Föstudagur, 3. desember 2010
Þjóðin hafnaði stjórnlagaþingi
Stjórnlagaþingið er umboðslaust þegar rétt rúmur þriðjungur kosningabærra manna lætur sig hafa að greiða atkvæði. Hreyfingin getur fyrir hönd Þorvaldar þrjúprósent reynt að blása lífi í líkið en það er tilgangslaust.
Í síðustu alþingiskosningum greiddu tvöfalt fleiri atkvæði en í kosningum til stjórnlagaþings. Alþingi er með umboð kjósenda og stjórnarskrá til að endurskoða grunnlög landsins.
Stjórnlagaþingið er athyglisverð tilraun en um leið algjörlega misheppnuð. Þjóðin sneri baki við hugmyndinni. Punktur.
Þingmenn Hreyfingarinnar gagnrýna starfsreglur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég vil nú frekar meina að þeir sem ekki kusu hafi hafnað lýðræðinu.
kjósandi (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 16:23
Förum út í smá öfgar svona til að sýna hvað kjósandi hefur rangt fyrir sér og segjum sem svo að flugfreyjan mundi efna til þjóðaratvkæðagreiðslu um það hvort ofsækja ætti blökkumenn eða gyðinga, einungis tveir kostir. Ef ég geri ráð fyrir að kjósandi sé ekki í miklum minnihluta mundi hann væntalega hvorugan kost vilja. Hann hefði þá tvo möguleika mæta og skila auðu og taka þátt í kosningunum og þar með sýna þeim virðingu eða sitja heima og neita að taka þátt í þess lags rugli.
Ég mundi kjósa síðari kostinn líkt og ég gerði nýlega í stjórnalagaþingsruglinu því ég einfaldlega var algerlega ósammála þessari aðferð og þessari tímasetningu.
Yeboah (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 16:37
Rúmur þriðjungur kaus þó og vissulega var þessi dræma þátttaka vonbrigði og margar skýringar á lofti. 522 valkostir er yfirþyrmandi fjöldi! Þegar Ólafur Ragnar Grímsson var fyrst kjörinn fékk örfá prósent umfram þátttökuna í Stjórnlagaþingskosningunum.
"Stjórnlagaþingið er umboðslaust þegar rétt rúmur þriðjungur kosningabærra manna lætur sig hafa að greiða atkvæði."
Er þá Ólafur Ragnar umboðslaus líka?
Björn Birgisson, 3.12.2010 kl. 16:49
Var Sjáfstæðisflokkurinn umboðslaus með 35% fylgi í ríkisstjórn með framsókn?
Eru Vnstri græn umboðslaus í núverandi ríkisstjórn með 21,7% fylgi?
Sigurður Pálsson (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 17:12
Sammála þér Páll minn
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 17:23
Það buðu sig bara 523 fram. Ég hefði getað kosið einn eða fleiri ef allir kosningabærir menn á landinu hefðu verið í framboði. Ég gat ekki fellt mig við neinn af þessum 523 og kaus því ekki. Framboðið var einfaldlega ekki nóg.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.12.2010 kl. 17:37
Lýðurinn var ekki spurður hvort við ættum að fara út í kosningar núna. Jóhönnuflokkurinn vildi það og þeir sem mættu ekki voru þ.a.l. ekki að hafna lýðræði, kannski heldur að hafna röngum kosningum á röngum tíma.
Og Birgir og Sigurður: Dæmin ykkar passa ekkert við pistilinn, hlýtur að vera miskilningur eða beinn útúrsnúningur. Páll talar um kosningar með 30% heildarþáttöku lýðsins og þið komið með dæmi um vissan stuðning af öllum þeim sem kusu. Það er ekki sambærilegt.
Elle_, 3.12.2010 kl. 19:58
Blessaður vertu. Kratakommarnir eru í miklum meirihluta með 1.8% JÁ við Icesave greiðslur. Þeir eru líka í miklum meirihluta með inngöngu í ESB með 19% sem mælast hafa fullan áhuga á slíku. Þó að siðleysingjarnir telja sig vera í miklum meirihluta með rétt rúm 30% í kostulegasta kosningafarsa allra tíma að undanskilinni Icesave, þarf ekki að koma á neinum á óvart. Meir að segja kosningarnar um hundahald í borginni reynist hafa slegið stjórnlagaþingsruglinu við hvað áhuga varðar. Stórkostlegar kosningasigur. Af marggefnu tilefni, þá virðist andlegt atgervi flestra blogglúðra stjórnvalda vera á pari við prósentutöluna sem þeir telja vera stórsigur fyrir sig í hvert skipti.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 21:00
Þessi þjóð er í tröllahöndum. Fólksflóttinn frá landinu sýnir þá leið sem æ fleirum sýnist sú eina. Opinberir starfsmenn fara ekki neitt. Helur ekki aumingjar og ellibelgir. Er það fólk framtíðarinnar?
Halldór Jónsson, 3.12.2010 kl. 23:53
Eftir nokkur misseri á þessu bloggi, verð ég að segja að margoft hef ég rekist á Guðmund 2. Gunnarsson. Við snögga upprifjun í hugskoti mínu, kemur í ljós að aldrei hefur honum legið gott orð til nokkurs manns. Alla vega minnist ég þess ekki. Kannski Davíðs? Ég man ekkert annað en köpuryrði og neikvæðni frá þessum huldumanni, sem telur nafnleyndina réttláta skot úr skúmaskotum á allt og alla. Af hverju er sumu fólki fyrirmunað að koma fram undir fullu nafni? Hver er skömmin við það?
Björn Birgisson, 4.12.2010 kl. 00:49
Hvað ætlar þú að skjóta oft á Guðmund 2 Gunnarsson? Hvaða máli skiptir nafn hans þig? Hann skrifar undir nafni og hvort sem þér líkar nafnið hans eður ei. Hann notar 2 þarna skiljanlega til skilja milli hinna með nákvæmlega sama nafni. Hvað hefur hann verið að skjóta úr skúmaskotum? Í hvaða skúmaskoti ert þú þegar þú skýtur á hann og alla hina??
Elle_, 4.12.2010 kl. 01:12
Óttalegur kratakomma lúser ertu Björn litli "Ad hominem" sérfræðingur.... og eins og vanþroska barn, sem verður að teljast undarlegt miðað við gamla kallinn á myndinni. Þó svo ég og fleiri hafi rassskellt þig í gær, þá er heiftin í gamla rörinu rúmlega það sem hollt getur talist, sér í lagi ef viagra er brutt ótæpilega og rennt niður með einhverju öðru jafn ótæpilega og óhollu líka. Hlustaðu nú á hina gestina sem báðu þig að halda þér úti vegna þess að aldrei leggurðu neitt vitrænt inn í umræðuna, heldur reynir að pönkast á síðueigandanum og gestum hans eins og andlega náttúrulausum kratakommum er orðinn siður. Þú ert orðinn eins og fulli frændinn sem eyðileggur öll fjölskylduboðin. Það er ekki Páli né öðrum sem koma hér að kenna að enginn nennir að eiga við þig orðastað á eigin síðuræfli frekar en hér.
Svona getur pólitískur misþroski leikið menn, og þessi skemmtilega ofnotaða kratakommasmjörklípa sem er orðin regla hjá ykkur í blogglúðrasveit samfó sem þolið ekki andmæli, að dylgja þá sem gegn ykkar skoðunum um að skrifa undir dulnöfnum og útiloka dulnefni nema að þau eru á ykkar máli, er orðið jafn þreytt og fyrirsjáanlegt og vælið í þér. Er verið að vinna að dauðalista Baugsfylkingarinnar svona rétt áður en allt hrynur hjá ykkur endanlega...??? Þú verður að taka því eins og maður en ekki kratakommakelling að þér er sagður sannleikurinn. Aftur á móti tala ég ekki illa um neinn annan en ríkisstjórnina og Samfylkingarruslið í báðum stjórnarflokkunum og eiganda Jón Ásgeir og hyskið sem hann hefur haldið úti. Svo að hátt í 85% þjóðarinnar flokkast undir þá sem ég tala aldrei illa um. Nú nenni ég ekki að lesa eftir þig nema einstöku sinnum bulllið hérna, svo ég hef ekki hugmynd um hvort að einhver utan Samfylkingarinnar sleppi við eiturpennann þinn? Þakka samt mikinn áhugann á mínum skrifum, enda hitta þau augljóslega það sem þau eiga að hitta.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 01:50
Guðmundur 2. Gunnarsson. Eitt máttu vita. Þú ert ekki á nokkurn hátt málefnalegur, hefur aldrei verið. En mig grunar hver þú ert. Flínkir tölvuguttar finna það auðveldlega út. Af því að þú nefndir mína síðu, sem þú greinilega gaumgæfir reglulega, annars værir þú óhæfur um að tjá þig um hana, þá eru þar innlit og tjáskipti með því mesta sem sést hér á blogginu. Mér er ekki illa við þig, en veistu nokkuð hvað er að þér?
Björn Birgisson, 4.12.2010 kl. 02:15
Þorvaldur þrjúprósent? Þetta hljómar vel en hvað merkir það?
Halldór Jónsson, 4.12.2010 kl. 09:10
Góður pistill hjá þér Páll
Halldór. Þetta merkir að Þorvaldur Gylfason fékk atkvæði frá 3% atkvæðisbærra manna og samfylkingin reynir að túlka það sem stórsigur. Það er innan við 1/10 hluti þeirra atkvæða sem Ólafur Ragnar fékk í kosningunum þeim sem Björn (sem spilar á þríhorn í blogglúðrasveit samfylkingarinnar) er að reyna að gera lítið úr. Þó það sé vitanlega betri árangur en 1,8 prósent "sigur" samspillingarinnar í icesave.
Hreinn Sigurðsson, 4.12.2010 kl. 09:35
Björn. Og þú ert fíflið sem dæmir um hvort aðrir eru fífl. Óttalegur rugludallur ertu maður, og sennilega genginn illilega í barndóm. Ég er vonandi ekki með eitthvað sem þú hefur smitað. Aftur á móti minnist ég þess að hafa farið einu sinni inn á síðuna hjá þér til að benda þér á hversu afskaplega takmarkaður þú værir í baráttunni að láta banna hægri bloggara fyrir skrif sín eins og ykkur gráttkerlingum krata er einum lagið. Þú ásamt nokkrum öðrum mannvitsbrekkunum birtuð skrif mannsins orðrétt, og með því voruð jafn illa staddir í málinu lagalega séð og þá gagnvart blog.is sem hefði þurft að henda ykkur öllum álfunum út með upphafsmanni. Benti þér á að engin munur væri á þeim sem birti fyrstur td.barnaklám, og hinna sem þættust vera að hreinsa heiminn við óværunni með að birta efnið líka. Þetta hefur augljóslega farið illa í misskilið stolt gamals fretkarls sem er ekki enn búinn að ná áttum í bloggheimum, og hagar sér eins og fífl. Eins og enskurinn segir... "Get a life!" Læt þetta duga, því þú ert langt undir þeim mörkum sem eðlilegt getur talist til að vera gjaldgengur til að eiga í samskiptum við.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 09:50
PS. Allar upplýsingar um mig sem valda þér svo miklu hugarangri og sjúklegri þráhyggju, þarftu ekki að leita langt yfir skammt vegna þess að þær liggja fyrir hjá Baugshyskinu, sem í tvígang sendu svipaðan aulabárð með hótanir um ef ég léti ekki af opinberri andúð minni í þeirra garð gæti það haft alvarleg áhrif á fjárhag minn til frambúðar. "Ætti að hafa hag fjölskyldunnar í huga." Þeim láðist að geta nákvæmlega hvað þeir ættu við og þá hvers hvað færi svona fyrir brjóstið á þeim af sannleikanum sem settur væri fram? Sama hljóta Páll og fleiri fengið að kynnast. Svo vegna þessa liggja þessar upplýsingar líka fyrir hjá flokknum þínum Baugsfylkingunni. En það er ekkert nýtt að hyskið sem þú tilheyrir haldi að þið getið þaggað niður í þeim sem eru ykkur skeinuhættir og ef ekki þá að pestera síður eins og þessa til að reyna að eyðileggja umræðuna eins og þú stundar á ýmsum nikkum. Það sem er kallað bloggskítur og eiga bloggeigendur ekki að hika við að henda út svo að lágmarks vitrænn friður geti verið um þá umræðu sem er í gangi í hvert sinn. Minnist ekki að hafa séð til þín á þessari síðu undir þessum ýmsum nöfnum þínu eins og td. JR, neitt sem minnir á slíkt eða eitthvað sem heitir kurteisi.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 11:45
JR er gott dæmi. Ekki eitt orð frá Birni um hvað hann sé nafnlaus og þó JR þessi hafi komið hingað inn og kastað í Pál í nokkur ár. Björn setur ekki út á nafnleysi Samfylkingarsamherja síns. Hann ræðst samt á menn sem skrifa undir fullu nafni og kallar þá "nafnleysingja", þá sem eru honum ekki sammála. Og dæmið hans um forsetann:
Þegar Ólafur Ragnar Grímsson var fyrst kjörinn fékk örfá prósent umfram þátttökuna í Stjórnlagaþingskosningunum.
"Stjórnlagaþingið er umboðslaust þegar rétt rúmur þriðjungur kosningabærra manna lætur sig hafa að greiða atkvæði."
Er þá Ólafur Ragnar umboðslaus líka?
Björn Birgisson, 3.12.2010 kl. 16:49
Hvað þýðir þetta? Það kemur ekki þáttöku í stjórnlagaþinginu við hvað forsetinn vann með miklum eða litlum yfirburðum. Það var þáttaka þjóðarinnar sem var til umræðu í pistlinum. Páll sagði:
Stjórnlagaþingið er umboðslaust þegar rétt rúmur þriðjungur kosningabærra manna lætur sig hafa að greiða atkvæði.
Ólafur (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 12:59
Guðmundur 2. Gunnarsson. Til hvers ertu að vitna með þessum orðum?! "........... hjá Baugshyskinu, sem í tvígang sendu svipaðan aulabárð með hótanir um ef ég léti ekki af opinberri andúð minni í þeirra garð gæti það haft alvarleg áhrif á fjárhag minn til frambúðar. "Ætti að hafa hag fjölskyldunnar í huga." Þeim láðist að geta nákvæmlega hvað þeir ættu við og þá hvers hvað færi svona fyrir brjóstið á þeim af sannleikanum sem settur væri fram?"
Hver hótaði þessu? Hvernig var sú hótun sett fram? Þú hefur væntanlega kært viðkomandi dusilmenni, orðprútt sómamennið, sem þú ert.
Eða hvað?
Ég get ekki betur séð en að hér hafi alvarleg hótun legið í loftinu.
Björn Birgisson, 4.12.2010 kl. 18:15
Björn. Á nákvæmlega sama hátt og þú sagðist tilbúin að sjá til þess að einhverjir þriðju aðilar brytu fjarskiptalög vegna þinnar þráhyggju, þá eru til aumingjar sem hafa gengið ljóst og leynt erinda hrunsglæpamannanna allt fram á daginn í dag. Allt frá ráðherrum, hagfræðingum beggja vegna hafsins sem jafnvel stunduð skrif undir dulnefnum, fjölmiðlafólk og niður í auðvirðustu lagatækna og allt þar á milli. Þetta gerðist meðan Baugsmálið var í hápunkti og þeir gjörsamlega farnir á límingunum. Keyptu meir að segja Málefnin.com til að getað gengið beint að þeim sem skrifuðu undir dulnefnum gegn þeirra hagsmunum og hótuðu og útilokuðu frá vefnum. Jón Gerald þekkir til þeirra mála betur. Það þarf vitni og eða upptökur til að sanna mál sem þetta, og svona snillingar ganga svo frá málum að slíkt er ekki gerlegt. 300 milljónirnar sporlausu eru gott dæmi um að orð gegni orði er dautt mál og jafnvel fyrir forsætisráðherra, þá eru ekki miklar líkur á að einhverjir dúddar úti í bæ fái höfðinglegri mótökur með slíkt. Hótanirnar voru mér ágætlega kærkomnar, enda þekki ég ágætlega hvað skiptir máli og hvað ekki, og brýndu mig einfaldlega til að halda áfram og af enn meiri krafti. Ekki kæmi mér á óvart að Páll og mun fleiri aðilar geta vitnað um svipaða reynslu. Td. kaupmennirnir Gylfi Gylfason og Heimir L. Fjelsted sem hafa verið grimmir í sínum skrifum gegn Bugsmafíunni. Samfylkingarmaðurinn Guðmundur Gunnarsson birti eitt sinn færslu á bloggi mér til heiðurs, þar sem hann tók skýrt fram að hann væri ekki ég (sennilega eftir miklar rannsóknir) og hann hefði her lögmanna á bakinu sem vildu ná á hann vegna skrifanna. Ég gerði honum þann óumbeðinn greiða að bæta tölustafnum 2. svo að málið flæktist ekki fyrir honum né lögmönnunum öllum sem voru að plaga hann, og einhverjir aðrir væru það vitlausir að ætla að gera mig ábyrgan fyrir Baugsfylkingarbullinu í honum. Þeir eru sennilega enn að leita í þjóðskrá að Guðmundi 2. Gunnarssyni. Eins og ég var orðinn spenntur að fá að hitta Baugsfylkingarlögmennina ógurlegu.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 22:15
Ja hérna . Skil nú ekki hvað þú ert að agnúast út í mig með allt þetta í fanginu!
Björn Birgisson, 4.12.2010 kl. 22:27
Það er ekki nóg með það að stjórnlagaþingið sé umboðslaust heldur er þetta í fyrsta sinn sem kjósendur hundsa kosningar og það er líka lýðræðislegur réttur fólks og full ástæða til að taka mark á þeim skilaboðum sem í því felst. Það er nú einusinni þannig að það er alþekkt víða um heim að þegar kjósendur skinja það að þátttaka þess skiptir engu þá eru kosningar sniðgengnar(víða er þó reynt að þvinga fólk til að kjósa). Í þessum kosningum var aðferðin sniðin að því að ná ákveðinni niðurstöðu og ber samsetning stjórnlagaþingsins þess merki.
Júlíus Guðni (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.