Össur: Forsetinn bara einhver Íslendingur

Risið á ríkisstjórninni lækkar jafnt og þétt í réttu hlutfalli við fleiri axarsköft og minni tiltrú almennings. Samfylkingarráðherrar fara fyrir niðurlægingu ríkisstjórnar lýðveldisins og þar er utanríkisráðherra í sérflokki. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ber höfuðábyrgð á sneypuförinni til Brussel og sundurtættu orðspori þjóðarinnar.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti stendur fastur fyrir gegn yfirgangi ESB-þjóða sem halda sig hafa hagsmuni Íslands í hendi sér þegar við liðleskjur eins og Össur er að eiga. Í stað þess að þakka forsetanum að standa í ístaðinu sendi Össur þessa kveðju á visir.is

„Það þvælist ekki fyrir utanríkisráðherra þó að forseti Íslands hafi skoðanir á málunum. Ef það er einhver Íslendingur sem hefur getið sér orð fyrir það að hafa sterkar skoðanir í gegnum tíðina þá er það nú einmitt forsetinn," segir Össur.

Tónninn sem utanríkisráðherra sendir forseta lýðveldisins er í hæsta máta óviðeigandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Fyrir ekki svo löngu var forsetinn alltaf kallaður Óli grís, ef ekki Óli kommi, af vissum hópi manna. Nú kalla þeir hinir sömu hann Herra Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands. Hvort breyttist forsetinn eða uppnefnararnir? Fyrir mér er hann enn sá sem ég hef aldrei stutt og hyggst ekki gera. Man of vel eftir honum í pólitíkinni!

Björn Birgisson, 4.12.2010 kl. 21:25

2 identicon

og svo fekk hann a sig orðið skattman en eg held að froðusnakkur ætti nu að dempa hraðan a ser það eru allflestir hættir að hafa gaman að honum utanrikisroluni það virðist vera það eina sem hann hefur lært er hvernig laxar fjölga ser hann hefur prof i þvi

Runar Gudmundsson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 22:01

3 identicon

Talandi um Gamla-Ísland!

Óheilindin sem birtast í afstöðu til forsetanefnunnar kalla fram uppsölu hjá flestu sæmilega heilbrigðu fólki.

Nú þjónar það hagsmunum Flokksins að hampa þessu skoffíni.

ÓRG var beinlínis ein af höfundum hrunsins, valdasækinn og sjálfhverfur hentistefnumaður sem hefur tapað sér í þvílíkri upphafningu sjálfs og embættis að annað eins þekkist ekki í síðari tíma sögu Vesturlanda.

Karl (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 23:06

4 Smámynd: Elle_

Forsetinn hefur varið okkur erlendis, núverandi ríkisstjórn til mikillar mæðu.  Forsetinn kom ICESAVE ólögum núverandi stjórnar til þjóðarinnar.  Þið 3 að ofan viljið kannski endilega búa við kúgun Jóhönnustjórnarinnar og hatast út í fyrri mistök forsetans.  Við erum hinsvegar fjölmörg sem metum og virðum forseta lýðræðisins sem hann hefur eflt mest allra forseta landsins. 

Elle_, 5.12.2010 kl. 01:11

5 identicon

Fyrirsögnin á pistli öfgahægrimannsins er skáldskapur og uppspuni. Það geta allir sannfært sig um sem lesa fréttina á visir.is.

Sjá hér :" Aðspurður segist Össur Skarphéðinssin, utanríkisráðherra, ekki telja að forsetinn sé með sína eigin utanríkisstefnu. „Forsetinn hefur vitaskuld frelsi til að tjá sig og þetta viðtal sem þú vísar í morgun er í samræmi við margt sem að íslenskur almenningur er að segja og upplifa. Þannig að ég held að hann sé ekki að tala úr neinum takti við Íslendinga."

Össur segist ekki þó ekki vera allta sammála forseta en gerir þó ekki athugasemdir við yfirlýsingar hans í erlendum fjölmiðlum.

„Það þvælist ekki fyrir utanríkisráðherra þó að forseti Íslands hafi skoðanir á málunum. Ef það er einhver Íslendingur sem hefur getið sér orð fyrir það að hafa sterkar skoðanir í gegnum tíðina þá er það nú einmitt forsetinn," segir Össur. " Sem sagt; Össur sagði: ef það er einhver Íslendingur sem hefur sterkar skoðanir þá er það forsetinn. Skilningur Palla :

Össur: Forsetinn bara einhver Íslendingur.

Mörgum þykir á Palla heldur lágt.




 

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband