Trú, von og kjaftæði

Bankar, lífeyrissjóðir og ríkisstjórn keppast við að klappa saman steininn í tengslum við nýjustu reddingar til ofurskuldsettra; núna er allt búið - við getum ekki skóflað fleiri milljörðum í skuldahítina. Sumt í aðgerðapakkanum er hókus-pókus. Yfirlýsingar um um að lækka lán niður í 110 prósent af verðmæti eignar er marklaust þegar markaðaverðmæti eigna er óljóst sökum sölutregðu.

Strax eftir hrun var ljóst að sumum varð ekki bjargað. Eftir gengisdóminn var hægt að setja strik undir heimilisbókhaldið og draga rökréttar ályktanir um gjaldþrot eða ekki.

Ríkisstjórnin heyktist á því að segja hart og ákveðið hver staðan væri og gaf þannig von um að ónýtum efnahag mætti bjarga. Hik, tafs og loforð upp í ermina eru helsta framlag ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. til endurreisnar. Ómældar tafir hafa orðið á efnahagsbatanum einmitt vegna þess að við búum við vanhæfa ríkisstjórn.


mbl.is Töfin kostaði milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Verð að hrósa þér fyrir frábæra fyrirsögn .. fæ að nota þennan einhvern tímann!

Jóhanna Magnúsdóttir, 3.12.2010 kl. 19:15

2 identicon

Þjófnaðurinn heldur áfram í skjóli stjórnvalda meðan vísitalan er ekki tekin strax úr sambandi og verðtryggingin afnumin. Á meðan erum við ekki siðmenntuð þjóð á meðal þjóða. Stjórnvöld hafa boðað hækkaða skatta og gjöld. ÞETTA FER BEINT INN Í VÍSITÖLUNA OG HÆKKAR LÁNIN! Þó að hækka þyrfti vexti e-ð á móti væri það mun skárra. Þá væri þessi víxlverkun rofin og hægt væri að gera RAUNHÆFAR áætlanir fram í tímann. Gjaldmiðilinn má auðveldlega tengja við aðrar myntir.  Þetta hafa mætir hagfræðingar staðfest. Púkann á fjósbitanum verður að kveða niður STRAX! Það sem vantar er vilji. Vilji ræningjanna og vitorðsmanna þeirra. LÁTUM EKKI MERGSJÚGA OKKUR!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 19:50

3 identicon

Gott og rétt.

Karl (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 20:52

4 identicon

Fyrirsögninni er stolið! Sjá:http://www.youtube.com/watch?v=y2RoZw8BgB0

kveðjur.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 11:22

5 identicon

VÁÁÁÁ.....   Það er lán fyrir skemmtanagildið að Baugsfylkingin hefur ekki efni á beint skörpustu hnífunum í skúffunni þegar þeir manna blogglúðrasveitina....  Er baðvarsla vaktavinna líka...???   Hver er næstur...???  JR...eða Björn...???  (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 12:13

6 identicon

Sæll Guðmundur, mig grunar að það sé æði langt síðan að þú fórst í bað. hugsun og skrif benda til þess.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband