Laugardagur, 4. desember 2010
Samræða Samfylkingar felst í að hóta
Samfylkingin var stofnuð til að þjóna valdsækni vinstrimanna, ekki til að umbylta stjórnmálaumræðunni. Alla sína tíð hefur flokkurinn lagt meira upp úr útliti en innihaldi, skammtímapólitík fremur en langtímasjónarmiðum; taktískum brellum í stað heildarsýnar.
Evrópuvæðing flokksins veturinn 2002 til 2003 var þessu marki brennd. Flokksmenn sem ekki voru aðildarsinnar fengu ekki að tala á almennum fundum um málefnið, búið var að ákveða niðurstöðuna fyrirfram.
Hugsjónalaus valdasækni var einnig ástæða fyrir bandalagi Samfylkingar og Baugs sem kristallaðist í vörn flokksins fyrir hagsmunum auðhringsins í fjölmiðlamálinu þar sem almannahagsmunir voru fyrir borð bornir til þess eins að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn.
Þegar umbótanefnd Samfylkingar ætlar í fundarherferð til að ræða hvað fór úrskeiðis í Samfylkingunni er hætt við að fyrirheit leiðangursins verði ekki efnd. Samfylkingin ætlaði jú að verða flokkur samræðustjórnmála en er fyrst og fremst þekktur fyrir frekjulega hótunarpólitík sem er jafn illa ígrunduð og hún er ósvífin.
Afhjúpar veikleika flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Palli...thú skrifadir 5 (FIMM) pistla í gaer. Eru launin gód? Faerdu borgad fyrir fjölda pistla eda áródursinnihald?
Fasisminn lifir! (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 12:04
Allt fór úrskeiðis hjá Baugfylkingunni, enda eru 3 af ráðherrum hennar með forsætisráðherranum Jóhönnu Sigurðardóttur meðtalinni, styrkþegar eða það sem flokksmenn flokksins hennar kalla mútuþegar Jóns Ásgeirs og Baugshyskinu. Hvar í veröldinni yrði slíkt látið viðgangast? Varðhundar, fjölnikkungar, gæta hagsmunum þeirra hér á athugasemdarkerfinu 24/7/365 af stakri trúmennsku, og þar fara ekki beint björtustu vitarnir á ströndinni. Að gefnu tilefni... (O:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 12:06
Þér er tíðrætt um liðsmenn Baugsmiðla, en visamlegast upplýstu okkur á hvaða launaskrá þú ert. Það ganga ýmsar sögur um það mál.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 12:36
Eldgamlar sögur Svavar. Ekki reyna svona brellur fyrir framan sæmilega vitiborið fólk. Ekkert af okkur er fluggáfað og allra síst þú. En við sjáum nú í gegnum svona Svaver minn.
Hallgrímur (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 13:17
Mér finnst lágkúrulegt að saka pistlahöfunda á blogginu um að vera leigupennar. Fjölmargir skrifarar eru að tjá sínar skoðanir, sumir auðvitað meira pólitískir en aðrir. Eru þeir þá allir leigupennar einhverra afla? Ekki hvarflar að mér að svo sé.
Björn Birgisson, 4.12.2010 kl. 15:47
Ég tek undir með Birgi að það er lágkúrulegt að saka menn um að vera leigupenna einhvers, en það er einmitt það sem Páll sjálfur stundar meira en flestir aðrir, hér í bloggheimum, svo mér fannst spurning mín alls ekki óeðlileg. Og ég verð að viðurkenna að ég hef mínar grunsemdir.
Með kveðju.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 16:23
"Hugsjónalaus valdasækni var einnig ástæða fyrir bandalagi Samfylkingar og Baugs sem kristallaðist í vörn flokksins fyrir hagsmunum auðhringsins í fjölmiðlamálinu þar sem almannahagsmunir voru fyrir borð bornir til þess eins að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn."
Heir heir.
Hörður Þórðarson, 4.12.2010 kl. 20:51
Mér sýnist Dagurinn vera að kvarta vegna þess að engin hefur áhuga á að spyrja hann álits. Ummæli hans sjálfs segja alla söguna um hvers vegna hann er hafður á bekknum. Haft er eftir Degi:
Hvaða hugsun bærist í höfðinu á manni sem setur fram svona endaleysu ? Heldur hann að Flokkurinn sé lífvera með sjálfstæða tilveru, án atbeina flokksmanna ? Á Samfylkingin að biðjast afsökunar á glæpaverkum sínum og hvað svo ? Á að setja flokksskrifstofuna í fangelsi ?
Miðað við ummæli Dags, mun hann fá að verma bekkinn áfram.
Loftur Altice Þorsteinsson, 4.12.2010 kl. 22:04
Dagur er sennilega að draga fjöður yfir þá staðreynd að hann heldur narr í stóli borgarstjóra og ber alla ábyrgð á þeim fáránleika sem þar á sér stað.
Þegar kemur að söguskoðun getur hann sagt - sko - þetta var flokkurinn - ekki ég - en Dagur er að kveldi kominn.
Hvað varðar það að bera leigupennanafnbót á menn - þá tek ég undir orð Björns Birgissonar
Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.12.2010 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.