Neysla og fátækt

Fátækt hált orð sem ætti að nota af varúð. Fjölskylda sem þarf að sleppa utanlandsferð er ekki fátæk fyrir bragðið. Almenn neysla virðist ekki benda til fátæktar á Íslandi. Svo dæmi sé tekið kostar 20 þús. kr. fyrir þriggja manna fjölskyldu að fara á jólatónleika með Björgvini Halldórssyni. Tónleikarnir seldust upp og aukatónleikar sömuleiðis. Ekki þarf að fara víða um verslunarhús borgarinnar til að sannfærast um kaupgetu almennings.

Frjálst framboð af matvælum Fjölskylduhjálparinnar og annarra góðgerðasamtaka segir okkur að eftirspurn sé eftir ókeypis mat en ekki hverjir séu eftirspyrjendur.

Í byrjun aldar og fram að hruni vandist fólk á neyslu sem stenst ekki. Samdráttur á þeirri neyslu þýðir ekki fátækt - nema að frjálslega sé farið með hugtakið.


mbl.is Telur millistéttina enda í fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Páll.

Það sem er og hefur alltaf verið að hér á landi er að við erum vön svakalegum breytingum og gerum því sjaldnast plön til framtíðar.

Við forgangsröðum illa og förum því og njótumn svigrúms jólabónussins til að fara á tónleika, rétt náum að kaupa inn fyrir jólin og höfum áhyggjur seinna.

Það hefur því miður sannast að þeir sem eru hagsýnir fá spark í andlitið af ríkisstjórninni sbr nýjan "skuldasúpu-sáttapakka" hinnar öðruðu "nær-rænulausu-helferðar-ríkis-(ó)stjórnar".

Þar er sparkað í alla sem hafa reynt að vera hagsýnir, spara, láta sér 65-80 fermetra nægja, stækkuðu ekki við sig og eiga ennþá túbu-sjónvarp.

Aftur á móti eyðsluseggirnir sem ruddu öllu útaf reikningum súunum um hver mánaðarmót, tóku neyslulán og bæði stækkuðu við sig og keyptu nýtt innbú og fóru á hausinn á offjárfestingu fá nú hjálp okkar hinna í boði Nágríms og Nornarinna.

Eina leið hinna hagsýnu er því úr landi vegna þess að hræðslan við hvað gerist næst er öllu yfirsterkari.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 19:19

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Páll, mikið vildi ég hafa efni á að fara á tónleika með BÓ. Því miður hef ég það ekki. Mikið vildi ég að ég hafði efni á að geta glatt barnabörnin með einhverjum gjöfum um jólin, þau verða að láta sér nægja að horfa á smettið á þeim gamla og láta sér það duga. Ég veit að þau verða svo sem ánægð með það en hjarta mitt mun litla gleði finna þessi jól.

Þó er ekki hægt að segja að staða mín sé slæm, við hjónin bæði í vinnu, að vísu á taxtalaunum enda ekki annað í boði í dag, Engin erlend lán voru tekin á árunum fyrir hrun. Eigum að vísu tvo bíla sem báðir eru skuldlausir, enda komnir á annan áratug í aldri og getum hvorugan misst, þar sem við erum bæði háð þeim til að komast til vinnu. Í upphafi hrunsins áttum við ágætan hluta í íbúðinni. Nú er það uppurið, spariféð búið og erum byrjuð á að lifa á yfirdrætti með tilheyrandi kostnaði. Þó eigum við engan séns á neinni leiðréttingu af neinu tagi samkvæmt "aðgerðapakka" ríkisstjórnarinnar (lánastofnana).

Ekki get ég sagt að við hefðum lifað hátt fyrir hrun, lántaka með þeim hætti að örugglega væri hægt að standa við allar skuldbindingar. Við hrun bankanna hefur höfuðstóll lánanna hækkað upp úr öllu valdi, langt fram yfir það sem nokkrum heilvitamanni gat dottið í hug, auk þess sem launin, sem voru með ágætum fyrir hrun, voru færð niður á taxta. Við það verður maður að sætta sig eða missa vinnuna ella!!

Staða mín er ekki slæm miðað við marga aðra, hún er lýsing á stöðu fjölmargra sem ekki tóku þátt í brjálæðinu fyrir hrun, fjölmargra sem þrátt fyrir það eru komin í alvarleg vandræði núna, fjölmargra sem engar úrbætur fá samkvæmt "aðgerðarpakka" ríkisstjórnarinnar (lánastofnana).

Þetta er staðreyndin!! Þó takist að fylla sali á tónleikum segir það ekki neitt til um það hvort almenningur hefur það gott eða ekki.

Ef tekin eru meðallaun í landinu eru þau ágæt, en það hjálpar ekki þeim sem minnstu launin hafa!!

Gunnar Heiðarsson, 5.12.2010 kl. 20:21

3 identicon

Sæll Páll

Ég verð nú að taka undir þessi skrif þín. Mín skoðun er sú að fólk er ekki enn farið að draga saman seglin af fullri hörku. Það er eins og "þjóðin" láti skeika að sköpuðu og ætli að leyfa sér að eyða í hégóma og munaðarvarning meðan nokkur peningur er í buddunni. Þetta sé líklega hvort sem er hálf vonlaust.

Við verðum að vona að við sem þjóð sjáum að okkur og vendum okkar kvæði í kross og snúum okkur að því að koma atvinnulífinu í gang og eyða peningum í hluti sem gefa tekjur til framtíðar.

Kristinn Dagur Gissurarson (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 21:18

4 identicon

Yðar einlægur þarf hinsvegar að lifa af lífeyrissjóðnum, sem þegar er búið að skerða um 28% og fyrirfjáanlega verður að skerða lífeyrinn áfram til að standa undir skuldajöfnuninni. Þar til viðbótar verða verðbætur á lífeyrinn trúlega afnumdar innan skamms. Svona er lífið greinilega. Best að stytta það í annan endann svo maður verði ekki byrði á börnunum sínum.

Berebatov (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 21:19

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Í vissum skilningi hittirðun naglan á höfuðið Páll, en sannleikurinn er sá að fjöldi Íslendinga hefur orðið verðbólgu (les:verðtryggingu) að bráð. Þú ert að tala í nafni þeirra sem lítið skulda.

Gústaf Níelsson, 5.12.2010 kl. 22:16

6 Smámynd: A.L.F

Páll

Ég held að þú sért að horfa á annað fólk en ég. Fólkið sem ég sé á bágt, það er fátækt. Fólkið sem ég sé er fólkið sem velur á milli þess að borga af húsnæðinu eða eiga fyrir mat, það á ekki fyrir rekiningum.

Þetta fólk tók ekki þátt í góðærinu, það hafði ekki efni á því þá ferkar en fyrir góðærið. Þetta fólk lappdi dauðann úr skell í góðærinu í dag jahh veit ekki hvað ég á að kalla það í dag.

Sorglegt finnst mér ef það á að loka alveg augunum fyrir því að það sé til fátækt bara vegna þess að enn er til fólk sem getur farið til útlanda eða á tónleika. Ég tel mig ekki fátæka en hmm samt hef ég ekki haft efni á því að fara til útlanda. Fór síðast þegar ég fékk ferð í afmælisgjöf fyrir 10 árum. Sakna þess ekki samt ;)

Það hefði samt kannski verið sniðugra að fólk hefði gefið til hjálpastofnana í stað þess að bjóða allri fjölskyldunni á tónleika, en hver er ég að dæma þau.

A.L.F, 6.12.2010 kl. 00:50

7 identicon

Þetta blogg er merkingarlaust froðusnakks hægriöfgamanns. (Dæmi um froðuna: Ekki þarf að fara víða um verslunarhús borgarinnar til að sannfærast um kaupgetu almennings. ) En fátækt er mikilvægt og alvarlegt vandamál. Hjá Háskólaútgáfunni var gefin út árið 2003 eftir Hörpu Njálsdóttur félagsfræðing. Bókin heitir ; Fátækt á 'islandi við upphaf nýrrar aldar . Hin dulda félagsgerð borgarsamfélagsins. Bókin er gefin út í samstarfi við Borgafræðasetur. Bókin er 400 blaðsíður og er afar vönduð rannsókn. Þörf lesning fyrir þá sem vilja kynna sér málið og mynda sér skoðanir sem byggjast á þekkingu.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 09:30

8 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Páll, þú veist geinilega ekkert um hvað þú ert að skrifa.

Ég mæli með því að þú farir næstkomandi miðvikudag og kynnir þér málið af eigin raun, það hef ég gert og fullyrði að þú veist ekkert um hvað málið snýst.

Baldvin Björgvinsson, 6.12.2010 kl. 09:44

9 identicon

Ég held að fjöldi fólks í Kringlunni og Smáralind segi lítið um kaupgetu almennings, frekar að fólk hafi meiri tíma í ljósi atvinnuleysis og minni yfirvinnu.
Skoðaðu frekar raunverulegar tölur um neyslu og vanskil við lánastofnanir, t.d. í skýrslum AGS.  Staðreyndin er að stór hluti almennings, sérstaklega barnafjölskyldur, er búinn að skera neysluna niður eins og hægt er.  Undantekningin (þeir sem halda uppi neyslunni og fara á tónleika Bó) eru þeir sem voru á ofurlaunum og höfðu vit á að taka ekki stór lán á árunum 2004-2008.  Aðrir, sérstaklega þeir sem keyptu húsnæði á árunum 2004-2008, búa við hækkaðar skuldir, hækkaða greiðslubyrði, fasteignir og bíla sem ekki seljast, og stórlega minnkaðar tekjur (atvinnuleysi, lægra launuð störf, hækkaðir skattar og hækkað vöruverð).

Eitt atriði virðist gleymast í umræðu um verðtrygginguna og verðbólguskeið.  Verðbólguskeið undanfarinna ára er það fyrsta frá því verðtrygging var tekin upp þar sem atvinnuleysi er hátt á sama tíma og vísitala rýkur upp.  Á árunum 1980-1985 (sem menn vísa oft til til að sýna fram á að við höfum áður búið við mikla vísitöluhækkun lána) var atvinnuleysi í kringum 1%.  Það þýðir að fólk hafði alla möguleika á að auka við sig tekjur með aukavinnu eða betur launuðum störfum - sá möguleiki er einfaldlega ekki fyrir hendi í dag.  Þess hefur meðalfjölskyldan nær enga möguleika á að auka mánaðartekjur sínar í dag, og á sama tíma er mjög erfitt að selja eignir til að grynnka á skuldum.  Fólk er því í spennutreyju minnkandi tekna og hækkandi greiðslubyrði.  

Og engin von í augsýn um batnandi tíð...

Viktor (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 12:26

10 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Stundum ertu ekki jarðtengdur og glýjuð sjónin. Fólk er ekki að sækja í "ókeypis mat" . Fátækt á Íslandi er staðreynd sem verður ekki hrakin af því að sumir geta keypt sig inn á einstakar uppákomur.

Taktu ofan Sjallagleraugun og líttu raunhæft á hlutina.

Árni Þór Björnsson, 6.12.2010 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband