það. Sjallar voru búnir að rústa svoleiðis íslandi bottom tú þe topp með óvitahætti sínum og óreiðu að einsdæmi er glóbalt. Einsdæmi. Og í frahaldi missti landið fjárforræð og er fullvalda bara að nafninu til í raun.
Svona er þetta nú bara.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.12.2010 kl. 18:52
Írar biðla til forsetans Mary McAleese: http://www.petitiononline.com/IRpres10/petition.html
Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.