Sunnudagur, 5. desember 2010
Útsvar, bíóferðir og rekstur Porsche
Útsvarshækkun upp á tæpt prósent er ígildi bíóferðar á viku fyrir einstakling með 350-400 þús. kr. í mánaðarlaun. Einstaklingur með tífalt hærra kaup borgar tæpa hálfa milljón króna meira í útsvar á ári, svipuð fjárhæð og maður borgar á mánuði fyrir Porsche á kaupleigu.
Bíóferð er lúxus, að ekki sé talað um ef hún er farin vikulega. Millistéttarfólk flest hvað veit það og gerir ráðstafanir í samræmi. Porsche er stöðutákn fólks sem á nóg af peningum og þarf að láta aðra vita af því.
Millistéttin er hryggstykkið í samfélaginu og skilur að óráðssía liðinna ára felur í sér samdrátt í neyslu og lagar sig að þeirri staðreynd. Porsche-fólkið lítur öðrum augum á tilveruna og berst með kjafti og klóm gegn hækkun útsvars. Maður á Porsche getur aldrei orðið hamingjusamur á Ford.
Ætla að hækka útsvar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Thorsten Veblen hér bandarískur félagsfræðingur af norskum ættum. Hann ritaði mjög frægt verk um sýndarneysluna. Neysla er sett á svið til að sýna ríkidæmi og öðlast virðingu. Þetta er gert til að tryggja sér ákveðinn stað í göggunarröð neyslusamfélagsins. það er ávallt barátta um það hvað telst vera fínast og flottast á hverjum tíma. Gamalgrónar mennta- og embættismannaættir eru ekki endilega sammála nýríkum menningarsnauðum fjölskyldum. Menningarneysla einstaklingsins er hins vegar mikilvægt auðmagn. Porschinn er mikilvægt tákn um stöðu. Fordinn væri þá merki um að einstaklingurinn hefði hrapað í virðingarstiganum. það er vandi að mæla hamingjuna. það verður ekki gert með vergri þjóðarframleiðslu. Hún er alfarið bundin við markað. Atriði eins og starfsöryggi, framamöguleikar í starfi, greiðslu af veðskuldum(langtímaskuldum) hafa örugglega áhrif. Fjölmörg önnur atriði skipta máli eins og menntun, heilsufar, vinahópur, fjölskyldutengsl og trú. Þetta er auðvitað ekki tæmandi upptalning.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.